Austurríki og Eistland mættust í síðari leik liðanna í kvöld en Austurríki vann fyrri leik liðanna.
Gerðist það sama í kvöld en Austurríki vann einvígi þjóðanna samtals 62-57. Þar með var ljóst að Austurríki mun mæta íslenska landsliðinu í tveimur leikjum í apríl um sæti á HM.
Fyrri leikur Íslands og Austurríki mun að öllum líkindum fara fram í Bregenz þann 13. apríl og síðari leikurinn fer fram á Ásvöllum þremur dögum síðar, þann 16. apríl.