Stefnir í kuldalega veiðiopnun Karl Lúðvíksson skrifar 17. mars 2022 11:02 Veiðitímabilið hefst 1. apríl en það er varla hægt að tala um að þá hefjist veiðisumar enda fátt sem minnir á sumar þessa dagana. Veiðin hefst sem fyrr 1. apríl og er svo til öll ásóknin í sjóbirtingsveiði en nokkur vötn opna engu að síður sama dag. Þau eru að vísu mörg hver ennþá ísi lögð svo það verður líklega fátt um fína drætti þar. Þeir veiðimenn sem síðan stefna á sjóbirtingsveiðar í byrjun apríl þurfa líklega að vera við því búnir að vaða skafla eða jafnvel að koma að ám og veiðistöðum óveiðanlegum vegna íss og snjóskafla. Það er langt síðan það hefur snjóað jafn mikið á landinu en undantekningar þó milli landshluta en núna er staðan bara þannig að það virðist alls staðar vera fannfergi. Þetta gerir það að verkum að staðan gæti orðið sú að það verður lítið hægt að veiða fyrstu dagana eða í það minnsta þangað til hægt verður að kasta flugu í flesta veiðistaðina. Það sem aftur á móti er jákvætt í þessu er að veiðitíminn gæti lengst því sjóbirtingurinn dvelur oftar en ekki lengur í ánum þegar vorið er kalt og snjóþungt. Bara svo maður reyni að finna eitthvað jákvætt í þessum vetri sem er að setja allt í kaf. Stangveiði Mest lesið Jöfn veiði í Norðurá og Blöndu Veiði Laus veiðileyfi á næstunni Veiði 20-30% verðlækkun í Breiðdalsá Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Lækka verð í sumarbyrjun í Blöndu Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Slök laxveiði fyrir vestan Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði
Veiðin hefst sem fyrr 1. apríl og er svo til öll ásóknin í sjóbirtingsveiði en nokkur vötn opna engu að síður sama dag. Þau eru að vísu mörg hver ennþá ísi lögð svo það verður líklega fátt um fína drætti þar. Þeir veiðimenn sem síðan stefna á sjóbirtingsveiðar í byrjun apríl þurfa líklega að vera við því búnir að vaða skafla eða jafnvel að koma að ám og veiðistöðum óveiðanlegum vegna íss og snjóskafla. Það er langt síðan það hefur snjóað jafn mikið á landinu en undantekningar þó milli landshluta en núna er staðan bara þannig að það virðist alls staðar vera fannfergi. Þetta gerir það að verkum að staðan gæti orðið sú að það verður lítið hægt að veiða fyrstu dagana eða í það minnsta þangað til hægt verður að kasta flugu í flesta veiðistaðina. Það sem aftur á móti er jákvætt í þessu er að veiðitíminn gæti lengst því sjóbirtingurinn dvelur oftar en ekki lengur í ánum þegar vorið er kalt og snjóþungt. Bara svo maður reyni að finna eitthvað jákvætt í þessum vetri sem er að setja allt í kaf.
Stangveiði Mest lesið Jöfn veiði í Norðurá og Blöndu Veiði Laus veiðileyfi á næstunni Veiði 20-30% verðlækkun í Breiðdalsá Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Lækka verð í sumarbyrjun í Blöndu Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Slök laxveiði fyrir vestan Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði