Guðrún lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rosengård í dag, en það var Mimmi Larsson sem skoraði eina mark leiksins strax á 14. mínútu.
Rosengård mætir því Häcken í bikarúrslitum, en þar leika þær Diljá Ýr Zomers og Agla María Albertsdóttir. Häcken er ríkjandi bikrameistari, en liðið vann 2-1 sigur gegn Hammarby í framlengdum leik í gær.
Úrslitaleikurinn fer fram næstkomandi laugardag og þá kemur í ljós hvort að það verði einn eða tveir Íslendingar sem fagna bikarmeistaratitlinum.