„Eruð þið að pína barnið til að segja þetta?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2022 14:38 Malín Brand yfirgaf söfnuðinn árið 2004. Malín Brand, fyrrverandi Vottur Jehóva, segist hafa sagt skilið við allt nema geðheisluna þegar hún yfirgaf söfnuðinn árið 2004. Malín er á meðal fyrrverandi Votta sem stigið hafa fram undanfarna daga í kjölfar umfjöllunar fréttastofu um trúmál og lýst því trúarofbeldi. Malín boðar á Facebook-síðu sinni umfjöllun um árin hjá Vottunum. Hún hefur snert á dvöl sinni þar áður í viðtölum en segir frásögn sína nú vera hennar innlegg í umræðuna um trúarofbeldi. Hvort réttlætanlegt sé að „mannskemmandi sértrúarsöfnuðir“ njóti fjárhagslegs stuðnings hins opinbera. „Árið 2004 sagði ég skilið við söfnuðinn, eiginmanninn, mömmu, allt fólkið sem ég þekkti og já, eiginlega allt nema geðheilsuna. Henni hélt ég,“ segir Malín. Hún lýsir því að hún hafi alist upp í ríkisstyrktri heilaþvottastöð. Rætt var við Malín í Ísland í dag árið 2019 um reynslu hennar af Vottunum og fleiri mál. Vísar Malín þar til þess að skráð trúfélög fá greidd sóknargjöld frá ríkinu. Eftirlit með greiðslunum er lítið sem ekkert eins og fram kom í máli Halldórs Þormars Halldórssonar, fulltrúa sýslumannsins á Norðurlandi eystra, í dómsal á dögunum þar sem mál annars trúfélags var til umfjöllun. Trúfélagið Zuism sem hefur fengið tugi milljóna greiðslna án þess að nokkuð liggi fyrir um virkni og starfsemi félagsins. Nokkrir Íslendingar stigu fram í viðtali við fréttastofu um síðustu helgi. Þau lýstu útskúfun og útilokun innan vottanna, þeirri aðferð sem fólk er beitt ákveði það að yfirgefa söfnuðinn. Norðmenn úrskurðuðu nú í janúar að Vottarnir þar í landi skyldu sviptir ríkisstyrkjum vegna útskúfunar sóknarbarna sinna og að stjórnendur Votta Jehóva hafi brotið lög um trúfélög. Það var fréttaskýringaþátturinn Brennpunkt sem varpaði ljósi á afleiðingar útskúfunar Vottanna í Noregi. Malín rifjar upp þegar hún sem lítið barn gekk á milli húsa til að boða trúna, í fylgd annarra fullorðinna safnaðarmeðlima. Þar var hún vopnuð málgögnum Vottanna, blöðunum Varðturninum og Vaknið!. Hún hafi verið fimm ára gömul. „Ég man eftir því þegar ég opnaði á mér munninn og sagði: „Vissir þú að guð hefur lofað öllum mönnum að lifa í heimi þar sem allir eru vinir og engin stríð eru?“ Stundum náði ég ekki að klára þessa romsu áður en húsráðendur sögðu: „Jesús minn! Eruð þið að pína barnið til að segja þetta? Sjáið þið ekki að blessuð stúlkan er blá á vörunum af kulda og hríðskelfur!““ Sumir hafi hótað að hringja í Barnaverndarnefnd en aðrir gefið henni pening. Flestir hafi afþakkað blöðin. „Enginn hringdi í Barnaverndarnefnd. Því miður. Enginn gerði neitt. Og enn styrkir ríkið Votta Jehóva á Íslandi,“ segir Malín. Hún boðar frekari frásögn, meðal annars af líkamlegu ofbeldi innan safnaðarins sem og andlegu ofbeldi. Að neðan má sjá umfjöllun Kompáss á dögunum um trúarofbeldi. Trúmál Réttindi barna Barnavernd Tengdar fréttir Mikið inngrip að svipta trúfélag sóknargjöldum Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis segir útskúfunarmál í söfnuði Votta Jehóva, sem gerð voru skil í Kompás í gær, vekja þingheim til umhugsunar. 15. mars 2022 13:30 Útskúfað úr ríki Guðs og standa ein eftir Ung kona sem var rekin úr söfnuði Votta Jehóva, hefur ekki fengið að hitta fjölskylduna sína í átta ár. Fyrrverandi meðlimir Vottanna lýsa gífurlegu andlegu ofbeldi eftir útskúfun, harðræði gegn börnum í söfnuðinum og hvernig það skorti fagleg úrræði og aðstoð eftir að hafa hætt í sértrúarsöfnuði. Þær kalla eftir því að ofbeldið, sem hefur verið látið viðgangast áratugum saman, hætti og að ríkið stígi inn í. 14. mars 2022 07:00 Engin úrræði fyrir þolendur ofbeldis og útskúfunar í ríkisstyrktum trúfélögum Engin fagleg úrræði eru til staðar fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum á Íslandi og segja margir fyrrverandi meðlimir að mikil þörf sé á slíku. Þingmaður segir skorta eftirlit með starfsemi trúarhreyfinga og að sóknargjöld séu barn síns tíma. Fyrrverandi meðlimir Votta Jehóva lýsa andlegu ofbeldi eftir útskúfun og harðræði gegn börnum í söfnuðinum. 13. mars 2022 19:31 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Malín boðar á Facebook-síðu sinni umfjöllun um árin hjá Vottunum. Hún hefur snert á dvöl sinni þar áður í viðtölum en segir frásögn sína nú vera hennar innlegg í umræðuna um trúarofbeldi. Hvort réttlætanlegt sé að „mannskemmandi sértrúarsöfnuðir“ njóti fjárhagslegs stuðnings hins opinbera. „Árið 2004 sagði ég skilið við söfnuðinn, eiginmanninn, mömmu, allt fólkið sem ég þekkti og já, eiginlega allt nema geðheilsuna. Henni hélt ég,“ segir Malín. Hún lýsir því að hún hafi alist upp í ríkisstyrktri heilaþvottastöð. Rætt var við Malín í Ísland í dag árið 2019 um reynslu hennar af Vottunum og fleiri mál. Vísar Malín þar til þess að skráð trúfélög fá greidd sóknargjöld frá ríkinu. Eftirlit með greiðslunum er lítið sem ekkert eins og fram kom í máli Halldórs Þormars Halldórssonar, fulltrúa sýslumannsins á Norðurlandi eystra, í dómsal á dögunum þar sem mál annars trúfélags var til umfjöllun. Trúfélagið Zuism sem hefur fengið tugi milljóna greiðslna án þess að nokkuð liggi fyrir um virkni og starfsemi félagsins. Nokkrir Íslendingar stigu fram í viðtali við fréttastofu um síðustu helgi. Þau lýstu útskúfun og útilokun innan vottanna, þeirri aðferð sem fólk er beitt ákveði það að yfirgefa söfnuðinn. Norðmenn úrskurðuðu nú í janúar að Vottarnir þar í landi skyldu sviptir ríkisstyrkjum vegna útskúfunar sóknarbarna sinna og að stjórnendur Votta Jehóva hafi brotið lög um trúfélög. Það var fréttaskýringaþátturinn Brennpunkt sem varpaði ljósi á afleiðingar útskúfunar Vottanna í Noregi. Malín rifjar upp þegar hún sem lítið barn gekk á milli húsa til að boða trúna, í fylgd annarra fullorðinna safnaðarmeðlima. Þar var hún vopnuð málgögnum Vottanna, blöðunum Varðturninum og Vaknið!. Hún hafi verið fimm ára gömul. „Ég man eftir því þegar ég opnaði á mér munninn og sagði: „Vissir þú að guð hefur lofað öllum mönnum að lifa í heimi þar sem allir eru vinir og engin stríð eru?“ Stundum náði ég ekki að klára þessa romsu áður en húsráðendur sögðu: „Jesús minn! Eruð þið að pína barnið til að segja þetta? Sjáið þið ekki að blessuð stúlkan er blá á vörunum af kulda og hríðskelfur!““ Sumir hafi hótað að hringja í Barnaverndarnefnd en aðrir gefið henni pening. Flestir hafi afþakkað blöðin. „Enginn hringdi í Barnaverndarnefnd. Því miður. Enginn gerði neitt. Og enn styrkir ríkið Votta Jehóva á Íslandi,“ segir Malín. Hún boðar frekari frásögn, meðal annars af líkamlegu ofbeldi innan safnaðarins sem og andlegu ofbeldi. Að neðan má sjá umfjöllun Kompáss á dögunum um trúarofbeldi.
Trúmál Réttindi barna Barnavernd Tengdar fréttir Mikið inngrip að svipta trúfélag sóknargjöldum Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis segir útskúfunarmál í söfnuði Votta Jehóva, sem gerð voru skil í Kompás í gær, vekja þingheim til umhugsunar. 15. mars 2022 13:30 Útskúfað úr ríki Guðs og standa ein eftir Ung kona sem var rekin úr söfnuði Votta Jehóva, hefur ekki fengið að hitta fjölskylduna sína í átta ár. Fyrrverandi meðlimir Vottanna lýsa gífurlegu andlegu ofbeldi eftir útskúfun, harðræði gegn börnum í söfnuðinum og hvernig það skorti fagleg úrræði og aðstoð eftir að hafa hætt í sértrúarsöfnuði. Þær kalla eftir því að ofbeldið, sem hefur verið látið viðgangast áratugum saman, hætti og að ríkið stígi inn í. 14. mars 2022 07:00 Engin úrræði fyrir þolendur ofbeldis og útskúfunar í ríkisstyrktum trúfélögum Engin fagleg úrræði eru til staðar fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum á Íslandi og segja margir fyrrverandi meðlimir að mikil þörf sé á slíku. Þingmaður segir skorta eftirlit með starfsemi trúarhreyfinga og að sóknargjöld séu barn síns tíma. Fyrrverandi meðlimir Votta Jehóva lýsa andlegu ofbeldi eftir útskúfun og harðræði gegn börnum í söfnuðinum. 13. mars 2022 19:31 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Mikið inngrip að svipta trúfélag sóknargjöldum Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis segir útskúfunarmál í söfnuði Votta Jehóva, sem gerð voru skil í Kompás í gær, vekja þingheim til umhugsunar. 15. mars 2022 13:30
Útskúfað úr ríki Guðs og standa ein eftir Ung kona sem var rekin úr söfnuði Votta Jehóva, hefur ekki fengið að hitta fjölskylduna sína í átta ár. Fyrrverandi meðlimir Vottanna lýsa gífurlegu andlegu ofbeldi eftir útskúfun, harðræði gegn börnum í söfnuðinum og hvernig það skorti fagleg úrræði og aðstoð eftir að hafa hætt í sértrúarsöfnuði. Þær kalla eftir því að ofbeldið, sem hefur verið látið viðgangast áratugum saman, hætti og að ríkið stígi inn í. 14. mars 2022 07:00
Engin úrræði fyrir þolendur ofbeldis og útskúfunar í ríkisstyrktum trúfélögum Engin fagleg úrræði eru til staðar fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum á Íslandi og segja margir fyrrverandi meðlimir að mikil þörf sé á slíku. Þingmaður segir skorta eftirlit með starfsemi trúarhreyfinga og að sóknargjöld séu barn síns tíma. Fyrrverandi meðlimir Votta Jehóva lýsa andlegu ofbeldi eftir útskúfun og harðræði gegn börnum í söfnuðinum. 13. mars 2022 19:31
Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01