
„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“
Dedrick Deon Basile skoraði 25 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 5 fráköst í ótrúlegum sigri Tindastóls á Álftanesi í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Bónus deild karla í körfubolta.
Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.
Dedrick Deon Basile skoraði 25 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 5 fráköst í ótrúlegum sigri Tindastóls á Álftanesi í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Bónus deild karla í körfubolta.
Sigtryggur Arnar Björnsson eignaðist barn rétt áður en Tindastóll tók á móti Álftanesi í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta. Sigtryggur Arnar var þó ekki á fæðingadeildinni og er klár í slaginn.
Það var pressa á báðum liðum í kvöld þegar Tindastóll tók á móti Álftanesi í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla. Stólarnir þurftu að verja sinn heimavöll og gestirnir verða að sækja í það minnsta einn sigur norður en staðan í einvíginu var 1-1 fyrir leikinn í kvöld.
Cleveland Cavaliers sýndi einstaka yfirburði þegar liðið sló út Miami Heat og kom sér í undanúrslit austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta.
Það er alvarlegt mál að körfuboltaþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson tali um að „gera tilraunir“ á börnum með þjálfunaraðferðum sínum og áhyggjuefni að hann telji sig í því sambandi geta treyst á eigið innsæi, án þess að styðjast við viðurkennd fræði eða gagnreynda aðferðafræði.
Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með bæði lærisveina sína og stuðningsmenn þegar liðið lagði Stjörnuna að velli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í Umhyggjuhöllinni í kvöld.
Ólafur Ólafsson fór fyrir liði sínu, Grindavík, þegar mest á reyndi í sigrinum á móti Stjörnunni í þriðja liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld.
Grindavík minnkaði muninn í 2-1 í rimmu sinni við Stjörnuna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta með 91-105 sigri sínum í þriðja leik liðanna í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum í kvöld.
LA Lakers er komið með bakið upp við vegginn í einvígi sínu gegn Minnesota Timberwolves í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.
Það vantaði ekki dramatíkina í leik NY Knicks og Detroit Pistons í NBA-deildinni í gær.
Milwaukee Bucks varð fyrir miklu áfalli í nótt þegar stórstjarna liðsins, Damian Lillard, meiddist og það að öllum líkindum alvarlega.
Hin bandaríska Brittanny Dinkins hrósaði liðsfélögum sínum í Njarðvík í hástert eftir að liðið sló út fráfarandi Íslandsmeistara Keflavíkur og kom sér í úrslitaeinvígi við Hauka í Bónus-deild kvenna í körfubolta.
Anthony Edwards og félagar í Minnesota Timberwolves eru langt komnir með að senda stjörnur LA Lakers í snemmbúið sumarfrí eftir æsispennandi leik í NBA-deildinni í körfubolta í gær.
Njarðvík er komið í úrslit Bónus-deildar kvenna eftir að hafa sópað ríkjandi Íslandsmeisturum Keflavíkur í sumarfrí í Njarðvík í kvöld 101-89.
Jón Axel Guðmundsson og félagar í San Pablo Burgos eru komnir upp í spænsku úrvalsdeildina í körfubolta en þeir eiga enn eftir að klára nokkra leiki.
Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn Almar Orri Atlason er búinn að finna sér skóla fyrir næsta tímabil í bandaríska háskólakörfuboltanum.
Lore Devos var frábær í liði Hauka í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitaviðureign Bónus-deildar kvenna með 79-64 sigri á Val. Devos skoraði 32 stig og stal sex boltum og var hreinlega óstöðvandi á löngum köflum.
Ármann tryggði sér í dag sæti í úrslitaeinvíginu um laust sæti í Bónus-deild karla er liðið vann öruggan 19 stiga sigur gegn Breiðabliki í fjórða leik liðanna í kvöld.
Haukar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaviðureign Bónus-deildar kvenna með 79-46 sigri á Val en Haukar unnu einvígið 3-0 og leikinn í kvöld nokkuð sannfærandi að lokum.
Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson var stigahæsti leikmaður vallarins er Maroussi vann öruggan 23 stiga sigur gegn Aris í grísku deildinni í körfubolta í dag.
Justin James átti frábæran leik í gær þegar Álftanes jafnaði metin á móti deildarmeisturum Tindastóls í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. James var valinn Just Wingin' It leikmaður leiksins og mætti á háborðið til Stefáns Árna og sérfræðinganna eftir leikinn.
Þetta var ekki gott föstudagskvöld fyrir stuðningsmenn Los Angeles Lakers og Boston Celtics í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta en staðan er þó verri hjá liðsmönnum Lakers. Minnesota Timberwolves, Orlando Magic og Milwaukee Bucks fögnuðu öll sigri í nótt.
Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls var augljóslega svekktur eftir tapið gegn Álftnesingum í kvöld, í leik þar sem Stólarnir fengu tækifæri undir lokin til að ná sigrinum og komast í 2-0 í einvíginu.
David Okeke var mættur aftur til leiks með Álftnesingum í kvöld og var afar ánægður eftir magnaðan sigur á Tindastóli í undanúrslitum Bónus-deildarinnar. Staðan í einvíginu er jöfn eftir leik kvöldsins.