Albarn þakkar Íslendingum gestrisnina með tónleikum Árni Sæberg og Snorri Másson skrifa 11. mars 2022 23:25 Einar Örn Benediktsson hefur þekkt Damon Albarn í áratugaraðir. Sjálfur var Albarn enn við undirbúning þegar fréttamaður okkar leit við í Hörpu í kvöld. Stöð 2/Bjarni Einarsson Haldnir voru tónleikar í öllum sölum Hörpu í kvöld og þeirra á meðal voru tónleikar íslenska ríkisborgarans Damon Albarn, sem kveðst vilja þakka Íslendingum fyrir gestrisnina með tónleikunum. Í kvöld voru allir salir Hörpu nýttir undir tónlistarflutning, Friðrik Dór steig á svið og Daníel Bjarnason stýrði Sinfóníuhljómsveit Íslands þegar hún frumflutti nýtt verk Sveins Lúðvíks Björnssonar, Glerhjalla, og CATAMORPHOSIS eftir Önnu Þorvaldsdóttur. Þó er öruggt að fullyrða, án þess að hallað sé á nokkurn, að Damon Albarn hafi verið aðalnúmerið í Hörpu í kvöld. Hann steig á svið hér á landi í fyrsta sinn í 25 ár, þrátt fyrir að hafa búið í Grafarvogi um árabil og að vera íslenskur ríkisborgari. Damon Albarn hafði komið í stuttar heimsóknir til Íslands áður en hann kom í hina einu sönnu, til að halda tónleika með Blur í Laugardalshöll. Það er ekki ofsögum sagt að allt hafi orðið brjálað þegar þeir mættu til landsins en sjá má svipmyndir af brjálæðinu í spilaranum hér að neðan. Ekkert breyst á aldarfjórðungi Einar Örn Benediktsson, oftast kenndur við Sykurmolana, hefur þekkt Albarn í áratugaraðir. Hann segir vin sinn alveg óbreyttan frá því að hann tróð upp í Laugardalshöll fyrir 25 árum síðan. „Nei, mér finnst hann ekki hafa breyst neitt. Hann hefur ennþá þennan óbilandi kraft og frumsköpun og ég veit ekki hvað og hvað. Hann hefur ekkert breyst, hann er bara okkar Damon, segir Einar Örn. Þá segir hann Albarn hafa tekið ástfóstri við Ísland og að hann elski Ísland á sama hátt og við hin, enda sé hann nú orðinn íslenskur ríkisborgari. Reiddi fram tilfinningar sínar til Esjunnar Bergrún Snæbjörnsdóttir tónskáld kom að því að skapa tónlistina sem flutt var í Eldborg í kvöld. Sjálf Esjan var listagyðja Albarns og innblástur þegar hann samdi tónlistina. „Ég held að hann hafi verið að reyna, upprunalega, að fanga stemninguna sem hann upplifði þegar hann leit út um stofugluggann sinn og sá Esjuna blasa við. Þannig hann bauð fullt af spunahljóðfæraleikurum til að koma heim til sín í stofu og reyna að túlka það í tónum og hljóðum. Það er held ég það sem er að gerast hér, það er verið að reiða það fram í einhvers konar mynd, þessar tilfinningar sem hann upplifir,“ segir Bergrún. Tónlist Reykjavík Menning Harpa Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Sjá meira
Í kvöld voru allir salir Hörpu nýttir undir tónlistarflutning, Friðrik Dór steig á svið og Daníel Bjarnason stýrði Sinfóníuhljómsveit Íslands þegar hún frumflutti nýtt verk Sveins Lúðvíks Björnssonar, Glerhjalla, og CATAMORPHOSIS eftir Önnu Þorvaldsdóttur. Þó er öruggt að fullyrða, án þess að hallað sé á nokkurn, að Damon Albarn hafi verið aðalnúmerið í Hörpu í kvöld. Hann steig á svið hér á landi í fyrsta sinn í 25 ár, þrátt fyrir að hafa búið í Grafarvogi um árabil og að vera íslenskur ríkisborgari. Damon Albarn hafði komið í stuttar heimsóknir til Íslands áður en hann kom í hina einu sönnu, til að halda tónleika með Blur í Laugardalshöll. Það er ekki ofsögum sagt að allt hafi orðið brjálað þegar þeir mættu til landsins en sjá má svipmyndir af brjálæðinu í spilaranum hér að neðan. Ekkert breyst á aldarfjórðungi Einar Örn Benediktsson, oftast kenndur við Sykurmolana, hefur þekkt Albarn í áratugaraðir. Hann segir vin sinn alveg óbreyttan frá því að hann tróð upp í Laugardalshöll fyrir 25 árum síðan. „Nei, mér finnst hann ekki hafa breyst neitt. Hann hefur ennþá þennan óbilandi kraft og frumsköpun og ég veit ekki hvað og hvað. Hann hefur ekkert breyst, hann er bara okkar Damon, segir Einar Örn. Þá segir hann Albarn hafa tekið ástfóstri við Ísland og að hann elski Ísland á sama hátt og við hin, enda sé hann nú orðinn íslenskur ríkisborgari. Reiddi fram tilfinningar sínar til Esjunnar Bergrún Snæbjörnsdóttir tónskáld kom að því að skapa tónlistina sem flutt var í Eldborg í kvöld. Sjálf Esjan var listagyðja Albarns og innblástur þegar hann samdi tónlistina. „Ég held að hann hafi verið að reyna, upprunalega, að fanga stemninguna sem hann upplifði þegar hann leit út um stofugluggann sinn og sá Esjuna blasa við. Þannig hann bauð fullt af spunahljóðfæraleikurum til að koma heim til sín í stofu og reyna að túlka það í tónum og hljóðum. Það er held ég það sem er að gerast hér, það er verið að reiða það fram í einhvers konar mynd, þessar tilfinningar sem hann upplifir,“ segir Bergrún.
Tónlist Reykjavík Menning Harpa Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Sjá meira