Stöðvum stjórnleysið í rekstri borgarinnar Andrea Sigurðardóttir skrifar 18. mars 2022 12:31 Alls starfa nú rúmlega 60 starfsmenn á skrifstofu miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Undir hana heyrir skrifstofa borgarstjóra en á tæpum áratug, fram til ársins 2018, jókst kostnaðurinn við rekstur skrifstofunnar úr 157 milljónum króna í 800 milljónir, eða um 510 prósent. Árið 2019 voru gerðar skipulagsbreytingar sem gera samanburð eftir það snúinn, en þróunin virðist hafa verið öll í eina átt í Ráðhúsinu í tíð núverandi borgarstjóra. Reykjavíkurborg er með 10 upplýsingafulltrúa þegar stærstu fyrirtækin í Kauphöll Íslands, sem sum velta tugum milljarða króna árlega, hafa aðeins einn. Sum hafa engan. Á þessu kjörtímabili hafa skuldir borgarinnar aukist um 100 milljarða króna og eru núna um 400 milljarðar. Rekstrarkostnaður borgarinnar á hvern íbúa er um 20% hærri en hjá nágrannasveitarfélögunum. Þetta eru skýrar birtingarmyndir þeirrar óráðsíu sem hefur einkennt rekstur borgarinnar undir stjórn Dags B. Eggertssonar. Dagur hefur verið borgarstjóri í 8 ár en borgarfulltrúi í tvo áratugi og lengst af í meirihluta. Það sem er dapurlegast við stjórnartíð Dags er að útþaninn rekstur Reykjavíkurborgar hefur ekki skilað sér í bættri þjónustu við borgarbúa. Þvert á móti hefur lögbundin þjónusta verið vanrækt. Sorphirðu, þrifum og almennri umhirðu er ábótavant. Biðlistar á leikskólum lengjast og ef börn eru svo heppin að fá pláss er það oft í órafjarlægð frá heimili. Nauðsynlegu viðhaldi og endurnýjun skólahúsnæðis (Fossvogur) og íþróttaaðstöðu fyrir börn (Laugardalur) er ekki sinnt þrátt fyrir hávært ákall og örvæntingu foreldra. Það er kominn tími á breytingar. Reykvíkingar eiga betra skilið. Við þurfum nýja forystu undir stjórn leiðtoga sem mun reka borgina af festu og forgangsraða í þágu þjónustu við borgarbúa. Sá leiðtogi er Hildur Björnsdóttir. Þess vegna mun ég kjósa hana í 1. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í dag og hvet alla sjálfstæðismenn til að gera slíkt hið sama. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram dagana 18. og 19. mars. Kjörstaðir eru opnir til 18 báða dagana. Höfundur er viðskiptafræðingur. Inngangur greinarinnar hefur verið uppfærður með nákvæmari upplýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Alls starfa nú rúmlega 60 starfsmenn á skrifstofu miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Undir hana heyrir skrifstofa borgarstjóra en á tæpum áratug, fram til ársins 2018, jókst kostnaðurinn við rekstur skrifstofunnar úr 157 milljónum króna í 800 milljónir, eða um 510 prósent. Árið 2019 voru gerðar skipulagsbreytingar sem gera samanburð eftir það snúinn, en þróunin virðist hafa verið öll í eina átt í Ráðhúsinu í tíð núverandi borgarstjóra. Reykjavíkurborg er með 10 upplýsingafulltrúa þegar stærstu fyrirtækin í Kauphöll Íslands, sem sum velta tugum milljarða króna árlega, hafa aðeins einn. Sum hafa engan. Á þessu kjörtímabili hafa skuldir borgarinnar aukist um 100 milljarða króna og eru núna um 400 milljarðar. Rekstrarkostnaður borgarinnar á hvern íbúa er um 20% hærri en hjá nágrannasveitarfélögunum. Þetta eru skýrar birtingarmyndir þeirrar óráðsíu sem hefur einkennt rekstur borgarinnar undir stjórn Dags B. Eggertssonar. Dagur hefur verið borgarstjóri í 8 ár en borgarfulltrúi í tvo áratugi og lengst af í meirihluta. Það sem er dapurlegast við stjórnartíð Dags er að útþaninn rekstur Reykjavíkurborgar hefur ekki skilað sér í bættri þjónustu við borgarbúa. Þvert á móti hefur lögbundin þjónusta verið vanrækt. Sorphirðu, þrifum og almennri umhirðu er ábótavant. Biðlistar á leikskólum lengjast og ef börn eru svo heppin að fá pláss er það oft í órafjarlægð frá heimili. Nauðsynlegu viðhaldi og endurnýjun skólahúsnæðis (Fossvogur) og íþróttaaðstöðu fyrir börn (Laugardalur) er ekki sinnt þrátt fyrir hávært ákall og örvæntingu foreldra. Það er kominn tími á breytingar. Reykvíkingar eiga betra skilið. Við þurfum nýja forystu undir stjórn leiðtoga sem mun reka borgina af festu og forgangsraða í þágu þjónustu við borgarbúa. Sá leiðtogi er Hildur Björnsdóttir. Þess vegna mun ég kjósa hana í 1. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í dag og hvet alla sjálfstæðismenn til að gera slíkt hið sama. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram dagana 18. og 19. mars. Kjörstaðir eru opnir til 18 báða dagana. Höfundur er viðskiptafræðingur. Inngangur greinarinnar hefur verið uppfærður með nákvæmari upplýsingum.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun