Curry skoraði 47 stig í leiknum þegar lið hans Golden State Warriors vann 126-112 sigur á Washington Wizards og það þrátt fyrir að spila aðeins 35 mínútur. Hann skoraði sjö þrista og hitti úr 16 af 25 skotum sínum.
Curry skoraði 32 stig á afmælisdegi sínum í fyrra og 29 stig á afmælisdaginn sinn árið 2017. Þetta eru þrír síðustu leikir hans á afmælisdeginum sem er 14. mars.
Stephen Curry dropped 47 on the Wizards tonight on his 34th birthday. Those 47 points are the 4th-most by a player on their birthday in NBA history (h/t @EliasSports).
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 15, 2022
Shaq had 61 on his 28th in 2000.
Dominique had 53 on his 27th in 1987.
LeBron had 48 on his 25th in 2009. pic.twitter.com/VLLgpKlR79
Aðeins þrír leikmenn hafa náð að skora fleiri stig á afmælisdaginn sinn eða þeir Shaquille O´Neal, Dominique Wilkins og LeBron James.
Shaq á metið en hann var með 61 stig og 23 fráköst á 28 ára afmælisdaginn sinn árið 2000. Það sem meira er að Los Angeles Lakers vann þá 20 stiga sigur á nágrönnum sínum í Los Angeles Clippers.
Check out Steph's B-Day performance!pic.twitter.com/2Q3Pvs6LTv
— NBA (@NBA) March 15, 2022