Fann vel fyrir skjálftanum og segir hann hafa rifjað upp slæmar minningar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. mars 2022 11:52 Thelma Rún Heimisdóttir var í Tókýó þegar skjálftinn varð skammt frá Fukushima í gær. Fjórir létust og rúmlega hundrað særðust þegar skjálfti af stærðinni 7,4 reið yfir norðausturhluta Japans í gær en skjálftinn fannst víða í Japan. Íslendingur sem hefur verið búsettur í Japan í nokkur ár fann fyrir skjálftanum í Tókýó og segir hann hafa minnt marga á skjálftann stóra árið 2011, enda aðeins vika síðan ellefu ár voru liðin frá skjálftanum. Thelma Rún Heimisdóttir, sem heldur úti YouTube síðunni Thelma in Tokyo, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hún segir að skjálftinn hafi líklega verið í kringum fjórir að stærð í Tókýó. Hún var í símanum við móður sína og var að æfa sig á gítar þegar skjálftinn byrjaði en segir að skjálftinn hafi verið töluvert minni til að byrja með. „Ég lagði gítarinn frá mér og var bara tilbúin fyrir stóra jarðskjálftann. Ég er á þriðju hæð í íbúðinni minni og það byrjaði að hristast frekar hægt fyrst og svo var það stærra og stærra og svo bara hætti það ekki, þannig ég hljóp út úr herberginu og stóð nálægt útidyrahurðinni til að vera tilbúin,“ segir Thelma. „Á meðan var mamma bara að kalla í símanum; Thelma hvað er í gangi?“ Skjálftinn varði í nokkrar mínútur en Thelma segist hafa liðið eins og hann hafi staðið yfir í tíu mínútur. „Skjálftinn hélt bara stöðugt áfram og smám saman dó það niður. Eftir á þá var ég svolítið ringluð, líkaminn minn byrjaði að færast svona fram og til baka og þá hélt ég að það væri annar skjálfti að koma, en það var þá bara ég,“ segir Thelma. Hún lýsir því að aðrir á svæðinu hafi ekki kippt sér mikið upp við skjálftann þar sem hún sá engan hlaupa út. „Ég hugsaði bara hvar eru allir, fattar engin að þetta var jarðskjálfti?“ Minnir á skjálftann fyrir ellefu árum Meðal þeirra sem létust voru karlmaður á sjötugsaldri sem féll af annarri hæð á heimili sínu og karlmaður á áttræðisaldri sem fékk hjartaáfall, að því er kemur fram í frétt AP. Skjálftinn var á svipuðu svæði og mannskæði skjálftinn sem var 9,0 að stærð árið 2011 Thelma segir skjálftann hafa minnt á þann sem varð árið 2011. Sjálf var hún ekki úti þá en hún minnist þess að hafa horft á afleiðingar skjálftans í sjónvarpinu. Sá skjálfti varð þann 11. mars og voru því ellefu ár liðin frá skjálftanum í síðustu viku. „Fyrir sex dögum þá voru allir að minnast þeirra sem dóu og síðan viku seinna kemur stór jarðskjálfti þannig allir eru svona eftir sig,“ segir Thelma. Miklar líkur á eftirskjálftum næstu vikuna Upprunalega var útgefin stærð skjálftans 7,3 en veðurstofnun Japans hefur nú gefið það út að skjálftinn hafi verið 7,4 að stærð og átti hann upptök sín í 56 kílómetra dýpi. Skemmdir voru tilkynntar víða og fór til að mynda lest af sporinu við Fukushima borg. Rafmagnsleysi varð víða, meðal annars í Tókýó, þar sem 2,2 milljónir manna voru án rafmagns á tímabili. Flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út í kjölfar skjálftans við Fukushima og Miagy en þeim var aflétt snemma í morgun. Flóðbylgjur komu að landi við Ishinomaki og voru þær allt að 30 sentímetrar að hæð. Yfirvöld hafa varað við því að miklar líkur séu á eftirskjálftum næstu vikuna. Í Fukushima Daiichi kjarnorkuverinu, sem varð fyrir töluverðum skemmdum í skjálftanum árið 2011, fór brunakerfi í gang en við nánari skoðun kom í ljós að enginn eldur væri á svæðinu. Einhverjar raskanir urðu í verinu en það virðist nú starfa eðlilega. Mestu skemmdirnar urðu við Fukushima í gær en nokkrar myndir af svæðinu eftir skjálftann má finna hér fyrir neðan. AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News Japan Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Thelma Rún Heimisdóttir, sem heldur úti YouTube síðunni Thelma in Tokyo, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hún segir að skjálftinn hafi líklega verið í kringum fjórir að stærð í Tókýó. Hún var í símanum við móður sína og var að æfa sig á gítar þegar skjálftinn byrjaði en segir að skjálftinn hafi verið töluvert minni til að byrja með. „Ég lagði gítarinn frá mér og var bara tilbúin fyrir stóra jarðskjálftann. Ég er á þriðju hæð í íbúðinni minni og það byrjaði að hristast frekar hægt fyrst og svo var það stærra og stærra og svo bara hætti það ekki, þannig ég hljóp út úr herberginu og stóð nálægt útidyrahurðinni til að vera tilbúin,“ segir Thelma. „Á meðan var mamma bara að kalla í símanum; Thelma hvað er í gangi?“ Skjálftinn varði í nokkrar mínútur en Thelma segist hafa liðið eins og hann hafi staðið yfir í tíu mínútur. „Skjálftinn hélt bara stöðugt áfram og smám saman dó það niður. Eftir á þá var ég svolítið ringluð, líkaminn minn byrjaði að færast svona fram og til baka og þá hélt ég að það væri annar skjálfti að koma, en það var þá bara ég,“ segir Thelma. Hún lýsir því að aðrir á svæðinu hafi ekki kippt sér mikið upp við skjálftann þar sem hún sá engan hlaupa út. „Ég hugsaði bara hvar eru allir, fattar engin að þetta var jarðskjálfti?“ Minnir á skjálftann fyrir ellefu árum Meðal þeirra sem létust voru karlmaður á sjötugsaldri sem féll af annarri hæð á heimili sínu og karlmaður á áttræðisaldri sem fékk hjartaáfall, að því er kemur fram í frétt AP. Skjálftinn var á svipuðu svæði og mannskæði skjálftinn sem var 9,0 að stærð árið 2011 Thelma segir skjálftann hafa minnt á þann sem varð árið 2011. Sjálf var hún ekki úti þá en hún minnist þess að hafa horft á afleiðingar skjálftans í sjónvarpinu. Sá skjálfti varð þann 11. mars og voru því ellefu ár liðin frá skjálftanum í síðustu viku. „Fyrir sex dögum þá voru allir að minnast þeirra sem dóu og síðan viku seinna kemur stór jarðskjálfti þannig allir eru svona eftir sig,“ segir Thelma. Miklar líkur á eftirskjálftum næstu vikuna Upprunalega var útgefin stærð skjálftans 7,3 en veðurstofnun Japans hefur nú gefið það út að skjálftinn hafi verið 7,4 að stærð og átti hann upptök sín í 56 kílómetra dýpi. Skemmdir voru tilkynntar víða og fór til að mynda lest af sporinu við Fukushima borg. Rafmagnsleysi varð víða, meðal annars í Tókýó, þar sem 2,2 milljónir manna voru án rafmagns á tímabili. Flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út í kjölfar skjálftans við Fukushima og Miagy en þeim var aflétt snemma í morgun. Flóðbylgjur komu að landi við Ishinomaki og voru þær allt að 30 sentímetrar að hæð. Yfirvöld hafa varað við því að miklar líkur séu á eftirskjálftum næstu vikuna. Í Fukushima Daiichi kjarnorkuverinu, sem varð fyrir töluverðum skemmdum í skjálftanum árið 2011, fór brunakerfi í gang en við nánari skoðun kom í ljós að enginn eldur væri á svæðinu. Einhverjar raskanir urðu í verinu en það virðist nú starfa eðlilega. Mestu skemmdirnar urðu við Fukushima í gær en nokkrar myndir af svæðinu eftir skjálftann má finna hér fyrir neðan. AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News
Japan Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira