Er Roman Abramovich portúgalskur gyðingur? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. mars 2022 16:31 Roman Abramovich Matt Dunham/AP Photo Portúgölsk stjórnvöld rannsaka hvernig á því stendur að rússneska auðjöfrinum Roman Abramovich var veittur portúgalskur ríkisborgararéttur í fyrra. Rabbíni gyðinga í Porto hefur verið handtekinn vegna málsins. Abramovich, sem er helst þekktur fyrir að eiga enska sparkfélagið Chelsea, var veittur portúgalskur ríkisborgararéttur í apríl í fyrra. Það var gert á grundvelli laga frá 2015 sem heimila að öllum afkomendum gyðinga, sem gerðir voru brottrækir frá Portúgal árið 1496, rétt fjórum árum eftir að gyðingar voru gerðir útlægir frá Spáni, skyldi veittur ríkisborgararéttur ef þeir æsktu þess. Grunsemdir vakna Stjórnvöld fólu samfélagi gyðinga í Lissabon og Porto að sjá um ferlið og rannsaka bakgrunn umsækjenda. Síðan þá hafa stjórnvöldum borist tæplega 90.000 umsóknir, þar af hafa 32.000 þeirra verið samþykktar. 90% umsóknanna koma í gegnum söfnuðinn í Porto, þeirra á meðal var umsókn Romans Abramovich. Nú hafa vaknað efasemdir um réttmæti umsóknar hans sem einungis tók 6 mánuði að afgreiða. Þær lúta að því að engin tengsl hafi fundist á milli Abramovich og gyðinga í Portúgal á 15. öld. Hins vegar hefur komið í ljós að Abramovich lét 19 milljónir evra af hendi rakna til samfélags gyðinga í Porto fyrir ári, andvirði um 2,8 milljarða íslenskra króna. Það hefur vakið upp grunsemdir um að maðkur sé í mysunni og hafa böndin borist að rabbína gyðingasamfélagsins í Porto, Daníel Litvak. Hann var handtekinn á dögunum rétt í þann mund sem hann var að leggja af stað í ferðalag til Ísraels. Hann var færður til yfirheyrslu og síðan sleppt, en hann sætir farbanni og hald var lagt á vegabréfið hans. Rabbíninn er kokhraustur Rabbíninn segir að enginn vafi leiki á réttmæti hins portúgalska ríkisfangs Abramovich og að öll gögn verði afhent stjórnvöldum. Þrátt fyrir að Abramovich hafi nú státað af portúgölskum ríkisborgararétti í eitt ár, var þetta ekki lýðum ljóst fyrr en rétt fyrir síðustu áramót þegar portúgalska dagblaðið Público upplýsti þetta sem og að grunur léki á að Litvak rabbíni og þar með gyðingasamfélagið í Porto seldi hreinlega portúgalskan ríkisborgararétt fyrir væna fúlgu fjár. Abramovich er helsti styrktaraðili Helfararsafnsins í Porto sem var opnað í apríl í fyrra, á sama tíma og honum var veittur hinn portúgalski passi. Og merkilegt nokk, þá er höfundur greina um portúgalska forfeður Abramovich á Wikipedia-vefnum, forstöðumaður Helfararsafnsins. Abramovich þarf þó ekki að örvænta verði hið portúgalska ríkisfang hans afturkallað. Hann er nefnilega líka ríkisborgari Litháens og Ísraels. Portúgal Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Abramovich, sem er helst þekktur fyrir að eiga enska sparkfélagið Chelsea, var veittur portúgalskur ríkisborgararéttur í apríl í fyrra. Það var gert á grundvelli laga frá 2015 sem heimila að öllum afkomendum gyðinga, sem gerðir voru brottrækir frá Portúgal árið 1496, rétt fjórum árum eftir að gyðingar voru gerðir útlægir frá Spáni, skyldi veittur ríkisborgararéttur ef þeir æsktu þess. Grunsemdir vakna Stjórnvöld fólu samfélagi gyðinga í Lissabon og Porto að sjá um ferlið og rannsaka bakgrunn umsækjenda. Síðan þá hafa stjórnvöldum borist tæplega 90.000 umsóknir, þar af hafa 32.000 þeirra verið samþykktar. 90% umsóknanna koma í gegnum söfnuðinn í Porto, þeirra á meðal var umsókn Romans Abramovich. Nú hafa vaknað efasemdir um réttmæti umsóknar hans sem einungis tók 6 mánuði að afgreiða. Þær lúta að því að engin tengsl hafi fundist á milli Abramovich og gyðinga í Portúgal á 15. öld. Hins vegar hefur komið í ljós að Abramovich lét 19 milljónir evra af hendi rakna til samfélags gyðinga í Porto fyrir ári, andvirði um 2,8 milljarða íslenskra króna. Það hefur vakið upp grunsemdir um að maðkur sé í mysunni og hafa böndin borist að rabbína gyðingasamfélagsins í Porto, Daníel Litvak. Hann var handtekinn á dögunum rétt í þann mund sem hann var að leggja af stað í ferðalag til Ísraels. Hann var færður til yfirheyrslu og síðan sleppt, en hann sætir farbanni og hald var lagt á vegabréfið hans. Rabbíninn er kokhraustur Rabbíninn segir að enginn vafi leiki á réttmæti hins portúgalska ríkisfangs Abramovich og að öll gögn verði afhent stjórnvöldum. Þrátt fyrir að Abramovich hafi nú státað af portúgölskum ríkisborgararétti í eitt ár, var þetta ekki lýðum ljóst fyrr en rétt fyrir síðustu áramót þegar portúgalska dagblaðið Público upplýsti þetta sem og að grunur léki á að Litvak rabbíni og þar með gyðingasamfélagið í Porto seldi hreinlega portúgalskan ríkisborgararétt fyrir væna fúlgu fjár. Abramovich er helsti styrktaraðili Helfararsafnsins í Porto sem var opnað í apríl í fyrra, á sama tíma og honum var veittur hinn portúgalski passi. Og merkilegt nokk, þá er höfundur greina um portúgalska forfeður Abramovich á Wikipedia-vefnum, forstöðumaður Helfararsafnsins. Abramovich þarf þó ekki að örvænta verði hið portúgalska ríkisfang hans afturkallað. Hann er nefnilega líka ríkisborgari Litháens og Ísraels.
Portúgal Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira