Börnin og mæðurnar sem urðu eftir í Póllandi nú á leið til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. mars 2022 19:52 Fjöldi fólks, að meirihluta til konur og börn, hafa flúð Úkraínu frá því innrás Rússa í landið hófst í síðasta mánuði. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Christoph Reichwein/picture alliance via Getty Þær úkraínsku konur og börn þeirra sem voru skilin eftir á flugvellinum í Varsjá, höfuðborg Póllands, í fyrrakvöld eru nú komin upp í flugvél á leið til landsins. Frá þessu greinir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook. Í fyrrakvöld birti hún þar færslu þar sem hún sagði frá því að úkraínsk börn og mæður þeirra fengju ekki að innrita sig í flug frá Varsjá til Íslands, þar sem börnin væru ekki með vegabréf. Þar hafi engu skipt þótt mæðurnar væru með fæðingarvottorð barnanna með sér og með þau skráð í sín vegabréf. Þá skoraði Helga Vala á dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra að beita sér í málinu. Ríkislögreglustjóri og utanríkisráðherra hafi liðkað fyrir málinu Helga Vala greindi svo frá því rétt upp úr klukkan sjö í kvöld að þau börn og þær mæður sem höfðu orðið eftir á flugvellinum væru nú komin um borð í vél frá Varsjá og hingað til lands. „Stjórnvöld tóku við sér eftir hamaganginn. Vel gert Þórdís Kolbrún og Sigríður Björk. Það virðist sem að nærvera íslenskrar lögreglu og skýr skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum hafi loksins borið árangur. Velkomin,“ skrifar Helga Vala. Í samtali við Vísi segir Helga Vala að þáttur Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra hafi falist í því að taka á móti ýmsum gögnum sem Helgu Völu hafði borist um flóttafólkið. „Það voru vegabréf, fæðingarvottorð, myndir af börnunum í vegabréfum mæðranna og svo framvegis. Ýmislegt sem gat liðkað fyrir málinu,“ segir Helga Vala. Sigríður Björk hafi síðan sent tvo lögreglumenn frá alþjóðadeild lögreglunnar út til Varsjár í dag, til þess að fylgja málinu eftir. Hún segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hafi sömuleiðis sýnt því mikinn áhuga að leysa málið sem fyrst. „Þær sýndu þessu báðar mikinn áhuga og skilning og mega alveg eiga það.“ Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia er áætlað að fólkið, sem kemur með flugi Wizz Air til Keflavíkur, lendi um klukkan hálf eitt í nótt. Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Utanríkismál Flóttamenn Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Frá þessu greinir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook. Í fyrrakvöld birti hún þar færslu þar sem hún sagði frá því að úkraínsk börn og mæður þeirra fengju ekki að innrita sig í flug frá Varsjá til Íslands, þar sem börnin væru ekki með vegabréf. Þar hafi engu skipt þótt mæðurnar væru með fæðingarvottorð barnanna með sér og með þau skráð í sín vegabréf. Þá skoraði Helga Vala á dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra að beita sér í málinu. Ríkislögreglustjóri og utanríkisráðherra hafi liðkað fyrir málinu Helga Vala greindi svo frá því rétt upp úr klukkan sjö í kvöld að þau börn og þær mæður sem höfðu orðið eftir á flugvellinum væru nú komin um borð í vél frá Varsjá og hingað til lands. „Stjórnvöld tóku við sér eftir hamaganginn. Vel gert Þórdís Kolbrún og Sigríður Björk. Það virðist sem að nærvera íslenskrar lögreglu og skýr skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum hafi loksins borið árangur. Velkomin,“ skrifar Helga Vala. Í samtali við Vísi segir Helga Vala að þáttur Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra hafi falist í því að taka á móti ýmsum gögnum sem Helgu Völu hafði borist um flóttafólkið. „Það voru vegabréf, fæðingarvottorð, myndir af börnunum í vegabréfum mæðranna og svo framvegis. Ýmislegt sem gat liðkað fyrir málinu,“ segir Helga Vala. Sigríður Björk hafi síðan sent tvo lögreglumenn frá alþjóðadeild lögreglunnar út til Varsjár í dag, til þess að fylgja málinu eftir. Hún segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hafi sömuleiðis sýnt því mikinn áhuga að leysa málið sem fyrst. „Þær sýndu þessu báðar mikinn áhuga og skilning og mega alveg eiga það.“ Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia er áætlað að fólkið, sem kemur með flugi Wizz Air til Keflavíkur, lendi um klukkan hálf eitt í nótt.
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Utanríkismál Flóttamenn Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira