Sjálfboðaliðar hafi lyft grettistaki við mótttöku flóttamanna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. mars 2022 19:01 Sveinn Rúnar Sigurðsson talsmaður um 250 sjálboðaliða sem hafa sinnt verkefnum tengdum flóttafólki frá Úkarínu síðustu vikur . Hann segir hópinn hafa lyft grettistaki. Vísir/Sigurjón Hátt í þrjúhundruð sjálfboðaliðar halda utan um mötuneyti, hópferðabíla, barnapössun og fleira fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Talsmaður hópsins segir ótrúlegt að sjá kraftinn í hópnum meðan Útlendingastofnun dragi lappirnar varðandi ýmsa grunnþjónustu. Frá því innrás Rússa hófst í Úkraínu hafa 284 íbúar landsins sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Sveinn Rúnar Sigurðsson talsmaður um 250 sjálfboðaliða sem hafa sinnt fólkinu síðustu vikur ásamt öðrum segir gríðarmörg verkefni í gangi á vegum hópsins þar á meðal umsjón mötuneytis í Guðrúnartúni. Þar hafi undanfarið verið tekið á móti um 150 manns daglega í mat. „Hópurinn er til dæmis með með þrjár rútur á sínum snærum fyrir flóttafólkið. Við ætlum að opna aðstöðu þar sem börn og foreldrar geta dvalið og fengið smá hvíld. Við erum líka með alls konar afleidda þjónustu í óstofnuðum samtökum sem telja nú 250 manns. Þetta er meira og minna gert í samráði við Gylfa Þór Þorsteinsson sem leiðir sérstakt aðgerðarteymi vegna komu einstaklinga á flótta frá Úkraínu, Þjóðkirkjuna og fleiri hjálparsamtök. Við munum að sjálfsögðu skila allri þessari vinnu til hans þegar hið miðlæga batterí er endanlega tilbúið,“ segir Sveinn. Flóttafólk frá Úkraínu dvelur m.a. á Fosshóteli Rauðará. Á myndinni eru sjálfboðaliðar og fleiri.Vísir/Sigurjón Útlendingastofnun heldur utan um húsnæði fyrir flóttafólkið. Stjórnvöld tilkynntu til að mynda í gær að búið væri að leigja tvö íbúðahótel til viðbótar þeim sem eru þegar til staðar fyrir flóttafólk frá Úkraínu, eitt í Reykjavík og hitt á Bifröst Sveinn gagnrýnir hversu sumir hlutir gangi hægt á vegum Útlendingastofnunar því mikilvægt sé að flóttafólkið geti notið allrar grunnþjónustu sem fyrst. „Það skiptir máli að hér séu innviðir til að taka á móti þessu fólki. Það þarf að geta dreift huganum og haft eitthvað fyrir stafni annað en að vera inn á herbergjum og fá til sín matarbakka. Ég er afar þakklátur þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa hlaupið á þeim hraða sem vænst er af íslenskri þjóð og útvegað alls kyns nauðsynjar. Það er því miður ekki hægt að segja alveg það sama um Útlendingastofnun, en stofnunin hefur haft nokkrar vikur til að útvega fólkinu þvottavélar svo það geti þvegið af sér en enn þá bólar ekkert á þeim,“ segir Sveinn Rúnar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Félagsmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur líka við það Biskup Íslands segir kirkjuna taka flóttafólki frá Úkraínu fagnandi. Hún segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur við það. 18. mars 2022 22:16 Gerir undanþágu svo flóttafólk geti tekið gæludýr sín með til Íslands Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að veita undanþágu frá gildandi banni við innflutningi gæludýra frá Úkraínu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 18. mars 2022 21:45 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Sjá meira
Frá því innrás Rússa hófst í Úkraínu hafa 284 íbúar landsins sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Sveinn Rúnar Sigurðsson talsmaður um 250 sjálfboðaliða sem hafa sinnt fólkinu síðustu vikur ásamt öðrum segir gríðarmörg verkefni í gangi á vegum hópsins þar á meðal umsjón mötuneytis í Guðrúnartúni. Þar hafi undanfarið verið tekið á móti um 150 manns daglega í mat. „Hópurinn er til dæmis með með þrjár rútur á sínum snærum fyrir flóttafólkið. Við ætlum að opna aðstöðu þar sem börn og foreldrar geta dvalið og fengið smá hvíld. Við erum líka með alls konar afleidda þjónustu í óstofnuðum samtökum sem telja nú 250 manns. Þetta er meira og minna gert í samráði við Gylfa Þór Þorsteinsson sem leiðir sérstakt aðgerðarteymi vegna komu einstaklinga á flótta frá Úkraínu, Þjóðkirkjuna og fleiri hjálparsamtök. Við munum að sjálfsögðu skila allri þessari vinnu til hans þegar hið miðlæga batterí er endanlega tilbúið,“ segir Sveinn. Flóttafólk frá Úkraínu dvelur m.a. á Fosshóteli Rauðará. Á myndinni eru sjálfboðaliðar og fleiri.Vísir/Sigurjón Útlendingastofnun heldur utan um húsnæði fyrir flóttafólkið. Stjórnvöld tilkynntu til að mynda í gær að búið væri að leigja tvö íbúðahótel til viðbótar þeim sem eru þegar til staðar fyrir flóttafólk frá Úkraínu, eitt í Reykjavík og hitt á Bifröst Sveinn gagnrýnir hversu sumir hlutir gangi hægt á vegum Útlendingastofnunar því mikilvægt sé að flóttafólkið geti notið allrar grunnþjónustu sem fyrst. „Það skiptir máli að hér séu innviðir til að taka á móti þessu fólki. Það þarf að geta dreift huganum og haft eitthvað fyrir stafni annað en að vera inn á herbergjum og fá til sín matarbakka. Ég er afar þakklátur þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa hlaupið á þeim hraða sem vænst er af íslenskri þjóð og útvegað alls kyns nauðsynjar. Það er því miður ekki hægt að segja alveg það sama um Útlendingastofnun, en stofnunin hefur haft nokkrar vikur til að útvega fólkinu þvottavélar svo það geti þvegið af sér en enn þá bólar ekkert á þeim,“ segir Sveinn Rúnar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Félagsmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur líka við það Biskup Íslands segir kirkjuna taka flóttafólki frá Úkraínu fagnandi. Hún segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur við það. 18. mars 2022 22:16 Gerir undanþágu svo flóttafólk geti tekið gæludýr sín með til Íslands Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að veita undanþágu frá gildandi banni við innflutningi gæludýra frá Úkraínu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 18. mars 2022 21:45 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Sjá meira
Segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur líka við það Biskup Íslands segir kirkjuna taka flóttafólki frá Úkraínu fagnandi. Hún segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur við það. 18. mars 2022 22:16
Gerir undanþágu svo flóttafólk geti tekið gæludýr sín með til Íslands Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að veita undanþágu frá gildandi banni við innflutningi gæludýra frá Úkraínu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 18. mars 2022 21:45