
Friðrik Ingi hættur með Hauka
Eftir að hafa stýrt karlaliði Hauka í körfubolta seinni hluta tímabilsins er Friðrik Ingi Rúnarsson hættur sem þjálfari þess.
Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.
Eftir að hafa stýrt karlaliði Hauka í körfubolta seinni hluta tímabilsins er Friðrik Ingi Rúnarsson hættur sem þjálfari þess.
Eftir nokkra umhugsun er Hörður Unnsteinsson hættur í þjálfun. Hann stýrði kvennaliði KR upp í Bónus deildina í körfubolta í vetur.
Jamal Murray, leikstjórnandi Denver Nuggets, spilaði þrátt fyrir veikindi og hjálpaði liðinu að tryggja oddaleik gegn Oklahoma City Thunder í undanúrslitum vesturdeildar NBA, með 119-107 sigri í nótt.
Gamla körfuboltagoðið Charles Barkley vill að Giannis Antetokounmpo haldi kyrru fyrir hjá Milwaukee Bucks og klári ferilinn hjá félaginu í stað þess að eltast við meistaratitla annars staðar.
Dedrick Basile, leikstjórnandi Tindastóls, viðurkennir að Stólarnir hafi misst stjórn á tilfinningum sínum í öðrum leiknum gegn Stjörnumönnum í úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. Hann er staðráðinn í að vinna Íslandsmeistaratitilinn.
Ekki eru allir á eitt sáttir með ákvörðun stjórnar KKÍ að breyta útlendingareglunum í íslenska körfuboltanum. Formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar furðar sig á vinnubrögðum KKÍ.
Pétur Rúnar Birgisson, fyrirliði Tindastóls, segir mikilvægt fyrir sig og sína liðsfélaga að dvelja ekki við frammistöðuna í síðasta leik gegn Stjörnunni í úrslitaeinvígi Bónus-deildar karla þar sem að pirringur út í dómara leiksins hafði aðeins of mikil áhrif. Það hafi verið leiðinlegt hvernig leikurinn tapaðist, nú þurfi að svara fyrir það.
Indiana Pacers unnu einvígið gegn toppliði Cleveland Cavaliers í aðeins fimm leikjum og komust þar með í úrslit austurdeildar NBA annað árið í röð. Slakasta deildarkeppnislið sögunnar til að afreka það.
Haukar eru Íslandsmeistarar kvenna í körfubolta árið 2025 eftir magnaðan framlengdan oddaleik við Njarðvík í Ólafssal í Hafnarfirði. Myndaveislu úr leiknum má sjá neðar í fréttinni.
Diamond Battles, sem hefur verið að glíma við meiðsli meira og minna alla úrslitakeppnina, steig heldur betur upp í kvöld þegar Haukar lönduðu Íslandsmeistaratitlinum.
Sólrún Inga Gísladóttir steig heldur betur upp í liði Hauka í kvöld en hún setti fjóra stóra þrista og endaði með 14 stig. Hún var mætt í viðtal á gólfinu strax eftir leik til Andra Más sem spurði hana hver munurinn hefði verið á þessum leik og síðasta.
Jayson Tatum, skærasta stjarna ríkjandi meistara í Boston Celtics, verður ekki meira með á þessari leiktíð og ólíklegt er að hann spili mikið á næstu leiktíð. Hann þarf að fara í aðgerð þar sem hann er með slitna hásin.
Haukar eru Íslandsmeistarar í Bónus-deild kvenna 2025 ótrúlegan sigur á Njarðvík í framlengdum leik í Ólafssal, lokatölur 92-91.
Haukar og Njarðvík eigast við í oddaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld.
Haukar taka á móti Njarðvík í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld en um er að ræða hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus deild kvenna.
Umdeildasta lið NBA-deildarinnar í vetur, Dallas Mavericks, hafði heldur betur heppnina með sér í gærkvöld þegar dregið var um valrétt í nýliðavali deildarinnar. Svo mikla að samfélagsmiðlar eru fullir af ásökunum um samsæri.
Ríkjandi NBA-meistarar Boston Celtics eru á barmi þess að falla úr keppni í undanúrslitum austurdeildarinnar. Þeir töpuðu 121-113 gegn New York Knicks í gærkvöld og misstu auk þess Jayson Tatum meiddan af velli.
Framkvæmdastjóri KKÍ segir að eftir mikla vinnu hafi verið ákveðið að leyfa fjóra erlenda leikmenn á leikskýrslu á næsta tímabili. Allir mega vera inni á vellinum á sama tíma.
Þjálfari Ármanns, Steinar Kaldal, gat náttúrlega ekki verið annað en ánægður með að hafa tryggt sér upp í Bónus deildina á næsta tímabili. Hann sagði að þetta væri risastór stund fyrir félagið enda bæði kvenna- og karlaflokkur búin að tryggja sér sæti í Bónus deildunum á næsta tímabili. Ármann lagði HAmar í oddaleik 91-85 í æsispennandi leik sem réðst á loka andartökunum.
Dimitrios Agravanis missir af næsta leik Tindastóls og Stjörnunnar í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta.
Ármann marði Hamar í oddaleik liðanna um sæti í Bónus deild karla í körfubolta. Spennan var rosaleg og leikurinn eftir því. Réðust úrslitin ekki fyrr en í blálokin en leiknum lauk með 91-85 sigri Ármanns.
Það eru líflegar umræður í Lögmáli leiksins í kvöld en menn eru ekki á eitt sáttir um hver sé búinn að vera besti leikmaður Minnesota í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.
Eftir að hafa unnið Cleveland Cavaliers, 129-109, þarf Indiana Pacers aðeins einn sigur til viðbótar til að komast í úrslit Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta annað árið í röð. Í Vesturdeildinni sigraði Oklahoma City Thunder Denver Nuggets, 87-92, í miklum slag.
Grímur Atlason hefur lengi verið stjórnarmaður hjá Valsmönnum í körfunni og hann hefur líka ekki legið á skoðunum sínum varðandi útlendingamál í íslenska körfuboltanum.