Gerir undanþágu svo flóttafólk geti tekið gæludýr sín með til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. mars 2022 21:45 Áætlað er að um eitt prósent þeirra sem nú flýja stríðið í Úkraínu séu með gæludýr sín með á flóttanum. Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að veita undanþágu frá gildandi banni við innflutningi gæludýra frá Úkraínu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins, þar sem fram kemur að ákvörðunin hafi verið tekin að fenginni umsögn Matvælastofnunar. Áætlað er að um eitt prósent flóttafólks frá Úkraínu hafi með sér gæludýr sín á flóttanum. „Til að bregðast við þeirri stöðu á mannúðlegan hátt hefur matvælaráðuneytið kannað hvort hægt sé að taka á móti þeim dýrum sem fylgja eigendum sínum til Íslands. Á fundi yfirdýralækna á Norðurlöndum sem haldinn var nýverið var mælst til að aðildarríki ESB væru sveigjanleg við móttöku gæludýra flóttafólks frá Úkraínu. Í framhaldinu hafa mörg Norðurlandanna veitt undanþágur,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Þá er haft eftir Svandísi: „Flóttafólk frá Úkraínu hefur gengið í gegnum ólýsanlegar hörmungar og því er mikilvægt að við tökum á móti þeim á mannúðlegan hátt. Það er ekki á það bætandi að þurfa að skilja við dýrin sín við þessar aðstæður,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra um þessa ákvörðun. Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra.Vísir/Vilhelm Skilyrðin sett vegna hundaæðis Þau skilyrði sem sett eru fyrir því að fólk fái að taka gæludýr sín með sér hingað til lands eru meðal annars sett með tilliti til þess að útbreiðsla hundaæðis er talsverð í Úkraínu, en hundaæði hefur aldrei greinst á Íslandi. Um er að ræða alvarlegan sjúkdóm fyrir dýr og menn og því beri að sýna mikla varkárni. „Eitt af skilyrðum þessarar undanþágu er að dýr sé flutt beint á einangrunarstöð við komu til landsins og fái strax almenna heilbrigðisskoðun dýralæknis. Ef dýr er ekki örmerkt skal það merkt af dýralækni. Einnig verða óbólusett dýr bólusett gegn hundaæði og mótefni mæld 30 dögum síðar. Ef niðurstöður eru fullnægjandi skal dýr vera áfram í einangrun í 3 mánuði og það jafnframt meðhöndlað gegn innri og ytri sníkjudýrum að lágmarki tvisvar.“ Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Gæludýr Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins, þar sem fram kemur að ákvörðunin hafi verið tekin að fenginni umsögn Matvælastofnunar. Áætlað er að um eitt prósent flóttafólks frá Úkraínu hafi með sér gæludýr sín á flóttanum. „Til að bregðast við þeirri stöðu á mannúðlegan hátt hefur matvælaráðuneytið kannað hvort hægt sé að taka á móti þeim dýrum sem fylgja eigendum sínum til Íslands. Á fundi yfirdýralækna á Norðurlöndum sem haldinn var nýverið var mælst til að aðildarríki ESB væru sveigjanleg við móttöku gæludýra flóttafólks frá Úkraínu. Í framhaldinu hafa mörg Norðurlandanna veitt undanþágur,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Þá er haft eftir Svandísi: „Flóttafólk frá Úkraínu hefur gengið í gegnum ólýsanlegar hörmungar og því er mikilvægt að við tökum á móti þeim á mannúðlegan hátt. Það er ekki á það bætandi að þurfa að skilja við dýrin sín við þessar aðstæður,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra um þessa ákvörðun. Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra.Vísir/Vilhelm Skilyrðin sett vegna hundaæðis Þau skilyrði sem sett eru fyrir því að fólk fái að taka gæludýr sín með sér hingað til lands eru meðal annars sett með tilliti til þess að útbreiðsla hundaæðis er talsverð í Úkraínu, en hundaæði hefur aldrei greinst á Íslandi. Um er að ræða alvarlegan sjúkdóm fyrir dýr og menn og því beri að sýna mikla varkárni. „Eitt af skilyrðum þessarar undanþágu er að dýr sé flutt beint á einangrunarstöð við komu til landsins og fái strax almenna heilbrigðisskoðun dýralæknis. Ef dýr er ekki örmerkt skal það merkt af dýralækni. Einnig verða óbólusett dýr bólusett gegn hundaæði og mótefni mæld 30 dögum síðar. Ef niðurstöður eru fullnægjandi skal dýr vera áfram í einangrun í 3 mánuði og það jafnframt meðhöndlað gegn innri og ytri sníkjudýrum að lágmarki tvisvar.“
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Gæludýr Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira