Hann komst síðan undan en lögregla hafði hendur í hári hans klukkustund síðar, að því er fram kemur í skeyti. Ræninginn var vistaður í fangageymslu.
Í nótt var lögregla síðan send með forgangi í útkall þar sem tilkynnt var um meðvitundarlausan ökumann en bifreið hans var kyrrstæð á miðri akbraut. Þegar lögreglu bar að garði reyndist viðkomandi vera mjög vímaður og í annarlegu ástandi.
Hann tók afskiptum lögreglumanna illa og sló til þessa sem leiddi til handtöku og gistingar í fangaklefa í nótt.
Í skeyti lögreglu segir ennfremur að lögregla hafi einnig þurft að sinna þónokkrum verkefnum tengdum hávaða, ölvuðum aðilum með ónæði og veikindum. Þá segir að um klukkan 19:30 í gærkvöldi hafi lögregla verið send að Suðurlandsvegi þar sem tilkynnt hafði verið um skrifborð á miðri akbraut.