Sjáðu mark Alfonsar sem kom Bodø/Glimt áfram í Sambandsdeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2022 13:45 Hugo Vetlesen faðmar Alfons Sampsted eftir að flautað var til leiksloka í viðureign AZ Alkmaar og Bodø/Glimt í gær. ap/Peter Dejong Alfons Sampsted var hetja Bodø/Glimt þegar norsku meistararnir komust áfram í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar. Bodø/Glimt mætti AZ Alkmaar í Hollandi í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í gær. Bodø/Glimt leiddi 2-1 eftir fyrri leikinn í Noregi. Gríski framherjinn Vangelis Pavlidis kom AZ yfir á 18. mínútu en Amahl Pellegrino jafnaði fyrir Bodø/Glimt átta mínútum síðar. Pavlidis var svo aftur á ferðinni á 30. mínútu þegar hann skoraði sitt annað mark. Fleiri urðu mörkin í venjulegum leiktíma ekki og því þurfti að framlengja. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks framlengingarinnar átti Hugo Vetlesen fyrirgjöf frá hægri inn á vítateig AZ. Þar var Alfons og hann stýrði boltanum í fjærhornið, framhjá Peter Vindahl, markverði hollenska liðsins. Lokatölur urðu 2-2 og því var það mark Alfonsar sem tryggði Bodø/Glimt sæti í átta liða úrslitunum. Allt það helsta úr leiknum í Alkmaar í gær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: AZ 2-2 Bodø/Glimt Alfons reyndist Bodø/Glimt svo sannarlega mikilvægur gegn AZ en hann lagði upp fyrra mark liðsins í fyrri leiknum fyrir Pellegrino. Alfons hefur leikið sextán leiki í Sambandsdeildinni á tímabilinu, skorað eitt mark og gefið þrjár stoðsendingar. Bodø/Glimt varð í gær fyrsta norska liðið til að komast í átta liða úrslit Evrópukeppni í 23 ár, eða síðan Vålerenga komst í átta liða úrslit Evrópukeppni bikarhafa tímabilið 1998-99. Vålerenga mætti þar Chelsea og tapaði 6-2 samanlagt. Dregið verður í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar klukkan 14:00 í dag. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá drættinum á Stöð 2 Sport 2. Liðin sem Bodø/Glimt getur mætt eru eftirfarandi: Slavia Prag, Leicester City, Marseille, PAOK, Roma, Feyenoord og PSV Eindhoven. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjá meira
Bodø/Glimt mætti AZ Alkmaar í Hollandi í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í gær. Bodø/Glimt leiddi 2-1 eftir fyrri leikinn í Noregi. Gríski framherjinn Vangelis Pavlidis kom AZ yfir á 18. mínútu en Amahl Pellegrino jafnaði fyrir Bodø/Glimt átta mínútum síðar. Pavlidis var svo aftur á ferðinni á 30. mínútu þegar hann skoraði sitt annað mark. Fleiri urðu mörkin í venjulegum leiktíma ekki og því þurfti að framlengja. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks framlengingarinnar átti Hugo Vetlesen fyrirgjöf frá hægri inn á vítateig AZ. Þar var Alfons og hann stýrði boltanum í fjærhornið, framhjá Peter Vindahl, markverði hollenska liðsins. Lokatölur urðu 2-2 og því var það mark Alfonsar sem tryggði Bodø/Glimt sæti í átta liða úrslitunum. Allt það helsta úr leiknum í Alkmaar í gær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: AZ 2-2 Bodø/Glimt Alfons reyndist Bodø/Glimt svo sannarlega mikilvægur gegn AZ en hann lagði upp fyrra mark liðsins í fyrri leiknum fyrir Pellegrino. Alfons hefur leikið sextán leiki í Sambandsdeildinni á tímabilinu, skorað eitt mark og gefið þrjár stoðsendingar. Bodø/Glimt varð í gær fyrsta norska liðið til að komast í átta liða úrslit Evrópukeppni í 23 ár, eða síðan Vålerenga komst í átta liða úrslit Evrópukeppni bikarhafa tímabilið 1998-99. Vålerenga mætti þar Chelsea og tapaði 6-2 samanlagt. Dregið verður í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar klukkan 14:00 í dag. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá drættinum á Stöð 2 Sport 2. Liðin sem Bodø/Glimt getur mætt eru eftirfarandi: Slavia Prag, Leicester City, Marseille, PAOK, Roma, Feyenoord og PSV Eindhoven.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjá meira