„Rosalega gaman að fá tvær svona góðar fréttir með stuttu millibili“ Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2022 09:00 Darri Aronsson í upphitun fyrir landsleik Íslands gegn Svartfjallalandi á Evrópumótinu í janúar. Getty/Uros Hocevar Í stað þess að selja frosna þorskhnakka á Íslandi til að safna fé fyrir félagið sitt getur Darri Aronsson gætt sér á hvítvínslegnum sniglum við bakka Signu í borg ástarinnar, París, sem atvinnumaður í handbolta frá og með næstu leiktíð. Hann er afar spenntur fyrir því að spila í einni albestu deild heims en staðráðinn í að kveðja Hauka með titli og helst titlum. Darri, sem er 22 ára gamall og sonur fyrrverandi landsliðsfólksins Huldu Bjarnadóttur og Arons Kristjánssonar, átti hreint æðislegan janúarmánuð. Hann var óvænt kallaður inn á sitt fyrsta stórmót, EM í Ungverjalandi, og var þá nýbúinn að ákveða að semja við franska félagið Ivry og hefja þannig sinn atvinnumannsferil í sumar. Tilkynnt var um samninginn við Ivry í vikunni. „Auðvitað var mjög sætt að fá kallið um að koma út í landsliðið, og draumur rættist með símtalinu um að Ivry vildi fá mig. Það er símtal sem ég var búinn að bíða lengi eftir og leggja hart að mér fyrir,“ segir Darri en hlutirnir gerðust hratt hjá honum í byrjun árs: „Samningar voru í raun í höfn áður en ég fór út á EM með landsliðinu. EM var því bara bónus og það var rosalega gaman að fá tvær svona góðar fréttir með stuttu millibili.“ Darri átti tvö ár eftir af samningi sínum við Hauka en Ivry, sem staðsett er í París í Frakklandi, keypti hann til sín og gerði við hann samning sem gildir til næstu þriggja ára. „Hafa hjálpað mér mikið í gengum tíðina“ Darri, sem spilar undir stjórn pabba síns hjá Haukum, hefur fengið góðan stuðning frá foreldrum sínum í handboltanum. „Þau hafa hjálpað mér mikið í gegnum tíðina. Ég er auðvitað með umboðsmann sem vinnur í mínum málum en varðandi lífið allt í kringum þetta, og flutningana út, þá er virkilega gott að hafa þau á bakvið sig. Þau hafa mikla reynslu,“ segir Darri sem mun leika með Ivry í efstu deild Frakklands þar sem að liðið er á leið upp úr næstefstu deildinni af miklu öryggi: „Þetta er virkilega sterkt lið og það er mikill heiður að fá að byrja atvinnumannsferilinn í frönsku úrvalsdeildinni. Það er bara þýska bundesligan sem er stærri en það, og sú danska er kannski jöfn henni. Það verður frábært að fá að reyna sig þarna, gegn þeim allra bestu eins og til dæmis Karabatic sem maður hefur horft á og litið upp til síðan maður var polli. Þetta verður mikið ævintýri.“ Þarf helst að fara á frönskunámskeið sem fyrst Darra bíða vissulega áskoranir á nýjum slóðum, ekki bara glíma við Nikola Karabatic og fleiri kanónur heldur einnig við að læra nýtt tungumál: „Ég kann ekki neitt, ekki einu sinni framhaldsskólafrönsku. Ég þarf bara að vera grimmur að læra og helst að fara á frönskunámskeið áður en ég fer út,“ segir Darri léttur, spenntur fyrir því að flytja til Parísar þó að hann blási á tal blaðamanns um að hann muni nú ekki sakna harksins í íslenska handboltanum, með tilheyrandi fjáröflunum á borð við fyrrnefnda þorskhnakkasölu. „Maður býr á Íslandi og spilar í íslensku deildinni, og hér eru engin atvinnumannalið. Það verða því allir að leggjast á árarnar og leggja sitt af mörkum, og það geri ég auðvitað með bros á vör.“ Með blóð á tönnunum í úrslitakeppnina Darri er sömuleiðis staðráðinn í að kveðja Hauka með bros á vör, eftir úrslitakeppnina í Olís-deildinni í vor: „Haukarnir fara á eftir öllum titlum á hverju einasta ári. Núna erum við í dauðafæri á að klára deildina, efstir þegar fimm leikir eru eftir, og svo eru allir með blóð á tönnunum og mjög graðir í að ná í Íslandsmeistaratitilinn, sérstaklega eftir að við töpuðum honum í fyrra. Það er líka ekkert skemmtilegra en að spila í úrslitakeppninni og ég hlakka mikið til að klára tímabilið vonandi með stæl.“ Olís-deild karla Haukar Franski handboltinn EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Sjá meira
Darri, sem er 22 ára gamall og sonur fyrrverandi landsliðsfólksins Huldu Bjarnadóttur og Arons Kristjánssonar, átti hreint æðislegan janúarmánuð. Hann var óvænt kallaður inn á sitt fyrsta stórmót, EM í Ungverjalandi, og var þá nýbúinn að ákveða að semja við franska félagið Ivry og hefja þannig sinn atvinnumannsferil í sumar. Tilkynnt var um samninginn við Ivry í vikunni. „Auðvitað var mjög sætt að fá kallið um að koma út í landsliðið, og draumur rættist með símtalinu um að Ivry vildi fá mig. Það er símtal sem ég var búinn að bíða lengi eftir og leggja hart að mér fyrir,“ segir Darri en hlutirnir gerðust hratt hjá honum í byrjun árs: „Samningar voru í raun í höfn áður en ég fór út á EM með landsliðinu. EM var því bara bónus og það var rosalega gaman að fá tvær svona góðar fréttir með stuttu millibili.“ Darri átti tvö ár eftir af samningi sínum við Hauka en Ivry, sem staðsett er í París í Frakklandi, keypti hann til sín og gerði við hann samning sem gildir til næstu þriggja ára. „Hafa hjálpað mér mikið í gengum tíðina“ Darri, sem spilar undir stjórn pabba síns hjá Haukum, hefur fengið góðan stuðning frá foreldrum sínum í handboltanum. „Þau hafa hjálpað mér mikið í gegnum tíðina. Ég er auðvitað með umboðsmann sem vinnur í mínum málum en varðandi lífið allt í kringum þetta, og flutningana út, þá er virkilega gott að hafa þau á bakvið sig. Þau hafa mikla reynslu,“ segir Darri sem mun leika með Ivry í efstu deild Frakklands þar sem að liðið er á leið upp úr næstefstu deildinni af miklu öryggi: „Þetta er virkilega sterkt lið og það er mikill heiður að fá að byrja atvinnumannsferilinn í frönsku úrvalsdeildinni. Það er bara þýska bundesligan sem er stærri en það, og sú danska er kannski jöfn henni. Það verður frábært að fá að reyna sig þarna, gegn þeim allra bestu eins og til dæmis Karabatic sem maður hefur horft á og litið upp til síðan maður var polli. Þetta verður mikið ævintýri.“ Þarf helst að fara á frönskunámskeið sem fyrst Darra bíða vissulega áskoranir á nýjum slóðum, ekki bara glíma við Nikola Karabatic og fleiri kanónur heldur einnig við að læra nýtt tungumál: „Ég kann ekki neitt, ekki einu sinni framhaldsskólafrönsku. Ég þarf bara að vera grimmur að læra og helst að fara á frönskunámskeið áður en ég fer út,“ segir Darri léttur, spenntur fyrir því að flytja til Parísar þó að hann blási á tal blaðamanns um að hann muni nú ekki sakna harksins í íslenska handboltanum, með tilheyrandi fjáröflunum á borð við fyrrnefnda þorskhnakkasölu. „Maður býr á Íslandi og spilar í íslensku deildinni, og hér eru engin atvinnumannalið. Það verða því allir að leggjast á árarnar og leggja sitt af mörkum, og það geri ég auðvitað með bros á vör.“ Með blóð á tönnunum í úrslitakeppnina Darri er sömuleiðis staðráðinn í að kveðja Hauka með bros á vör, eftir úrslitakeppnina í Olís-deildinni í vor: „Haukarnir fara á eftir öllum titlum á hverju einasta ári. Núna erum við í dauðafæri á að klára deildina, efstir þegar fimm leikir eru eftir, og svo eru allir með blóð á tönnunum og mjög graðir í að ná í Íslandsmeistaratitilinn, sérstaklega eftir að við töpuðum honum í fyrra. Það er líka ekkert skemmtilegra en að spila í úrslitakeppninni og ég hlakka mikið til að klára tímabilið vonandi með stæl.“
Olís-deild karla Haukar Franski handboltinn EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Sjá meira