Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór Þ. 93-85 | Stjarnan bikarmeistari 2022 Andri Már Eggertsson skrifar 19. mars 2022 20:10 Stjarnan er VÍS-bikarmeistari 2022. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan er VÍS-bikarmeistari 2022 eftir frábæran sigur á Íslandsmeisturum Þórs Þorlákshafnar, lokatölur 92-85. Þetta er þriðji bikarúrslitatitill Stjörnunnar á síðustu fjórum árum. Það var uppselt í Smárann þegar Stjarnan og Þór Þorlákshöfn mættust í úrslitaleik um VÍS-bikarinn. Stjarnan byrjaði á að gera fyrstu fimm stigin í leiknum en Davíð Arnar Ágústsson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, kveikti í Þórsurum með því setja þrist og fá körfu góða, þar sem hann minnkaði forskot Stjörnunnar í eitt stig í einni sókn. Stjarnan byrjaði leikinn betur og komst tíu stigum yfir eftir átta mínútur og þá tók Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, leikhlé. Stjarnan kláraði fyrsta leikhluta með tíu stiga forskoti. Hlynur Bæringsson setur niður sniðskotVísir/Bára Dröfn Líkt og í undanúrslitunum gegn Keflavík kom David Gabrovsek inn á og lét til sín taka. Hann gerði tíu stig á fimm mínútum. Eini munurinn á þessum leik og gegn Keflavík var að í dag hélt hann áfram að láta finna fyrir sér í öðrum leikhluta. Gegn Keflavík fór hann í felur þar til í framlengingunni. David Gabrovsek gerði 19 stig í fyrri hálfleik og tók 3 sóknarfráköst. Þór Þorlákshöfn var ekki lengi á því að leyfa Stjörnunni að vera í paradís heldur gerðu Þórsarar fyrstu tíu stigin í öðrum leikhluta og jöfnuðu leikinn á tæplega tveimur mínútum. Eftir það var fyrri hálfleikur í járnum og áhlaup liðanna í styttri kantinum. Stjarnan var þremur stigum yfir í hálfleik 45-42. Massarelli gerði 28 stig í leiknumVísir/Bára Dröfn Stjarnan byrjaði síðari hálfleik á að setja niður þrjá þrista úr fimm skotum og var staðan fljótlega orðin 54-44. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar tók þá leikhlé og fannst manni eins og maður væri að horfa á endurtekið efni frá því í fyrsta leikhluta. Stjarnan hitti úr sex þriggja stiga skotum af 13 sem er 46 prósent nýting. Stjörnumenn sýndu það í fjórða leikhluta að þeir hafa verið á þessu bikar sviði áður. Þeir misstu aldrei dampinn og um miðjan fjórða leikhluta voru Þórsarar sjálfum sér verstir og reyndu að skjóta sig inn í leikinn með erfiðum þriggja stiga tilraunum. Græni drekinn lét vel í sér heyraVísir/Bára Dröfn Þór Þorlákshöfn minnkaði forskot Stjörnunnar niður í sex stig þegar tæplega tvær mínútur voru til leiksloka en þá gerði Ronaldas Rutkauskas liðsfélögum sínum engan greiða og fékk afar heimskulega óíþróttamannslega villu sem endaði með að Stjarnan gerði fjögur stig í sömu sókninni. Stjarnan vann á endanum átta stiga sigur 93-85 og tryggði sér þriðja bikarmeistaratitilinn á fjórum árum. Hilmar Smári Henningsson gerði 17 stig í leiknumVísir/Bára Dröfn Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan hefur aðeins tapað einum bikarleik á fjórum árum. Stjarnan var betri en Þór Þorlákshöfn á öllum sviðum. Í seinni hálfleik var Stjarnan alltaf skrefinu á undan. Stjarnan hitti vel fyrir utan þriggja stiga línuna og skiluðu allir leikmenn Stjörnunnar góðu framlagi. Hverjir stóðu upp úr? David Gabrovsek, leikmaður Stjörnunnar, var valinn mikilvægasti leikmaður VÍS-bikarsins. Hann gerði 29 stig og tók 7 fráköst. Robert Turner var stigahæstur á vellinum með 31 stig. Hann tók einnig 9 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og endaði með 33 framlagspunkta. Hvað gekk illa? Ronaldas Rutkauskas átti ekki góðan leik. Hann gerði aðeins 4 stig og fékk svo á sig óíþróttamannslega villu á eins vondu augnabliki og það gat orðið. Eftir að Davíð Arnar Ágústsson byrjaði leikinn á að setja niður þrist og fá villu að auki. Stimplaði hann sig nánast út því hann hitti ekki úr skoti það sem eftir var leiks. Hvað gerist næst? Subway-deildin fer af stað í næstu viku. Þór Þorlákshöfn mætir KR á Meistaravöllum næsta fimmtudag klukkan 18:15. Stjarnan fer í Ljónagryfjuna næsta föstudag og mætir Njarðvík klukkan 20:15. David Gabrovsek: Stjarnan er með lið til að vinna titla David Gabrovsek gerði 29 stig í leiknumVísir/Bára Dröfn David Gabrovsek, leikmaður Stjörnunnar, var afar glaður með sigurinn á Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitunum. „Þetta er frábær tilfining, ég er orðlaus, þetta er geggjað,“ sagði David Gabrovsek sem var valinn mikilvægasti leikmaður VÍS-bikarsins. David Gabrovsek gerði 29 stig í leiknum og var afar ánægður með eigin frammistöðu. „Ég var ánægður með mína spilamennsku, mér líður vel komandi inn á af bekknum, ætli Arnar (Guðjónsson) sé ekki bara búinn að finna réttu blönduna.“ David Gabrovsek var ánægður með spilamenskuna í leiknum og fannst honum Stjarnan spila af hörku. „Við vorum ekki smeykir við Íslandsmeistarana. Stjarnan hefur sett saman lið til að vinna titla og við mættum inn í leikinn með sjálfstraustið í botni,“ sagði David Gabrovsek að lokum. Myndir: David Gabrovsek tók við verðlaunumVísir/Bára Dröfn Hlynur Bæringsson og Arnþór Freyr lyftu bikarnumVísir/Bára Dröfn Arnþór, Tómas og Gunnar brostu með bikarnumVísir/Bára Dröfn Ingi Þór tók venju samkvæmt orminnVísir/Bára Dröfn Stjarnan Þór Þorlákshöfn Körfubolti Íslenski körfuboltinn Garðabær VÍS-bikarinn
Stjarnan er VÍS-bikarmeistari 2022 eftir frábæran sigur á Íslandsmeisturum Þórs Þorlákshafnar, lokatölur 92-85. Þetta er þriðji bikarúrslitatitill Stjörnunnar á síðustu fjórum árum. Það var uppselt í Smárann þegar Stjarnan og Þór Þorlákshöfn mættust í úrslitaleik um VÍS-bikarinn. Stjarnan byrjaði á að gera fyrstu fimm stigin í leiknum en Davíð Arnar Ágústsson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, kveikti í Þórsurum með því setja þrist og fá körfu góða, þar sem hann minnkaði forskot Stjörnunnar í eitt stig í einni sókn. Stjarnan byrjaði leikinn betur og komst tíu stigum yfir eftir átta mínútur og þá tók Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, leikhlé. Stjarnan kláraði fyrsta leikhluta með tíu stiga forskoti. Hlynur Bæringsson setur niður sniðskotVísir/Bára Dröfn Líkt og í undanúrslitunum gegn Keflavík kom David Gabrovsek inn á og lét til sín taka. Hann gerði tíu stig á fimm mínútum. Eini munurinn á þessum leik og gegn Keflavík var að í dag hélt hann áfram að láta finna fyrir sér í öðrum leikhluta. Gegn Keflavík fór hann í felur þar til í framlengingunni. David Gabrovsek gerði 19 stig í fyrri hálfleik og tók 3 sóknarfráköst. Þór Þorlákshöfn var ekki lengi á því að leyfa Stjörnunni að vera í paradís heldur gerðu Þórsarar fyrstu tíu stigin í öðrum leikhluta og jöfnuðu leikinn á tæplega tveimur mínútum. Eftir það var fyrri hálfleikur í járnum og áhlaup liðanna í styttri kantinum. Stjarnan var þremur stigum yfir í hálfleik 45-42. Massarelli gerði 28 stig í leiknumVísir/Bára Dröfn Stjarnan byrjaði síðari hálfleik á að setja niður þrjá þrista úr fimm skotum og var staðan fljótlega orðin 54-44. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar tók þá leikhlé og fannst manni eins og maður væri að horfa á endurtekið efni frá því í fyrsta leikhluta. Stjarnan hitti úr sex þriggja stiga skotum af 13 sem er 46 prósent nýting. Stjörnumenn sýndu það í fjórða leikhluta að þeir hafa verið á þessu bikar sviði áður. Þeir misstu aldrei dampinn og um miðjan fjórða leikhluta voru Þórsarar sjálfum sér verstir og reyndu að skjóta sig inn í leikinn með erfiðum þriggja stiga tilraunum. Græni drekinn lét vel í sér heyraVísir/Bára Dröfn Þór Þorlákshöfn minnkaði forskot Stjörnunnar niður í sex stig þegar tæplega tvær mínútur voru til leiksloka en þá gerði Ronaldas Rutkauskas liðsfélögum sínum engan greiða og fékk afar heimskulega óíþróttamannslega villu sem endaði með að Stjarnan gerði fjögur stig í sömu sókninni. Stjarnan vann á endanum átta stiga sigur 93-85 og tryggði sér þriðja bikarmeistaratitilinn á fjórum árum. Hilmar Smári Henningsson gerði 17 stig í leiknumVísir/Bára Dröfn Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan hefur aðeins tapað einum bikarleik á fjórum árum. Stjarnan var betri en Þór Þorlákshöfn á öllum sviðum. Í seinni hálfleik var Stjarnan alltaf skrefinu á undan. Stjarnan hitti vel fyrir utan þriggja stiga línuna og skiluðu allir leikmenn Stjörnunnar góðu framlagi. Hverjir stóðu upp úr? David Gabrovsek, leikmaður Stjörnunnar, var valinn mikilvægasti leikmaður VÍS-bikarsins. Hann gerði 29 stig og tók 7 fráköst. Robert Turner var stigahæstur á vellinum með 31 stig. Hann tók einnig 9 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og endaði með 33 framlagspunkta. Hvað gekk illa? Ronaldas Rutkauskas átti ekki góðan leik. Hann gerði aðeins 4 stig og fékk svo á sig óíþróttamannslega villu á eins vondu augnabliki og það gat orðið. Eftir að Davíð Arnar Ágústsson byrjaði leikinn á að setja niður þrist og fá villu að auki. Stimplaði hann sig nánast út því hann hitti ekki úr skoti það sem eftir var leiks. Hvað gerist næst? Subway-deildin fer af stað í næstu viku. Þór Þorlákshöfn mætir KR á Meistaravöllum næsta fimmtudag klukkan 18:15. Stjarnan fer í Ljónagryfjuna næsta föstudag og mætir Njarðvík klukkan 20:15. David Gabrovsek: Stjarnan er með lið til að vinna titla David Gabrovsek gerði 29 stig í leiknumVísir/Bára Dröfn David Gabrovsek, leikmaður Stjörnunnar, var afar glaður með sigurinn á Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitunum. „Þetta er frábær tilfining, ég er orðlaus, þetta er geggjað,“ sagði David Gabrovsek sem var valinn mikilvægasti leikmaður VÍS-bikarsins. David Gabrovsek gerði 29 stig í leiknum og var afar ánægður með eigin frammistöðu. „Ég var ánægður með mína spilamennsku, mér líður vel komandi inn á af bekknum, ætli Arnar (Guðjónsson) sé ekki bara búinn að finna réttu blönduna.“ David Gabrovsek var ánægður með spilamenskuna í leiknum og fannst honum Stjarnan spila af hörku. „Við vorum ekki smeykir við Íslandsmeistarana. Stjarnan hefur sett saman lið til að vinna titla og við mættum inn í leikinn með sjálfstraustið í botni,“ sagði David Gabrovsek að lokum. Myndir: David Gabrovsek tók við verðlaunumVísir/Bára Dröfn Hlynur Bæringsson og Arnþór Freyr lyftu bikarnumVísir/Bára Dröfn Arnþór, Tómas og Gunnar brostu með bikarnumVísir/Bára Dröfn Ingi Þór tók venju samkvæmt orminnVísir/Bára Dröfn
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti