Sara og BKG tóku stökk í síðasta hluta The Open: Fjögur á topp fimmtíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2022 08:30 Sara Sigmundsdóttir var á uppleið allar vikurnar á The Open. Instagram/@sarasigmunds Ísland endaði með fjóra flotta fulltrúa meðal fimmtíu efstu á The Open í ár en þar er á ferðinni fyrsti hluti undankeppni heimsleikanna í CrossFit. Anníe Mist Þórisdóttir náði bestum árangri af íslenska CrossFit-fólkinu í ár. Sara Sigmundsdóttir er samt á réttri leið og hækkaði sig mikið aðra vikuna í röð. Katrín Tanja Davíðsdóttir hækkaði sig líka mikið og það gerði Björgvin Karl Guðmundsson einnig. CrossFit samtökin hafa nú tekið á móti öllum úrslitum fyrir þriðja hluta The Open og þó að niðurstöðurnar séu ekki endanlega staðfestar þá breytast þær ekki mikið úr þessu. Þriðji hlutinn reyndi verulega á og það var gaman að sjá íslenska CrossFit fólkið standa sig vel. Nú eru átta manna úrslitin en þar mun reyna enn meira á íslenska fólkið að tryggja sér sæti í undanúrslitunum í sumar. Ellefu bestu íslensku konurnar á CrossFit Open í ár.CrossFit Games Anníe Mist hækkaði sig um tvö sæti í þriðja hlutanum og endar því í átjánda sætinu. Þuríður Erla Helgadóttir kom sér inn á topp fimmtíu með því að hækka sig um sex sæti og komast upp í 46. sætið. Sara Sigmundsdóttir fór upp um 43 sæti milli 22.1 og 22.2 og nú hoppaði hún upp um 26 sæti og inn á topp fimmtíu. Sara endaði í 48. sætinu. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Katrín Tanja hækkaði sig um sjötíu sæti því hún fór úr 208. sætinu upp í sæti númer 138. Fimmta íslenska konan á listanum er síðan Sólveig Sigurðardóttir sem endaði í 171. sæti. Björgvin Karl Guðmundsson fór upp um 45 sæti og endaði í 32. sætinu en hann var í 77. sætinu eftir 22.2. Næsti íslenski karlmaðurinn á eftir Björgvini er Þorri Þorláksson sem er í 679. sæti í heildarkeppninni. Alex Daði Reynisson er í 923. sæti, Bjarni Leifs í 972. sæti og Sigurður Jónsson er í 1111. sæti. Ellefu bestu íslensku karlarnir á CrossFit Open í ár.CrossFit Games Hin átján ára gamla Mallory O'Brien vann The Open hjá konunum en hún endaði tveimur stigum á undan heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey sem er tíu árum eldri. O'Brien var á topp tvö í öllum þremur hlutunum og það dugði ekki Toomey að vinna bæði 22.2 og 22.3. Hin bandaríska Haley Adams varð þriðja, Frakkinn Laurie Clément í fjórða sæti og í því fimmta endaði Brooke Wells sem er að koma til baka eftir erfið olnbogameiðsli. Efsti Norðurlandabúinn varð hin norska Andrea Solberg sem endaði níunda en landa hennar Matilde Garnes varð í ellefta sæti. Bandaríkjamenn voru í fimm efstu sætunum hjá körlunum. Saxon Panchik vann, Matt Poulin varð annar, heimsmeistarinn Justin Medeiros náði þriðja sætinu, Colten Mertens varð fjórði og Phil Toon endaði í fimmta sæti. Efsti Norðurlandabúinn varð Svíinn Victor Ljungdal í sjötta stæinu en Finninn Jonne Koski náði nítjánda sæti. CrossFit Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir er samt á réttri leið og hækkaði sig mikið aðra vikuna í röð. Katrín Tanja Davíðsdóttir hækkaði sig líka mikið og það gerði Björgvin Karl Guðmundsson einnig. CrossFit samtökin hafa nú tekið á móti öllum úrslitum fyrir þriðja hluta The Open og þó að niðurstöðurnar séu ekki endanlega staðfestar þá breytast þær ekki mikið úr þessu. Þriðji hlutinn reyndi verulega á og það var gaman að sjá íslenska CrossFit fólkið standa sig vel. Nú eru átta manna úrslitin en þar mun reyna enn meira á íslenska fólkið að tryggja sér sæti í undanúrslitunum í sumar. Ellefu bestu íslensku konurnar á CrossFit Open í ár.CrossFit Games Anníe Mist hækkaði sig um tvö sæti í þriðja hlutanum og endar því í átjánda sætinu. Þuríður Erla Helgadóttir kom sér inn á topp fimmtíu með því að hækka sig um sex sæti og komast upp í 46. sætið. Sara Sigmundsdóttir fór upp um 43 sæti milli 22.1 og 22.2 og nú hoppaði hún upp um 26 sæti og inn á topp fimmtíu. Sara endaði í 48. sætinu. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Katrín Tanja hækkaði sig um sjötíu sæti því hún fór úr 208. sætinu upp í sæti númer 138. Fimmta íslenska konan á listanum er síðan Sólveig Sigurðardóttir sem endaði í 171. sæti. Björgvin Karl Guðmundsson fór upp um 45 sæti og endaði í 32. sætinu en hann var í 77. sætinu eftir 22.2. Næsti íslenski karlmaðurinn á eftir Björgvini er Þorri Þorláksson sem er í 679. sæti í heildarkeppninni. Alex Daði Reynisson er í 923. sæti, Bjarni Leifs í 972. sæti og Sigurður Jónsson er í 1111. sæti. Ellefu bestu íslensku karlarnir á CrossFit Open í ár.CrossFit Games Hin átján ára gamla Mallory O'Brien vann The Open hjá konunum en hún endaði tveimur stigum á undan heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey sem er tíu árum eldri. O'Brien var á topp tvö í öllum þremur hlutunum og það dugði ekki Toomey að vinna bæði 22.2 og 22.3. Hin bandaríska Haley Adams varð þriðja, Frakkinn Laurie Clément í fjórða sæti og í því fimmta endaði Brooke Wells sem er að koma til baka eftir erfið olnbogameiðsli. Efsti Norðurlandabúinn varð hin norska Andrea Solberg sem endaði níunda en landa hennar Matilde Garnes varð í ellefta sæti. Bandaríkjamenn voru í fimm efstu sætunum hjá körlunum. Saxon Panchik vann, Matt Poulin varð annar, heimsmeistarinn Justin Medeiros náði þriðja sætinu, Colten Mertens varð fjórði og Phil Toon endaði í fimmta sæti. Efsti Norðurlandabúinn varð Svíinn Victor Ljungdal í sjötta stæinu en Finninn Jonne Koski náði nítjánda sæti.
CrossFit Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira