Skrifuðu undir samning um kaup á skemmu í Gufunesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. mars 2022 14:00 Baltasar Kormákur og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri með bros á vör í skemmunni í Gufunesi í dag þar sem skrifað var undir. Vísir/ArnarHalldórs RVK Studios hafði betur í baráttu við True North um kaup á skemmu Áburðarverksmiðjunnar við Gufunesveg 21 sem staðið hefur ónýtt í lengri tíma. Baltasar Kormákur, leikstjóri og eigandi RVK Studios, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samning þess efnis í Gufunesi í dag. Fréttablaðið greindi frá kaupunum í morgun og þar kom fram að kaupverðið hefði verið 320 milljónir króna. RVK studios á þegar aðra stóra skemmu í Gufunesi sem var nú síðast notuð við framleiðslu Söngvakeppni sjónvarpsins. Auk þess hafa sjónvarpsþættir á borð við Allir geta dansað verið teknir í skemmunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hlutu hugmyndir RVK studios hærri einkunn hjá Reykjavíkurborg þegar mat var lagt á umsóknir RVK studios og True North. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að kaupverðið sé 320 milljónir króna og tíu þúsund krónur. „Borgarráð samþykkti þann 15. apríl 2021 að hefja söluferli vegna Gufunesvegar 21. Um sölusamkeppni var að ræða þar sem blanda af hugmynd, þekkingu og reynslu var metin til viðbótar við boðið kaupverð. Kvikmyndafyrirtækið True North og RVK Studios buðu í skemmuna. Þann 30. september það sama ár veitti borgarráð eignaskrifstofu Reykjavíkur heimild til að ganga til samnings við RVK Studios um kaup á Gufunesvegi 21,“ segir í tilkynningunni. RVK Studios skuldbindur sig til þess að starfrækja kvikmyndaver og tengda starfsemi og þjónustu í húsnæðinu. Um er að ræða birgðageymslu sem er um 2.846 fermetrar að stærð og hins vegar sekkjunarstöð, sem er skráð 1.460 fermetrar að stærð, samtals 4.306 fermetrar. „RVK Studios starfrækir nú þegar kvikmyndagerð og sjónvarpsframleiðslu í fyrri skemmu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi sem hentar vel fyrir stærri verkefni. Skemman sem RVK Studios kaupir í dag mun henta vel undir smærri verkefni og fleiri en eina samtímatöku. Kvikmyndaþorpið í Gufunesi er nú þegar orðið eitt stærsta atvinnusvæðið í austurhluta borgarinnar, sannkallað þorp skapandi greina. Gufunes hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga eftir að RVK Studios hófu þar starfsemi en í kjölfarið tóku minni kvikmyndatengd fyrirtæki að koma sér þar fyrir. Hægt og bítandi er Gufunesið því að breytast úr svæði undir grófan iðnað líkt og starfsemi Íslenska gámafélagsins yfir í mest spennandi umbreytingarsvæðið í borginni.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir samninginn mikilvægan lið í að gera Reykjavíkurborg að blómstrandi borg kvikmynda og skapandi greina. „Með tvöföldun á aðstöðu RVK Studios í Gufunesi er draumurinn um alþjóðlega samkeppnishæft kvikmyndaþorp að verða að veruleika.“ Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík Skipulag Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá kaupunum í morgun og þar kom fram að kaupverðið hefði verið 320 milljónir króna. RVK studios á þegar aðra stóra skemmu í Gufunesi sem var nú síðast notuð við framleiðslu Söngvakeppni sjónvarpsins. Auk þess hafa sjónvarpsþættir á borð við Allir geta dansað verið teknir í skemmunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hlutu hugmyndir RVK studios hærri einkunn hjá Reykjavíkurborg þegar mat var lagt á umsóknir RVK studios og True North. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að kaupverðið sé 320 milljónir króna og tíu þúsund krónur. „Borgarráð samþykkti þann 15. apríl 2021 að hefja söluferli vegna Gufunesvegar 21. Um sölusamkeppni var að ræða þar sem blanda af hugmynd, þekkingu og reynslu var metin til viðbótar við boðið kaupverð. Kvikmyndafyrirtækið True North og RVK Studios buðu í skemmuna. Þann 30. september það sama ár veitti borgarráð eignaskrifstofu Reykjavíkur heimild til að ganga til samnings við RVK Studios um kaup á Gufunesvegi 21,“ segir í tilkynningunni. RVK Studios skuldbindur sig til þess að starfrækja kvikmyndaver og tengda starfsemi og þjónustu í húsnæðinu. Um er að ræða birgðageymslu sem er um 2.846 fermetrar að stærð og hins vegar sekkjunarstöð, sem er skráð 1.460 fermetrar að stærð, samtals 4.306 fermetrar. „RVK Studios starfrækir nú þegar kvikmyndagerð og sjónvarpsframleiðslu í fyrri skemmu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi sem hentar vel fyrir stærri verkefni. Skemman sem RVK Studios kaupir í dag mun henta vel undir smærri verkefni og fleiri en eina samtímatöku. Kvikmyndaþorpið í Gufunesi er nú þegar orðið eitt stærsta atvinnusvæðið í austurhluta borgarinnar, sannkallað þorp skapandi greina. Gufunes hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga eftir að RVK Studios hófu þar starfsemi en í kjölfarið tóku minni kvikmyndatengd fyrirtæki að koma sér þar fyrir. Hægt og bítandi er Gufunesið því að breytast úr svæði undir grófan iðnað líkt og starfsemi Íslenska gámafélagsins yfir í mest spennandi umbreytingarsvæðið í borginni.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir samninginn mikilvægan lið í að gera Reykjavíkurborg að blómstrandi borg kvikmynda og skapandi greina. „Með tvöföldun á aðstöðu RVK Studios í Gufunesi er draumurinn um alþjóðlega samkeppnishæft kvikmyndaþorp að verða að veruleika.“
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík Skipulag Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira