Heyrðu viðbrögðin þegar „hetjurnar“ Messi og Neymar voru kynntar í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 13:31 Kylian Mbappe fékk frábærar viðtökur en það var aftur á móti baulað stanslaust á þá Neymar og Lionel Messi allan leikinn af stuðningsmönnum Paris Saint-Germain. Getty/ Xavier Laine Lionel Messi og Neymar voru að spila á heimavelli í gær en hafa sjaldan fengið verri móttökur en á þessu sunnudagseftirmiðdegi í París. Það er engin spurning um það hverjir eru blórabögglarnir fyrir óförum Paris Saint Germain í Meistaradeildinni í síðustu viku að mati stuðningsmanna félagsins. Paris Saint Germain var að spila á heimavelli sínum Parc des Princes um helgina og það er óhætt að segja að stuðningsmenn liðsins hafi ekki verið að baki allra leikmanna franska liðsins. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Kylian Mbappé skoraði í báðum leikjunum á móti Real Madrid en vill ekki skrifa undir nýjan samning við félagið. Þegar hann var kynntur til leiks þá fögnuðu stuðningsmenn PSG gríðarlega. Þeir elska manninn sem er líklega á förum, kannski skiljanlega því hann er að skila mörkum á þessu tímabili. Þá var var komið að hinum tveimur. Tvær af stærstu knattspyrnustjörnum heims og menn sem stuðningsmenn annara félaga í Evrópu hefur dreymt um að vera með í sínu liði. Þegar þeir Neymar og Lionel Messi voru kynntir til leiks þá voru viðbrögðin allt allt önnur. Hér fyrir neðan má sjá hvernig kynningin á þremur stórstjörnum Parísarliðsins gekk fyrir sig í gær. Messi og Neymar voru fengnir til félagsins til að landa loksins Meistaradeildartitlinum enda höfðu þeir báðir unnið hann með Barcelona. Niðurstaðan hefur hins vegar hver vonbrigðin á fætur öðrum, fimm tímabil með Neymar og nú líka á fyrsta tímabili liðsins með Messi innanborðs. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Tölfræðin á tímabilinu er ekki af þeirri stærðargráðu sem við erum vön að sjá hjá þeim Neymar og Messi. Neymar og Messi eru saman með 12 mörk og 16 stoðsendingar í öllum keppnum. Neymar 5 mörk og 5 stoðsendingar í 20 leikjum og Messi 7 mörk og 11 stoðsendingar í 26 leikjum. Mbappé er aftur á móti með 26 mörk og 17 stoðsendingar í sínum 36 leikjum og hefur því skorað fleiri mörk og lagt upp fleiri mörk en hinir tveir til samans. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Það er engin spurning um það hverjir eru blórabögglarnir fyrir óförum Paris Saint Germain í Meistaradeildinni í síðustu viku að mati stuðningsmanna félagsins. Paris Saint Germain var að spila á heimavelli sínum Parc des Princes um helgina og það er óhætt að segja að stuðningsmenn liðsins hafi ekki verið að baki allra leikmanna franska liðsins. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Kylian Mbappé skoraði í báðum leikjunum á móti Real Madrid en vill ekki skrifa undir nýjan samning við félagið. Þegar hann var kynntur til leiks þá fögnuðu stuðningsmenn PSG gríðarlega. Þeir elska manninn sem er líklega á förum, kannski skiljanlega því hann er að skila mörkum á þessu tímabili. Þá var var komið að hinum tveimur. Tvær af stærstu knattspyrnustjörnum heims og menn sem stuðningsmenn annara félaga í Evrópu hefur dreymt um að vera með í sínu liði. Þegar þeir Neymar og Lionel Messi voru kynntir til leiks þá voru viðbrögðin allt allt önnur. Hér fyrir neðan má sjá hvernig kynningin á þremur stórstjörnum Parísarliðsins gekk fyrir sig í gær. Messi og Neymar voru fengnir til félagsins til að landa loksins Meistaradeildartitlinum enda höfðu þeir báðir unnið hann með Barcelona. Niðurstaðan hefur hins vegar hver vonbrigðin á fætur öðrum, fimm tímabil með Neymar og nú líka á fyrsta tímabili liðsins með Messi innanborðs. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Tölfræðin á tímabilinu er ekki af þeirri stærðargráðu sem við erum vön að sjá hjá þeim Neymar og Messi. Neymar og Messi eru saman með 12 mörk og 16 stoðsendingar í öllum keppnum. Neymar 5 mörk og 5 stoðsendingar í 20 leikjum og Messi 7 mörk og 11 stoðsendingar í 26 leikjum. Mbappé er aftur á móti með 26 mörk og 17 stoðsendingar í sínum 36 leikjum og hefur því skorað fleiri mörk og lagt upp fleiri mörk en hinir tveir til samans.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira