Börn á sakaskrá Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 17. mars 2022 11:30 Aukning í ofbeldisbrotum Ofbeldi hefur mikið verið í umræðunni og hefur verið rætt um börn og ungmenni sem að beita ofbeldi. Sumir hugsa kannski, þetta hefur alltaf verið svona það er engin breyting á ofbeldishegðun barna og ungmenna á Íslandi. Staðreyndin er þó sú að það er breyting. 170 börn grunuð um alvarlegt ofbeldi Árið 2012 voru 71 barn grunað um alvarlegt ofbeldisbrot en á síðasta ári um 170 börn. Það er 140% aukning barna sem að eru grunuð eru um alvarleg ofbeldisbrot. Brotunum hefur einnig fjölgað til muna frá 78 brotum til 219 á níu árum. Það er 180% fjölgun ofbeldisbrota hjá börnum. Ofbeldisbrotum í samfélaginu hafa aukist um 63% á síðustu níu árum. Ofbeldi er að aukast á Íslandi. Er verið að einblína á að aðstoða þessi börn eða refsa þeim? 90 börn á sakaskrá Árið 2021 voru 90 börn 17 ára og yngri á sakaskrá lögreglu. Sakaskrá, hvað þýðir það fyrir barn að vera á sakaskrá? Hverju er verið að reyna að ná fram með því að setja börn á sakaskrá. Hvað gerist? Hætta þessi börn að brjóta lög? Nei ekki ef að skoðað er hversu margir eru grunaðir um ofbeldisbrot síðasta ár miðað við brotin sem eru mun fleiri. Skömm og vonleysi Börnum á sakaskrá líður oft eins og þau hafi brugðist fjölskyldum sínum og geti ekki sótt til dæmis um atvinnu yfir sumarið eða með skóla. Þeim líður líka oft eins og þau hafi ekki sömu tækifæri og önnur börn vegna þess að þau eru komin á sakaskrá. Hvaða skilaboð erum við sem samfélag að senda þessum börnum? Að börnin sé nú komin formlega á skrá sem hvað þá, sem glæpamenn? Þegar að börn hugsa til framtíðar þá eru þau oftast ekki að hugsa hvað verður eftir fimm ár. Þau hugsa morgundagurinn, næsti mánuður eða mögulega næsta sumar. Börn geta upplifað líf sitt búið og það skipti ekki máli hvað þau gera í framhaldinu því að þau séu búin að eyðileggja líf sitt með því að vera komin á sakaskrá. Hver er tilgangurinn með því að setja börn á sakaskrá? Hvers konar betrun og aðstoð felst í því? Hættum að refsa og byrjum að leiðbeina og aðstoða, notum aðferðir sem virka. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Réttindi barna Börn og uppeldi Píratar Alþingi Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Aukning í ofbeldisbrotum Ofbeldi hefur mikið verið í umræðunni og hefur verið rætt um börn og ungmenni sem að beita ofbeldi. Sumir hugsa kannski, þetta hefur alltaf verið svona það er engin breyting á ofbeldishegðun barna og ungmenna á Íslandi. Staðreyndin er þó sú að það er breyting. 170 börn grunuð um alvarlegt ofbeldi Árið 2012 voru 71 barn grunað um alvarlegt ofbeldisbrot en á síðasta ári um 170 börn. Það er 140% aukning barna sem að eru grunuð eru um alvarleg ofbeldisbrot. Brotunum hefur einnig fjölgað til muna frá 78 brotum til 219 á níu árum. Það er 180% fjölgun ofbeldisbrota hjá börnum. Ofbeldisbrotum í samfélaginu hafa aukist um 63% á síðustu níu árum. Ofbeldi er að aukast á Íslandi. Er verið að einblína á að aðstoða þessi börn eða refsa þeim? 90 börn á sakaskrá Árið 2021 voru 90 börn 17 ára og yngri á sakaskrá lögreglu. Sakaskrá, hvað þýðir það fyrir barn að vera á sakaskrá? Hverju er verið að reyna að ná fram með því að setja börn á sakaskrá. Hvað gerist? Hætta þessi börn að brjóta lög? Nei ekki ef að skoðað er hversu margir eru grunaðir um ofbeldisbrot síðasta ár miðað við brotin sem eru mun fleiri. Skömm og vonleysi Börnum á sakaskrá líður oft eins og þau hafi brugðist fjölskyldum sínum og geti ekki sótt til dæmis um atvinnu yfir sumarið eða með skóla. Þeim líður líka oft eins og þau hafi ekki sömu tækifæri og önnur börn vegna þess að þau eru komin á sakaskrá. Hvaða skilaboð erum við sem samfélag að senda þessum börnum? Að börnin sé nú komin formlega á skrá sem hvað þá, sem glæpamenn? Þegar að börn hugsa til framtíðar þá eru þau oftast ekki að hugsa hvað verður eftir fimm ár. Þau hugsa morgundagurinn, næsti mánuður eða mögulega næsta sumar. Börn geta upplifað líf sitt búið og það skipti ekki máli hvað þau gera í framhaldinu því að þau séu búin að eyðileggja líf sitt með því að vera komin á sakaskrá. Hver er tilgangurinn með því að setja börn á sakaskrá? Hvers konar betrun og aðstoð felst í því? Hættum að refsa og byrjum að leiðbeina og aðstoða, notum aðferðir sem virka. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun