Rússar skutu almennan borgara sem hafði hendur á lofti til bana Árni Sæberg skrifar 15. mars 2022 18:01 Rússnesk skriðdrekasveit drap manninn. Stringer/Getty Þann 7. mars síðastliðinn skutu rússneskir hermenn almennan úkraínskan borgara til bana þrátt fyrir að hann hafi reitt hendur á loft. Þýska sjónvarpsstöðin ZDF hefur myndefni úr dróna undir höndum sem sýnir rússnesku hermennina skjóta manninn til bana á vegi örfáa kílómetra frá Kænugarði. Myndbandið sýnir manninn stöðva bifreið sína þegar hann sér rússneska skriðdrekahersveit í vegkantinum. Hann stígur síðan út úr bílnum með hendur á lofti en er skotinn nánast samstundis. Fundu drónaflugmanninn Fréttaskýringaþætti ZDF, Frontal, barst myndefnið frá ónafngreindum heimildarmanni og fréttamenn ákváðu að nauðsynlegt væri að staðreyna sannleiksgildi myndbandsins. „Til að sannreyna það leituðum við drónaflugmannsins. Við fundum hann í kjallara í Kænugarði,“ Sá heitir Zanoza og er sjálfboðaliði í Úkraínuher og greindi stríðsfréttariturum Frontal frá því sem hann sá þann 7. mars. „Faðirinn steig út úr bílnum, lyfti höndum hátt í loft, og var einfaldlega skotinn af rússneskum hermönnum,“ segir hann. Fréttaritarar gátu staðfest staðsetningu og tímasetningu skotárásarinnar með því að afla frekari myndbanda af henni. Drepinn fyrir framan fjölskyldu sína „Svo virðist sem þeir hafi framið stríðsglæp. Þetta er almennur borgari sem er skotinn, og kona hans og dóttir eða sonur, það sést ekki skýrt á myndbandi hvors kyns barnið er, voru síðan leidd á brott af rússnesku hermönnunum,“ segir Arndt Ginzel, fréttaritari Frontal í Úkraínu. „Myndefnið frá 7. Mars sýnir að fullyrðing Pútíns, um að innrás Rússa í Úkraínu sé sérstök hernaðaraðgerð þar sem engir almennir borgarar eru drepnir, er ekkert annað en lygi,“ segir í lok fréttar Frontal sem sjá má hér að neðan. #Putin spricht von einer Spezialaktion in der #Ukraine, die sich nicht gegen Zivilisten richte. Eine Drohne filmte allerdings wenige Kilometer westlich von Kiew, wie ein Zivilist von offenbar russischen Soldaten erschossen wird. #ZDFfrontal exklusiv, mehr zum Krieg 21.15 Uhr @ZDF pic.twitter.com/1FDdD7v9Ww— frontal (@ZDFfrontal) March 15, 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Þýska sjónvarpsstöðin ZDF hefur myndefni úr dróna undir höndum sem sýnir rússnesku hermennina skjóta manninn til bana á vegi örfáa kílómetra frá Kænugarði. Myndbandið sýnir manninn stöðva bifreið sína þegar hann sér rússneska skriðdrekahersveit í vegkantinum. Hann stígur síðan út úr bílnum með hendur á lofti en er skotinn nánast samstundis. Fundu drónaflugmanninn Fréttaskýringaþætti ZDF, Frontal, barst myndefnið frá ónafngreindum heimildarmanni og fréttamenn ákváðu að nauðsynlegt væri að staðreyna sannleiksgildi myndbandsins. „Til að sannreyna það leituðum við drónaflugmannsins. Við fundum hann í kjallara í Kænugarði,“ Sá heitir Zanoza og er sjálfboðaliði í Úkraínuher og greindi stríðsfréttariturum Frontal frá því sem hann sá þann 7. mars. „Faðirinn steig út úr bílnum, lyfti höndum hátt í loft, og var einfaldlega skotinn af rússneskum hermönnum,“ segir hann. Fréttaritarar gátu staðfest staðsetningu og tímasetningu skotárásarinnar með því að afla frekari myndbanda af henni. Drepinn fyrir framan fjölskyldu sína „Svo virðist sem þeir hafi framið stríðsglæp. Þetta er almennur borgari sem er skotinn, og kona hans og dóttir eða sonur, það sést ekki skýrt á myndbandi hvors kyns barnið er, voru síðan leidd á brott af rússnesku hermönnunum,“ segir Arndt Ginzel, fréttaritari Frontal í Úkraínu. „Myndefnið frá 7. Mars sýnir að fullyrðing Pútíns, um að innrás Rússa í Úkraínu sé sérstök hernaðaraðgerð þar sem engir almennir borgarar eru drepnir, er ekkert annað en lygi,“ segir í lok fréttar Frontal sem sjá má hér að neðan. #Putin spricht von einer Spezialaktion in der #Ukraine, die sich nicht gegen Zivilisten richte. Eine Drohne filmte allerdings wenige Kilometer westlich von Kiew, wie ein Zivilist von offenbar russischen Soldaten erschossen wird. #ZDFfrontal exklusiv, mehr zum Krieg 21.15 Uhr @ZDF pic.twitter.com/1FDdD7v9Ww— frontal (@ZDFfrontal) March 15, 2022
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira