Kjartan Magnússon er ríkur af reynslu Haraldur Ólafsson skrifar 18. mars 2022 09:31 Sá sem hér heldur um penna hefur verið nágranni Kjartans Magnússonar um árabil. Leiðir okkar hafa legið saman í félagsstarfi af ýmsu tagi. Í slíku starfi er áberandi að Kjartan er vel fær um að setja sig inn í flókin mál þar sem háar tölur þekja blöð, og að hann nennir því líka. Hann hefur auk þess getu til að sjá mál frá fleiri en einu sjónarhorni og vilja til að leiða þau til lykta af réttsýni og sanngirni eins og framast er unnt. Samstarf við fólk sem fylgir honum ekki í skoðunum reynist honum auðveldara en mörgum öðrum. Oft hafa málefni hverfisins og Reykjavíkurborgar borið á góma og aldrei er komið að tómum kofum hjá Kjartani, svo vel þekkir hann til hinna ólíklegustu mála, sögu þeirra, og sjónarmiða sem þeim tengjast. Það sem mestu skiptir þó er að hann áttar sig á verkefnum líðandi stundar, hvar rekstur hefur hugsanlega farið út af sporinu og skynjar skyldur kjörinna fulltrúa í þeim efnum. Seta Kjartans í borgarstjórn verður án vafa jákvæð og til styrkingar fyrir stjórn borgarinnar, hvort sem hann verður í meiri- eða minnihluta. Eflaust er margt gott fólk í framboði í þessum kosningum og úr mörgu að velja þegar kemur að því að fá inn nýtt blóð í borgarstjórn, en það er enginn annar eins reynslubolti og Kjartan Magnússon og tilvalið að velja hann í annað sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nú um helgina. Höfundur er prófessor í veðurfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Sá sem hér heldur um penna hefur verið nágranni Kjartans Magnússonar um árabil. Leiðir okkar hafa legið saman í félagsstarfi af ýmsu tagi. Í slíku starfi er áberandi að Kjartan er vel fær um að setja sig inn í flókin mál þar sem háar tölur þekja blöð, og að hann nennir því líka. Hann hefur auk þess getu til að sjá mál frá fleiri en einu sjónarhorni og vilja til að leiða þau til lykta af réttsýni og sanngirni eins og framast er unnt. Samstarf við fólk sem fylgir honum ekki í skoðunum reynist honum auðveldara en mörgum öðrum. Oft hafa málefni hverfisins og Reykjavíkurborgar borið á góma og aldrei er komið að tómum kofum hjá Kjartani, svo vel þekkir hann til hinna ólíklegustu mála, sögu þeirra, og sjónarmiða sem þeim tengjast. Það sem mestu skiptir þó er að hann áttar sig á verkefnum líðandi stundar, hvar rekstur hefur hugsanlega farið út af sporinu og skynjar skyldur kjörinna fulltrúa í þeim efnum. Seta Kjartans í borgarstjórn verður án vafa jákvæð og til styrkingar fyrir stjórn borgarinnar, hvort sem hann verður í meiri- eða minnihluta. Eflaust er margt gott fólk í framboði í þessum kosningum og úr mörgu að velja þegar kemur að því að fá inn nýtt blóð í borgarstjórn, en það er enginn annar eins reynslubolti og Kjartan Magnússon og tilvalið að velja hann í annað sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nú um helgina. Höfundur er prófessor í veðurfræði.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar