Bruno laus við veiruna og verður með á móti Atletico í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2022 12:01 Bruno Fernandes verður væntanlega í byrjunarliði Manchester United í kvöld en í að minnsta í leikmannahópnum. EPA-EFE/Peter Powell Manchester United endurheimtir Bruno Fernandes fyrir leikinn mikilvæga á móti Atletico Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Fernandes missti af leik United um helgina þar sem landi hans Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í 3-2 sigri á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Bruno Fernandes trained for Manchester United today, per @SimonPeach After missing Saturday s game vs. Spurs because of COVID-19, he could be back for Tuesday s Champions League second leg vs. Atlético. pic.twitter.com/aGnMpni3aL— B/R Football (@brfootball) March 14, 2022 „Hann fór í próf í gær [Sunnudag] og það kom út neikvætt. Það er ástæðan fyrir því að hann mátti æfa með okkur í dag,“ sagði Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri Manchester United, á blaðamannafundi fyrir leikinn. Leikur Manchester United og Atletico Madrid á Old Trafford hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á Spáni. Rangnick fagnar því að vera með alla sína leikmenn klára í verkefni kvöldsins. „Eins og staðan er núna þá eru allir leikmenn klárir. Það er smá spurningarmerki í kringum Luke Shaw. Hann æfði í gær og í dag en við þurfum að bíða og sjá. Allir aðrir eru að æfa,“ sagði Rangnick. Bruno Fernandes has assisted in every #UCL match that he s played in this season. pic.twitter.com/IRBvPQFPSC— UtdDistrict (@UtdDistrict) March 14, 2022 Manchester United spilar leikinn aðeins 72 klukkutímum eftir leikinn á móti Tottenham. Hinn 37 ára gamli Cristiano Ronaldo fór þá á kostum en Rangnick hefur ekki áhyggjur af því að Ronaldo verði orkulítill eða þreyttur í kvöld. „Ég hef ekki áhyggjur af því að hann nái ekki endurheimt. Hann hefur alltaf verið maður sem hugsar mjög vel um sig og líkamann sinn. Hann veit nákvæmlega hvað hann þarf að gera,“ sagði Rangnick. „Það er mögulegt að það komi nýir menn inn í byrjunarliðið en það er ekki ástæða til að breyta mörgum leikstöðum. Það er gott að allir séu í boði og vissulega betra en ef það væri fimm eða sex leikmenn frá keppni,“ sagði Rangnick. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira
Fernandes missti af leik United um helgina þar sem landi hans Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í 3-2 sigri á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Bruno Fernandes trained for Manchester United today, per @SimonPeach After missing Saturday s game vs. Spurs because of COVID-19, he could be back for Tuesday s Champions League second leg vs. Atlético. pic.twitter.com/aGnMpni3aL— B/R Football (@brfootball) March 14, 2022 „Hann fór í próf í gær [Sunnudag] og það kom út neikvætt. Það er ástæðan fyrir því að hann mátti æfa með okkur í dag,“ sagði Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri Manchester United, á blaðamannafundi fyrir leikinn. Leikur Manchester United og Atletico Madrid á Old Trafford hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á Spáni. Rangnick fagnar því að vera með alla sína leikmenn klára í verkefni kvöldsins. „Eins og staðan er núna þá eru allir leikmenn klárir. Það er smá spurningarmerki í kringum Luke Shaw. Hann æfði í gær og í dag en við þurfum að bíða og sjá. Allir aðrir eru að æfa,“ sagði Rangnick. Bruno Fernandes has assisted in every #UCL match that he s played in this season. pic.twitter.com/IRBvPQFPSC— UtdDistrict (@UtdDistrict) March 14, 2022 Manchester United spilar leikinn aðeins 72 klukkutímum eftir leikinn á móti Tottenham. Hinn 37 ára gamli Cristiano Ronaldo fór þá á kostum en Rangnick hefur ekki áhyggjur af því að Ronaldo verði orkulítill eða þreyttur í kvöld. „Ég hef ekki áhyggjur af því að hann nái ekki endurheimt. Hann hefur alltaf verið maður sem hugsar mjög vel um sig og líkamann sinn. Hann veit nákvæmlega hvað hann þarf að gera,“ sagði Rangnick. „Það er mögulegt að það komi nýir menn inn í byrjunarliðið en það er ekki ástæða til að breyta mörgum leikstöðum. Það er gott að allir séu í boði og vissulega betra en ef það væri fimm eða sex leikmenn frá keppni,“ sagði Rangnick.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira