Sjálfboðaliðar hafi lyft grettistaki við mótttöku flóttamanna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. mars 2022 19:01 Sveinn Rúnar Sigurðsson talsmaður um 250 sjálboðaliða sem hafa sinnt verkefnum tengdum flóttafólki frá Úkarínu síðustu vikur . Hann segir hópinn hafa lyft grettistaki. Vísir/Sigurjón Hátt í þrjúhundruð sjálfboðaliðar halda utan um mötuneyti, hópferðabíla, barnapössun og fleira fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Talsmaður hópsins segir ótrúlegt að sjá kraftinn í hópnum meðan Útlendingastofnun dragi lappirnar varðandi ýmsa grunnþjónustu. Frá því innrás Rússa hófst í Úkraínu hafa 284 íbúar landsins sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Sveinn Rúnar Sigurðsson talsmaður um 250 sjálfboðaliða sem hafa sinnt fólkinu síðustu vikur ásamt öðrum segir gríðarmörg verkefni í gangi á vegum hópsins þar á meðal umsjón mötuneytis í Guðrúnartúni. Þar hafi undanfarið verið tekið á móti um 150 manns daglega í mat. „Hópurinn er til dæmis með með þrjár rútur á sínum snærum fyrir flóttafólkið. Við ætlum að opna aðstöðu þar sem börn og foreldrar geta dvalið og fengið smá hvíld. Við erum líka með alls konar afleidda þjónustu í óstofnuðum samtökum sem telja nú 250 manns. Þetta er meira og minna gert í samráði við Gylfa Þór Þorsteinsson sem leiðir sérstakt aðgerðarteymi vegna komu einstaklinga á flótta frá Úkraínu, Þjóðkirkjuna og fleiri hjálparsamtök. Við munum að sjálfsögðu skila allri þessari vinnu til hans þegar hið miðlæga batterí er endanlega tilbúið,“ segir Sveinn. Flóttafólk frá Úkraínu dvelur m.a. á Fosshóteli Rauðará. Á myndinni eru sjálfboðaliðar og fleiri.Vísir/Sigurjón Útlendingastofnun heldur utan um húsnæði fyrir flóttafólkið. Stjórnvöld tilkynntu til að mynda í gær að búið væri að leigja tvö íbúðahótel til viðbótar þeim sem eru þegar til staðar fyrir flóttafólk frá Úkraínu, eitt í Reykjavík og hitt á Bifröst Sveinn gagnrýnir hversu sumir hlutir gangi hægt á vegum Útlendingastofnunar því mikilvægt sé að flóttafólkið geti notið allrar grunnþjónustu sem fyrst. „Það skiptir máli að hér séu innviðir til að taka á móti þessu fólki. Það þarf að geta dreift huganum og haft eitthvað fyrir stafni annað en að vera inn á herbergjum og fá til sín matarbakka. Ég er afar þakklátur þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa hlaupið á þeim hraða sem vænst er af íslenskri þjóð og útvegað alls kyns nauðsynjar. Það er því miður ekki hægt að segja alveg það sama um Útlendingastofnun, en stofnunin hefur haft nokkrar vikur til að útvega fólkinu þvottavélar svo það geti þvegið af sér en enn þá bólar ekkert á þeim,“ segir Sveinn Rúnar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Félagsmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur líka við það Biskup Íslands segir kirkjuna taka flóttafólki frá Úkraínu fagnandi. Hún segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur við það. 18. mars 2022 22:16 Gerir undanþágu svo flóttafólk geti tekið gæludýr sín með til Íslands Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að veita undanþágu frá gildandi banni við innflutningi gæludýra frá Úkraínu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 18. mars 2022 21:45 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Frá því innrás Rússa hófst í Úkraínu hafa 284 íbúar landsins sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Sveinn Rúnar Sigurðsson talsmaður um 250 sjálfboðaliða sem hafa sinnt fólkinu síðustu vikur ásamt öðrum segir gríðarmörg verkefni í gangi á vegum hópsins þar á meðal umsjón mötuneytis í Guðrúnartúni. Þar hafi undanfarið verið tekið á móti um 150 manns daglega í mat. „Hópurinn er til dæmis með með þrjár rútur á sínum snærum fyrir flóttafólkið. Við ætlum að opna aðstöðu þar sem börn og foreldrar geta dvalið og fengið smá hvíld. Við erum líka með alls konar afleidda þjónustu í óstofnuðum samtökum sem telja nú 250 manns. Þetta er meira og minna gert í samráði við Gylfa Þór Þorsteinsson sem leiðir sérstakt aðgerðarteymi vegna komu einstaklinga á flótta frá Úkraínu, Þjóðkirkjuna og fleiri hjálparsamtök. Við munum að sjálfsögðu skila allri þessari vinnu til hans þegar hið miðlæga batterí er endanlega tilbúið,“ segir Sveinn. Flóttafólk frá Úkraínu dvelur m.a. á Fosshóteli Rauðará. Á myndinni eru sjálfboðaliðar og fleiri.Vísir/Sigurjón Útlendingastofnun heldur utan um húsnæði fyrir flóttafólkið. Stjórnvöld tilkynntu til að mynda í gær að búið væri að leigja tvö íbúðahótel til viðbótar þeim sem eru þegar til staðar fyrir flóttafólk frá Úkraínu, eitt í Reykjavík og hitt á Bifröst Sveinn gagnrýnir hversu sumir hlutir gangi hægt á vegum Útlendingastofnunar því mikilvægt sé að flóttafólkið geti notið allrar grunnþjónustu sem fyrst. „Það skiptir máli að hér séu innviðir til að taka á móti þessu fólki. Það þarf að geta dreift huganum og haft eitthvað fyrir stafni annað en að vera inn á herbergjum og fá til sín matarbakka. Ég er afar þakklátur þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa hlaupið á þeim hraða sem vænst er af íslenskri þjóð og útvegað alls kyns nauðsynjar. Það er því miður ekki hægt að segja alveg það sama um Útlendingastofnun, en stofnunin hefur haft nokkrar vikur til að útvega fólkinu þvottavélar svo það geti þvegið af sér en enn þá bólar ekkert á þeim,“ segir Sveinn Rúnar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Félagsmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur líka við það Biskup Íslands segir kirkjuna taka flóttafólki frá Úkraínu fagnandi. Hún segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur við það. 18. mars 2022 22:16 Gerir undanþágu svo flóttafólk geti tekið gæludýr sín með til Íslands Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að veita undanþágu frá gildandi banni við innflutningi gæludýra frá Úkraínu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 18. mars 2022 21:45 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur líka við það Biskup Íslands segir kirkjuna taka flóttafólki frá Úkraínu fagnandi. Hún segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur við það. 18. mars 2022 22:16
Gerir undanþágu svo flóttafólk geti tekið gæludýr sín með til Íslands Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að veita undanþágu frá gildandi banni við innflutningi gæludýra frá Úkraínu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 18. mars 2022 21:45
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda