Frá þessu segir á Facebook-síðu verslunarinnar. Þar kemur fram að versluninni verði lokað frá og með 31. mars næstkomandi og verði nær allar vörur seldar með helmingsafslætti fram að lokun.
Haraldur Júlíusson stofnaði verslunina árið 1919 en hún stendur við Aðalgötu 22 á Sauðárkróki.
Bjarni Har, sonur Haraldar, stofnaði á sínum tíma eigið fyrirtæki, Vöruflutninga Bjarna Haraldssonar, og starfaði auk þess með föður sínum og verslun hans.

Bjarni tók svo við öllum rekstri verslunarinnar árið 1970 og stóð vaktina í versluninni fram á síðasta vetur þegar hann fór á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki.
Bjarni lést 17. janúar síðastliðinn, 91 árs að aldri.