Máli ÁTVR gegn Sante og Bjórlandi vísað frá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. mars 2022 15:14 ÁTVR hafði ekki erindi sem erfiði. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað málum ÁTVR gegn Sante ehf, Santewines SAS og Bjórlandi vegna smásölu á áfengi frá dómi. Þetta staðfesta Arnar Sigurðsson, eigandi Sante ehf. og Santewines SAS og Þórgnýr Thoroddsen, eigandi Bjórlands í samtali við fréttastofu. ÁTVR krafðist þess að félögin myndu hætta smásölu áfengis á Íslandi á grundvelli þess að ÁTVR hefði einkarétt á sölu áfengis hér á landi. Þá krafðist ÁTVR þess einnig að skaðabótaskylda urði viðurkennd vegna meints tjóns sem ríkisfyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna smásölu annara aðila á áfengi í vefverslun. Sante, Santewines og Bjórland kröfðust þess hins vegar að málunum gegn þeim yrði vísað frá dómi. Fréttastofa hefur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í málunum tveimur undir höndum, og segja má að þar fái málatilbúningur ÁTVR á baukinn. Skorti verulega á að ÁTVR hafi sýnt fram á tjón Kemst dómurinn meðal annars að sú krafa ÁTVR að Bjórlandi yrði gert að láta af smásölu áfengis í vefverslun sé háð það miklum annmörkum að ekki sé hægt að taka hana fyrir dóm. Var henni því vísað frá. „Yrði fallist á þessa dómkröfu stefndana er einsýnt að stefnda yrði óheimilt að starfrækja vefverslun, sama undir hvaða nafni hún væri, þar sem áfengi er væri selt til íslenskra neytenda til eigin nota í gegnum lager á erlendri grunu, þar sem neytandinn stæði sjálfur að innflutningi áfengis hingað til lands, sem er þó heimilt samkvæmt lögum,“ segir í úrskurðinum. Þá kemst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að ÁTVR hafi ekki upplýst nánar eða lagt fram gögn um það tjón sem fyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna vefverslunar annarra aðila á áfengi, ekki hafi verið sýnt fram á að kaup í vefverslun annarra aðila hafi komið í stað kaupa í ÁTVR, en ekki verið til viðbótar kaupum í ÁTVR. Deilt var um rétt til að selja áfengi í smásölu.Vísir/Vilhelm Telur dómurinn í báðum tilvikum að verulega skorti á að þeim skilyrðum sé fullnægt sem gerð eru til sönnunar á tilvist tjóns. Af þeim sökum telur dómurinn að ÁTVR hafi ekki lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Alls þarf ÁTVR að greiða Bjórlandi 950 þúsund krónur í málskostnað og Sante og Santewines 1,65 milljónir í málskostnað. Í tilkynningu sem send var á fjölmiða af hálfu Sante.is segir að málarekstur ÁTVR hafi verið erindisleysa og það hafi úrskurður héraðsdóms staðfest. Í tilkynningunni segir Birgir Már Björnsson, lögmaður Sante.is, að niðurstaða héraðsdóms komi honum ekki á óvart, hún staðfesti að öllu leyti það sem haldið var fram fyrir dómi um að ÁTVR hafi tekið sér vald sem stofnunin hefur ekki. Hann telji jafnframt að fá dæmi séu í íslenskri réttarsögu um viðlíka vísvitandi heimildarskort stjórnvalds í eigin málarekstri fyrir dómstólum. Hann vænti þess að ÁTVR láti nú gott heita í málaskaki gegn Sante.is og fagni þess í stað nútímalegri samkeppni, neytendum til heilla. Áfengi og tóbak Verslun Dómsmál Neytendur Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Nokkur mál í skoðun hjá ÁTVR: „Við ætlum að grípa til varna“ Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins vill ekki svara því hversu mörg mál hafa verið höfðuð eða eru í skoðun gegn innlendum aðilum sem stunda netsölu á áfengi. Lögmaður ÁTVR segir „nokkur sambærileg mál til skoðunar“. 20. september 2021 08:11 ÁTVR stefnir Arnari og Sante vegna brots á einkarétti til smásölu áfengis Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur stefnt Sante ehf, Santewines SAS og Arnari Sigurðssyni, sem er skráður eigandi beggja fyrirtækjanna, til þess að hætta smásölu áfengis á Íslandi. 18. september 2021 18:39 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Þetta staðfesta Arnar Sigurðsson, eigandi Sante ehf. og Santewines SAS og Þórgnýr Thoroddsen, eigandi Bjórlands í samtali við fréttastofu. ÁTVR krafðist þess að félögin myndu hætta smásölu áfengis á Íslandi á grundvelli þess að ÁTVR hefði einkarétt á sölu áfengis hér á landi. Þá krafðist ÁTVR þess einnig að skaðabótaskylda urði viðurkennd vegna meints tjóns sem ríkisfyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna smásölu annara aðila á áfengi í vefverslun. Sante, Santewines og Bjórland kröfðust þess hins vegar að málunum gegn þeim yrði vísað frá dómi. Fréttastofa hefur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í málunum tveimur undir höndum, og segja má að þar fái málatilbúningur ÁTVR á baukinn. Skorti verulega á að ÁTVR hafi sýnt fram á tjón Kemst dómurinn meðal annars að sú krafa ÁTVR að Bjórlandi yrði gert að láta af smásölu áfengis í vefverslun sé háð það miklum annmörkum að ekki sé hægt að taka hana fyrir dóm. Var henni því vísað frá. „Yrði fallist á þessa dómkröfu stefndana er einsýnt að stefnda yrði óheimilt að starfrækja vefverslun, sama undir hvaða nafni hún væri, þar sem áfengi er væri selt til íslenskra neytenda til eigin nota í gegnum lager á erlendri grunu, þar sem neytandinn stæði sjálfur að innflutningi áfengis hingað til lands, sem er þó heimilt samkvæmt lögum,“ segir í úrskurðinum. Þá kemst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að ÁTVR hafi ekki upplýst nánar eða lagt fram gögn um það tjón sem fyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna vefverslunar annarra aðila á áfengi, ekki hafi verið sýnt fram á að kaup í vefverslun annarra aðila hafi komið í stað kaupa í ÁTVR, en ekki verið til viðbótar kaupum í ÁTVR. Deilt var um rétt til að selja áfengi í smásölu.Vísir/Vilhelm Telur dómurinn í báðum tilvikum að verulega skorti á að þeim skilyrðum sé fullnægt sem gerð eru til sönnunar á tilvist tjóns. Af þeim sökum telur dómurinn að ÁTVR hafi ekki lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Alls þarf ÁTVR að greiða Bjórlandi 950 þúsund krónur í málskostnað og Sante og Santewines 1,65 milljónir í málskostnað. Í tilkynningu sem send var á fjölmiða af hálfu Sante.is segir að málarekstur ÁTVR hafi verið erindisleysa og það hafi úrskurður héraðsdóms staðfest. Í tilkynningunni segir Birgir Már Björnsson, lögmaður Sante.is, að niðurstaða héraðsdóms komi honum ekki á óvart, hún staðfesti að öllu leyti það sem haldið var fram fyrir dómi um að ÁTVR hafi tekið sér vald sem stofnunin hefur ekki. Hann telji jafnframt að fá dæmi séu í íslenskri réttarsögu um viðlíka vísvitandi heimildarskort stjórnvalds í eigin málarekstri fyrir dómstólum. Hann vænti þess að ÁTVR láti nú gott heita í málaskaki gegn Sante.is og fagni þess í stað nútímalegri samkeppni, neytendum til heilla.
Áfengi og tóbak Verslun Dómsmál Neytendur Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Nokkur mál í skoðun hjá ÁTVR: „Við ætlum að grípa til varna“ Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins vill ekki svara því hversu mörg mál hafa verið höfðuð eða eru í skoðun gegn innlendum aðilum sem stunda netsölu á áfengi. Lögmaður ÁTVR segir „nokkur sambærileg mál til skoðunar“. 20. september 2021 08:11 ÁTVR stefnir Arnari og Sante vegna brots á einkarétti til smásölu áfengis Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur stefnt Sante ehf, Santewines SAS og Arnari Sigurðssyni, sem er skráður eigandi beggja fyrirtækjanna, til þess að hætta smásölu áfengis á Íslandi. 18. september 2021 18:39 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Nokkur mál í skoðun hjá ÁTVR: „Við ætlum að grípa til varna“ Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins vill ekki svara því hversu mörg mál hafa verið höfðuð eða eru í skoðun gegn innlendum aðilum sem stunda netsölu á áfengi. Lögmaður ÁTVR segir „nokkur sambærileg mál til skoðunar“. 20. september 2021 08:11
ÁTVR stefnir Arnari og Sante vegna brots á einkarétti til smásölu áfengis Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur stefnt Sante ehf, Santewines SAS og Arnari Sigurðssyni, sem er skráður eigandi beggja fyrirtækjanna, til þess að hætta smásölu áfengis á Íslandi. 18. september 2021 18:39