Stærsta endurkoman síðan Laudrup kom til baka í landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2022 13:00 Danskir stuðningsmenn munu örugglega fjölmenn á Parken í Kaupmannahöfn 29. mars næstkomandi. Getty/Jonathan Nackstrand Danir fagna endurkomu Christian Eriksen í danska landsliðið og hann gæti spilað á táknrænum stað undir lok mánaðarins. Danski knattspyrnusérfræðingurinn Flemming Toft skrifaði pistil um endurkomu Christian Eriksen í danska landsliðið og að hans mati gæti 29. mars næstkomandi orðið hluti af sögu danska landsliðsins. „Við munum aldrei gleyma 12. júní 2021, daginn sem Christian Eriksen hné niður í grasið og var líflaus í nokkrar mínútur á Parken. Við munum heldur ekki gleyma 29. mars 2022 þegar hann mun líklega snúa aftur á sama stað,“ skrifaði Flemming Toft í pistli sínum á vef TV2. Christian Eriksen has been included in the Denmark squad for the first time since suffering cardiac arrest at Euro 2020. pic.twitter.com/3DvR4yQgBO— GOAL (@goal) March 15, 2022 Eriksen er byrjaður að spila með Brentford í enski úrvalsdeildinni og var valinn í danska landsliðshópinn í gær. Hann lék fyrst með landsliðinu í mars 2010 þegar hann var bara átján ára gamall. „Nú erum við að horfa upp á stærstu endurkomuna í danska landsliðið síðan Michael Laudrup kom til baka árið 1993 eftir að hafa ekki gefið kost á sér í landsliðið í þrjú ár,“ skrifar Toft. Michael Laudrup, þá langstærsta knattspyrnustjarna Dana og ein sú stærsta í Evrópu, enda leikmaður Juventus og Real Madrid á þessum árum. Hann var ósáttur með danska landsliðsþjálfarann Richard Möller Nielsen og var því ekki í danska landsliðinu sem kom öllum á óvart og varð Evrópumeistari sumarið 1992. Laudrup kom hins vegar aftur 1993 og átti eftir að spila með danska landsliðinu til ársins 1998. Christian Eriksen is in Denmark's squad for the first time since suffering a cardiac arrest at Euro 2020.Fantastic to see him back pic.twitter.com/9xaku5rHLg— ESPN FC (@ESPNFC) March 15, 2022 Það vilja allir sjá Eriksen aftur í dönsku landsliðstreyjunni og ekki síst hann sjálfur. Hann hefur sett stefnuna á því að spila með Dönum á HM í Katar í nóvember og fyrsta skrefið í þá átt er að spila þessa vináttulandsleiki í lok mars. „Landsliðsþjálfarinn Kasper Hjulmand hefur verið í góðu sambandi við Christian Eriksen. Þeir hafa ekkert verið að flýta sér og ættu báðir að vera tilbúnir fyrir þessa endurkomu,“ skrifar Toft. Danska landsliðið fer fyrst í æfingabúðir á Spáni og þær ætti að gefast tími til þjappa hópnum aftur saman. Svo er útileikur á móti Hollendingum áður en kemur að leiknum á móti Serbum á Parken. Það er leikurinn sem allir vilja sjá Eriksen spila og komast yfir minninguna frá því í Finnlandsleiknum í júní í fyrra. „Hann er nógu góður. Meira en nógu góður. Til halda halda (Fótbolta) lífi sínu áfram,“ skrifaði Flemming Toft að lokum en það má finna allan pistil hans hér. HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Danski knattspyrnusérfræðingurinn Flemming Toft skrifaði pistil um endurkomu Christian Eriksen í danska landsliðið og að hans mati gæti 29. mars næstkomandi orðið hluti af sögu danska landsliðsins. „Við munum aldrei gleyma 12. júní 2021, daginn sem Christian Eriksen hné niður í grasið og var líflaus í nokkrar mínútur á Parken. Við munum heldur ekki gleyma 29. mars 2022 þegar hann mun líklega snúa aftur á sama stað,“ skrifaði Flemming Toft í pistli sínum á vef TV2. Christian Eriksen has been included in the Denmark squad for the first time since suffering cardiac arrest at Euro 2020. pic.twitter.com/3DvR4yQgBO— GOAL (@goal) March 15, 2022 Eriksen er byrjaður að spila með Brentford í enski úrvalsdeildinni og var valinn í danska landsliðshópinn í gær. Hann lék fyrst með landsliðinu í mars 2010 þegar hann var bara átján ára gamall. „Nú erum við að horfa upp á stærstu endurkomuna í danska landsliðið síðan Michael Laudrup kom til baka árið 1993 eftir að hafa ekki gefið kost á sér í landsliðið í þrjú ár,“ skrifar Toft. Michael Laudrup, þá langstærsta knattspyrnustjarna Dana og ein sú stærsta í Evrópu, enda leikmaður Juventus og Real Madrid á þessum árum. Hann var ósáttur með danska landsliðsþjálfarann Richard Möller Nielsen og var því ekki í danska landsliðinu sem kom öllum á óvart og varð Evrópumeistari sumarið 1992. Laudrup kom hins vegar aftur 1993 og átti eftir að spila með danska landsliðinu til ársins 1998. Christian Eriksen is in Denmark's squad for the first time since suffering a cardiac arrest at Euro 2020.Fantastic to see him back pic.twitter.com/9xaku5rHLg— ESPN FC (@ESPNFC) March 15, 2022 Það vilja allir sjá Eriksen aftur í dönsku landsliðstreyjunni og ekki síst hann sjálfur. Hann hefur sett stefnuna á því að spila með Dönum á HM í Katar í nóvember og fyrsta skrefið í þá átt er að spila þessa vináttulandsleiki í lok mars. „Landsliðsþjálfarinn Kasper Hjulmand hefur verið í góðu sambandi við Christian Eriksen. Þeir hafa ekkert verið að flýta sér og ættu báðir að vera tilbúnir fyrir þessa endurkomu,“ skrifar Toft. Danska landsliðið fer fyrst í æfingabúðir á Spáni og þær ætti að gefast tími til þjappa hópnum aftur saman. Svo er útileikur á móti Hollendingum áður en kemur að leiknum á móti Serbum á Parken. Það er leikurinn sem allir vilja sjá Eriksen spila og komast yfir minninguna frá því í Finnlandsleiknum í júní í fyrra. „Hann er nógu góður. Meira en nógu góður. Til halda halda (Fótbolta) lífi sínu áfram,“ skrifaði Flemming Toft að lokum en það má finna allan pistil hans hér.
HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira