Tvö þúsund kílómetra flótti endaði með úkraínsku HM gulli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2022 09:32 Yaroslava Mahuchikh sést hér með gullið sitt eftir að hafa unnið hástökkið á HM innanhúss í Belgrad í Serbíu um helgina. AP/Darko Vojinovic Yaroslava Mahuchikh var án efa ein af eftirminnilegustu heimsmeisturum helgarinnar á HM innanhúss í frjálsum íþróttum í Belgrad. Yaroslava Mahuchikh clears 2.02m to win an emotional #WorldIndoorChamps high jump gold for Ukraine — World Athletics (@WorldAthletics) March 19, 2022 Mahuchikh tryggði sér heimsmeistaratitilinn í hástökki kvenna með því að stökkva 2,02 metra og gera betur en Ástralinn Eleanor Patterson (2,00 metrar) og Kasakinn Nadezhda Dubovitskaya (1,98 metrar). Þessi tvítuga úkraínska frjálsíþróttakona er nefnilega búin að upplifa afar erfiða tíma síðustu vikur eftir að hún þurfti að flýja heimili sitt í Dnipro eftir innrás Rússa í Úkraínu. Fyrir þremur vikum þá flúði hún heimaborga sína og ferðaðist um tvö þúsund kílómetra leið í bíl til Belgrad í Serbíu. Ferðalagið tók þrjá daga en hún þurfti meðal annars að fela sig í kjallara á leiðinni. The world was cheering on Yaroslava Mahuchikh Gold in the women s high jump for Ukraine at the #WorldIndoorChamps after a long journey to even get to the start (h/t @KatharineMerry) pic.twitter.com/TJo1dlZ6k5— CITIUS MAG (@CitiusMag) March 19, 2022 Hún ferðaðist alla þessa leið með það markmið að ná því að keppa á heimsmeistaramótinu. Ekki beint draumaundirbúningur fyrir íþróttamann en henni tókst engu að síður að stökkva hærra en allir í hástökkskeppninni. Hún var ekki að ná góðum árangri í fyrsta sinn því hún varð önnur á HM 2019 og í þriðja sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. Úkraína eignaðist tvo verðlaunahafi á heimsmeistaramótinu í ár því Maryna Bekh-Romanchuk vann silfurverðlaun í þrístökkinu þar sem Yulimar Rojas frá Venesúela setti heimsmet og vann gull. Congratulations girls! In an amazing moment, Ukrainian athletes won 2 medals at the World Indoor Athletics Championships in Belgrade! Gold:Yaroslava Mahuchikh (high jump, 2.02m) Silver:Maryna Bekh-Romanchuk (triple jump, 14.74m) #StandWithUkraine pic.twitter.com/kspL7AK6N4— Euromaidan Press (@EuromaidanPress) March 21, 2022 Auðvitað hjálpaði það Yaroslavu að þurfa ekki að keppa við hina rússnesku Mariya Lasitskene. Rússum var bannað að taka þátt í heimsmeistaramótinu vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Lasitskene var ríkjandi heims- og Ólympíumeistari. Frjálsar íþróttir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira
Yaroslava Mahuchikh clears 2.02m to win an emotional #WorldIndoorChamps high jump gold for Ukraine — World Athletics (@WorldAthletics) March 19, 2022 Mahuchikh tryggði sér heimsmeistaratitilinn í hástökki kvenna með því að stökkva 2,02 metra og gera betur en Ástralinn Eleanor Patterson (2,00 metrar) og Kasakinn Nadezhda Dubovitskaya (1,98 metrar). Þessi tvítuga úkraínska frjálsíþróttakona er nefnilega búin að upplifa afar erfiða tíma síðustu vikur eftir að hún þurfti að flýja heimili sitt í Dnipro eftir innrás Rússa í Úkraínu. Fyrir þremur vikum þá flúði hún heimaborga sína og ferðaðist um tvö þúsund kílómetra leið í bíl til Belgrad í Serbíu. Ferðalagið tók þrjá daga en hún þurfti meðal annars að fela sig í kjallara á leiðinni. The world was cheering on Yaroslava Mahuchikh Gold in the women s high jump for Ukraine at the #WorldIndoorChamps after a long journey to even get to the start (h/t @KatharineMerry) pic.twitter.com/TJo1dlZ6k5— CITIUS MAG (@CitiusMag) March 19, 2022 Hún ferðaðist alla þessa leið með það markmið að ná því að keppa á heimsmeistaramótinu. Ekki beint draumaundirbúningur fyrir íþróttamann en henni tókst engu að síður að stökkva hærra en allir í hástökkskeppninni. Hún var ekki að ná góðum árangri í fyrsta sinn því hún varð önnur á HM 2019 og í þriðja sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. Úkraína eignaðist tvo verðlaunahafi á heimsmeistaramótinu í ár því Maryna Bekh-Romanchuk vann silfurverðlaun í þrístökkinu þar sem Yulimar Rojas frá Venesúela setti heimsmet og vann gull. Congratulations girls! In an amazing moment, Ukrainian athletes won 2 medals at the World Indoor Athletics Championships in Belgrade! Gold:Yaroslava Mahuchikh (high jump, 2.02m) Silver:Maryna Bekh-Romanchuk (triple jump, 14.74m) #StandWithUkraine pic.twitter.com/kspL7AK6N4— Euromaidan Press (@EuromaidanPress) March 21, 2022 Auðvitað hjálpaði það Yaroslavu að þurfa ekki að keppa við hina rússnesku Mariya Lasitskene. Rússum var bannað að taka þátt í heimsmeistaramótinu vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Lasitskene var ríkjandi heims- og Ólympíumeistari.
Frjálsar íþróttir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira