Eitt útilokar ekki annað Davíð Guðmundsson skrifar 16. mars 2022 06:00 Þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er skoðaður er margt sem kemur þægilega á óvart í ljósi þess hve mikil átök fylgja núverandi borgarstjórn. Af þeim 120 milljörðum sem fjárfesta á í samgönguinnviðum á næstu árum er fyrirhugað að fjárfesta rúmlega 52 í umbætur á núverandi vegakerfi, tæplega 50 í almenningssamgöngur, 7 í bætt umferðarstýringarkerfi og 8 í göngu- og hjólastíga. Sáttmálinn endurspeglar fjölbreytni í ferðamátum og sætir því talsverðri furðu hversu mikill styr hefur ríkt um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum árum. Við sem búum í austari hluta borgarinnar eigum þó ef til vill auðveldara en aðrir með að geta okkur til um af hverju ósættið stafar. Mörg okkar tengja nefnilega við að hafa upplifað okkur annars flokks þegar kemur að málefnum borgarinnar okkar. Mér reyndari stjórnmálaspekúlantar geta kannski útskýrt hvernig það þjónar hagsmunum kjörinna fulltrúa að skipa fólki í fylkingar og koma þeim kyrfilega fyrir í ákveðnum hólfum. Við sem stöndum utan við þennan veruleika eigum erfitt með að skilja hann. Reykvíkingar eru jafn misjafnir og þeir eru margir og flest okkar eru svo lánsöm að upplifa ólík æviskeið. Á langri ævi getur fólk lifað mörgum ólíkum lífsstílum. Bíllaus lífsstíll hentar vel á ákveðnum tímabilum en þegar fjölskyldulífið tekur yfir getur verið gott að eiga tvo bíla og stórt húsnæði. Svo þegar hægist um er hægt að breyta til. Allir borgarbúar eiga að upplifa sig jafn réttháa óháð lífsstíl, stöðu og aldri. Hverfin okkar hafa öll sína sérstöðu og eru öll frábær á sinn hátt. Við þurfum að styrkja þau og byggja upp samgöngukerfi sem tengir hverfi borgarinnar saman þannig að fólk búi við valfrelsi og geti á hagkvæman og skilvirkan hátt komist á milli staða óháð stöðu og stétt. Verkefnið er í grunninn einfalt en framkvæmdin hefur reynst núverandi meirihluta um megn. Það er ekki eðlilegt að rifist sé um hvort að rétt sé að þrífa götur eða byggja mislæg gatnamót þar sem umferðarteppur blasa við öllum sem vilja sjá og heyra. Rödd skynseminnar í þessum efnum er Hildur Björnsdóttir, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins. Hún vill binda enda á nokkuð sem hún kallar menningarstríðið í borginni - þar sem ólíkum hópum er teflt upp á móti hver öðrum í samgöngumálum. Sú hugmynd að velja þurfi einn fararmáta alltaf og til frambúðar er bæði óraunhæf og leiðinleg. Það er ekkert því til fyrirstöðu að hægt sé að byggja upp almenningssamgöngur um leið og tekið er tillit til þess að stærstur meirihluti fólks mun áfram fara ferða sinna á bíl. Pólitísk hugmyndafræði í lítilli borg á norðurhjara veraldar á ekki að vera á kostnað heilbrigðrar skynsemi. Eitt útilokar ekki annað og í grunninn eru hagsmunir okkar Reykvíkinga þeir sömu. Fyrir þeim vil ég að sé barist og því mun ég kjósa Hildi Björnsdóttur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nú um helgina. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er skoðaður er margt sem kemur þægilega á óvart í ljósi þess hve mikil átök fylgja núverandi borgarstjórn. Af þeim 120 milljörðum sem fjárfesta á í samgönguinnviðum á næstu árum er fyrirhugað að fjárfesta rúmlega 52 í umbætur á núverandi vegakerfi, tæplega 50 í almenningssamgöngur, 7 í bætt umferðarstýringarkerfi og 8 í göngu- og hjólastíga. Sáttmálinn endurspeglar fjölbreytni í ferðamátum og sætir því talsverðri furðu hversu mikill styr hefur ríkt um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum árum. Við sem búum í austari hluta borgarinnar eigum þó ef til vill auðveldara en aðrir með að geta okkur til um af hverju ósættið stafar. Mörg okkar tengja nefnilega við að hafa upplifað okkur annars flokks þegar kemur að málefnum borgarinnar okkar. Mér reyndari stjórnmálaspekúlantar geta kannski útskýrt hvernig það þjónar hagsmunum kjörinna fulltrúa að skipa fólki í fylkingar og koma þeim kyrfilega fyrir í ákveðnum hólfum. Við sem stöndum utan við þennan veruleika eigum erfitt með að skilja hann. Reykvíkingar eru jafn misjafnir og þeir eru margir og flest okkar eru svo lánsöm að upplifa ólík æviskeið. Á langri ævi getur fólk lifað mörgum ólíkum lífsstílum. Bíllaus lífsstíll hentar vel á ákveðnum tímabilum en þegar fjölskyldulífið tekur yfir getur verið gott að eiga tvo bíla og stórt húsnæði. Svo þegar hægist um er hægt að breyta til. Allir borgarbúar eiga að upplifa sig jafn réttháa óháð lífsstíl, stöðu og aldri. Hverfin okkar hafa öll sína sérstöðu og eru öll frábær á sinn hátt. Við þurfum að styrkja þau og byggja upp samgöngukerfi sem tengir hverfi borgarinnar saman þannig að fólk búi við valfrelsi og geti á hagkvæman og skilvirkan hátt komist á milli staða óháð stöðu og stétt. Verkefnið er í grunninn einfalt en framkvæmdin hefur reynst núverandi meirihluta um megn. Það er ekki eðlilegt að rifist sé um hvort að rétt sé að þrífa götur eða byggja mislæg gatnamót þar sem umferðarteppur blasa við öllum sem vilja sjá og heyra. Rödd skynseminnar í þessum efnum er Hildur Björnsdóttir, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins. Hún vill binda enda á nokkuð sem hún kallar menningarstríðið í borginni - þar sem ólíkum hópum er teflt upp á móti hver öðrum í samgöngumálum. Sú hugmynd að velja þurfi einn fararmáta alltaf og til frambúðar er bæði óraunhæf og leiðinleg. Það er ekkert því til fyrirstöðu að hægt sé að byggja upp almenningssamgöngur um leið og tekið er tillit til þess að stærstur meirihluti fólks mun áfram fara ferða sinna á bíl. Pólitísk hugmyndafræði í lítilli borg á norðurhjara veraldar á ekki að vera á kostnað heilbrigðrar skynsemi. Eitt útilokar ekki annað og í grunninn eru hagsmunir okkar Reykvíkinga þeir sömu. Fyrir þeim vil ég að sé barist og því mun ég kjósa Hildi Björnsdóttur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nú um helgina. Höfundur er lögmaður.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun