Hafa mætt miklum hlýhug hér á landi eftir langt ferðalag frá Úkraínu Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 18. mars 2022 21:01 Mæðgurnar ætla að snúa aftur til Úkraínu þegar stríðinu lýkur. Vísir/Einar Mæðgur sem flúðu stríðsátökin segjast hafa mætt miklum hlýhug hér á landi. Móðirin vonast til að dóttir sín komist sem fyrst í skóla og hún í vinnu en hún fari aftur heim um leið og stríðinu lýkur. Mæðgurnar flúðu í lest frá Kænugarði í Úkraínu fyrir um tveimur vikum og komu sér til Svíþjóðar, þaðan til Kaupmannahafnar og svo til Íslands. „Það var erfitt að fara frá Kænugarði og lítið pláss í lestinni þegar við flúðum. Við þurftum að standa í sex klukkustundir án vatns eða matar. Það var sprengt allt í kringum borgina,“ segir Kozhukharova Olena, sem flúði Kænugarð ásamt dóttur sinni. Eiginmaður hennar var eftir til að aðstoða herinn í landinu. Hún segist afar þakklát fyrir gestrisni sem hún og dóttir hennar hafi notið hér á landi síðustu daga. „Ég er þakklát fyrir að komast til Íslands og Íslendingar eru afar vinveittir Úkraínumönnum, sérstaklega er ég þakklát Rakel [Garðarsdóttur. Ég veit ekki hvar við værum ef hún hefði ekki hjálpað okkur.“ Rakel setti sig í samband við mæðgurnar með hjálp Google translate þýðingarforritsins.Vísir/Einar Rakel komst í samband við mæðgurnar eftir að kunningi hennar auglýsti eftir hjálp fyrir þær á samfélagsmiðlum. „Í stuttu máli var það þannig að ég hafði samband við hana með Google translate, spurði hvort hún gæti komið sér til Kaupmannahafnar og þá myndi ég kaupa flugmiða fyrir hana. Hún gat það og þá kom hún um kvöldið. Svo er þetta bara röð tilviljana. Ég er ekki ein, ég hafði samband við mann sem heitir Aðalsteinn, sem aðstoðaði mig fjárhagslega,“ segir Rakel. Rakel segir að þó að þær skilji ekki tungumál hverrar annarrar þá skilji allir tungumál hjartans. „Við brosum bara þrjár framan í hvor aðra og föðmumst.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Mæðgurnar flúðu í lest frá Kænugarði í Úkraínu fyrir um tveimur vikum og komu sér til Svíþjóðar, þaðan til Kaupmannahafnar og svo til Íslands. „Það var erfitt að fara frá Kænugarði og lítið pláss í lestinni þegar við flúðum. Við þurftum að standa í sex klukkustundir án vatns eða matar. Það var sprengt allt í kringum borgina,“ segir Kozhukharova Olena, sem flúði Kænugarð ásamt dóttur sinni. Eiginmaður hennar var eftir til að aðstoða herinn í landinu. Hún segist afar þakklát fyrir gestrisni sem hún og dóttir hennar hafi notið hér á landi síðustu daga. „Ég er þakklát fyrir að komast til Íslands og Íslendingar eru afar vinveittir Úkraínumönnum, sérstaklega er ég þakklát Rakel [Garðarsdóttur. Ég veit ekki hvar við værum ef hún hefði ekki hjálpað okkur.“ Rakel setti sig í samband við mæðgurnar með hjálp Google translate þýðingarforritsins.Vísir/Einar Rakel komst í samband við mæðgurnar eftir að kunningi hennar auglýsti eftir hjálp fyrir þær á samfélagsmiðlum. „Í stuttu máli var það þannig að ég hafði samband við hana með Google translate, spurði hvort hún gæti komið sér til Kaupmannahafnar og þá myndi ég kaupa flugmiða fyrir hana. Hún gat það og þá kom hún um kvöldið. Svo er þetta bara röð tilviljana. Ég er ekki ein, ég hafði samband við mann sem heitir Aðalsteinn, sem aðstoðaði mig fjárhagslega,“ segir Rakel. Rakel segir að þó að þær skilji ekki tungumál hverrar annarrar þá skilji allir tungumál hjartans. „Við brosum bara þrjár framan í hvor aðra og föðmumst.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira