Sara og BKG tóku stökk í síðasta hluta The Open: Fjögur á topp fimmtíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2022 08:30 Sara Sigmundsdóttir var á uppleið allar vikurnar á The Open. Instagram/@sarasigmunds Ísland endaði með fjóra flotta fulltrúa meðal fimmtíu efstu á The Open í ár en þar er á ferðinni fyrsti hluti undankeppni heimsleikanna í CrossFit. Anníe Mist Þórisdóttir náði bestum árangri af íslenska CrossFit-fólkinu í ár. Sara Sigmundsdóttir er samt á réttri leið og hækkaði sig mikið aðra vikuna í röð. Katrín Tanja Davíðsdóttir hækkaði sig líka mikið og það gerði Björgvin Karl Guðmundsson einnig. CrossFit samtökin hafa nú tekið á móti öllum úrslitum fyrir þriðja hluta The Open og þó að niðurstöðurnar séu ekki endanlega staðfestar þá breytast þær ekki mikið úr þessu. Þriðji hlutinn reyndi verulega á og það var gaman að sjá íslenska CrossFit fólkið standa sig vel. Nú eru átta manna úrslitin en þar mun reyna enn meira á íslenska fólkið að tryggja sér sæti í undanúrslitunum í sumar. Ellefu bestu íslensku konurnar á CrossFit Open í ár.CrossFit Games Anníe Mist hækkaði sig um tvö sæti í þriðja hlutanum og endar því í átjánda sætinu. Þuríður Erla Helgadóttir kom sér inn á topp fimmtíu með því að hækka sig um sex sæti og komast upp í 46. sætið. Sara Sigmundsdóttir fór upp um 43 sæti milli 22.1 og 22.2 og nú hoppaði hún upp um 26 sæti og inn á topp fimmtíu. Sara endaði í 48. sætinu. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Katrín Tanja hækkaði sig um sjötíu sæti því hún fór úr 208. sætinu upp í sæti númer 138. Fimmta íslenska konan á listanum er síðan Sólveig Sigurðardóttir sem endaði í 171. sæti. Björgvin Karl Guðmundsson fór upp um 45 sæti og endaði í 32. sætinu en hann var í 77. sætinu eftir 22.2. Næsti íslenski karlmaðurinn á eftir Björgvini er Þorri Þorláksson sem er í 679. sæti í heildarkeppninni. Alex Daði Reynisson er í 923. sæti, Bjarni Leifs í 972. sæti og Sigurður Jónsson er í 1111. sæti. Ellefu bestu íslensku karlarnir á CrossFit Open í ár.CrossFit Games Hin átján ára gamla Mallory O'Brien vann The Open hjá konunum en hún endaði tveimur stigum á undan heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey sem er tíu árum eldri. O'Brien var á topp tvö í öllum þremur hlutunum og það dugði ekki Toomey að vinna bæði 22.2 og 22.3. Hin bandaríska Haley Adams varð þriðja, Frakkinn Laurie Clément í fjórða sæti og í því fimmta endaði Brooke Wells sem er að koma til baka eftir erfið olnbogameiðsli. Efsti Norðurlandabúinn varð hin norska Andrea Solberg sem endaði níunda en landa hennar Matilde Garnes varð í ellefta sæti. Bandaríkjamenn voru í fimm efstu sætunum hjá körlunum. Saxon Panchik vann, Matt Poulin varð annar, heimsmeistarinn Justin Medeiros náði þriðja sætinu, Colten Mertens varð fjórði og Phil Toon endaði í fimmta sæti. Efsti Norðurlandabúinn varð Svíinn Victor Ljungdal í sjötta stæinu en Finninn Jonne Koski náði nítjánda sæti. CrossFit Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir er samt á réttri leið og hækkaði sig mikið aðra vikuna í röð. Katrín Tanja Davíðsdóttir hækkaði sig líka mikið og það gerði Björgvin Karl Guðmundsson einnig. CrossFit samtökin hafa nú tekið á móti öllum úrslitum fyrir þriðja hluta The Open og þó að niðurstöðurnar séu ekki endanlega staðfestar þá breytast þær ekki mikið úr þessu. Þriðji hlutinn reyndi verulega á og það var gaman að sjá íslenska CrossFit fólkið standa sig vel. Nú eru átta manna úrslitin en þar mun reyna enn meira á íslenska fólkið að tryggja sér sæti í undanúrslitunum í sumar. Ellefu bestu íslensku konurnar á CrossFit Open í ár.CrossFit Games Anníe Mist hækkaði sig um tvö sæti í þriðja hlutanum og endar því í átjánda sætinu. Þuríður Erla Helgadóttir kom sér inn á topp fimmtíu með því að hækka sig um sex sæti og komast upp í 46. sætið. Sara Sigmundsdóttir fór upp um 43 sæti milli 22.1 og 22.2 og nú hoppaði hún upp um 26 sæti og inn á topp fimmtíu. Sara endaði í 48. sætinu. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Katrín Tanja hækkaði sig um sjötíu sæti því hún fór úr 208. sætinu upp í sæti númer 138. Fimmta íslenska konan á listanum er síðan Sólveig Sigurðardóttir sem endaði í 171. sæti. Björgvin Karl Guðmundsson fór upp um 45 sæti og endaði í 32. sætinu en hann var í 77. sætinu eftir 22.2. Næsti íslenski karlmaðurinn á eftir Björgvini er Þorri Þorláksson sem er í 679. sæti í heildarkeppninni. Alex Daði Reynisson er í 923. sæti, Bjarni Leifs í 972. sæti og Sigurður Jónsson er í 1111. sæti. Ellefu bestu íslensku karlarnir á CrossFit Open í ár.CrossFit Games Hin átján ára gamla Mallory O'Brien vann The Open hjá konunum en hún endaði tveimur stigum á undan heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey sem er tíu árum eldri. O'Brien var á topp tvö í öllum þremur hlutunum og það dugði ekki Toomey að vinna bæði 22.2 og 22.3. Hin bandaríska Haley Adams varð þriðja, Frakkinn Laurie Clément í fjórða sæti og í því fimmta endaði Brooke Wells sem er að koma til baka eftir erfið olnbogameiðsli. Efsti Norðurlandabúinn varð hin norska Andrea Solberg sem endaði níunda en landa hennar Matilde Garnes varð í ellefta sæti. Bandaríkjamenn voru í fimm efstu sætunum hjá körlunum. Saxon Panchik vann, Matt Poulin varð annar, heimsmeistarinn Justin Medeiros náði þriðja sætinu, Colten Mertens varð fjórði og Phil Toon endaði í fimmta sæti. Efsti Norðurlandabúinn varð Svíinn Victor Ljungdal í sjötta stæinu en Finninn Jonne Koski náði nítjánda sæti.
CrossFit Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira