Tvö þúsund kílómetra flótti endaði með úkraínsku HM gulli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2022 09:32 Yaroslava Mahuchikh sést hér með gullið sitt eftir að hafa unnið hástökkið á HM innanhúss í Belgrad í Serbíu um helgina. AP/Darko Vojinovic Yaroslava Mahuchikh var án efa ein af eftirminnilegustu heimsmeisturum helgarinnar á HM innanhúss í frjálsum íþróttum í Belgrad. Yaroslava Mahuchikh clears 2.02m to win an emotional #WorldIndoorChamps high jump gold for Ukraine — World Athletics (@WorldAthletics) March 19, 2022 Mahuchikh tryggði sér heimsmeistaratitilinn í hástökki kvenna með því að stökkva 2,02 metra og gera betur en Ástralinn Eleanor Patterson (2,00 metrar) og Kasakinn Nadezhda Dubovitskaya (1,98 metrar). Þessi tvítuga úkraínska frjálsíþróttakona er nefnilega búin að upplifa afar erfiða tíma síðustu vikur eftir að hún þurfti að flýja heimili sitt í Dnipro eftir innrás Rússa í Úkraínu. Fyrir þremur vikum þá flúði hún heimaborga sína og ferðaðist um tvö þúsund kílómetra leið í bíl til Belgrad í Serbíu. Ferðalagið tók þrjá daga en hún þurfti meðal annars að fela sig í kjallara á leiðinni. The world was cheering on Yaroslava Mahuchikh Gold in the women s high jump for Ukraine at the #WorldIndoorChamps after a long journey to even get to the start (h/t @KatharineMerry) pic.twitter.com/TJo1dlZ6k5— CITIUS MAG (@CitiusMag) March 19, 2022 Hún ferðaðist alla þessa leið með það markmið að ná því að keppa á heimsmeistaramótinu. Ekki beint draumaundirbúningur fyrir íþróttamann en henni tókst engu að síður að stökkva hærra en allir í hástökkskeppninni. Hún var ekki að ná góðum árangri í fyrsta sinn því hún varð önnur á HM 2019 og í þriðja sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. Úkraína eignaðist tvo verðlaunahafi á heimsmeistaramótinu í ár því Maryna Bekh-Romanchuk vann silfurverðlaun í þrístökkinu þar sem Yulimar Rojas frá Venesúela setti heimsmet og vann gull. Congratulations girls! In an amazing moment, Ukrainian athletes won 2 medals at the World Indoor Athletics Championships in Belgrade! Gold:Yaroslava Mahuchikh (high jump, 2.02m) Silver:Maryna Bekh-Romanchuk (triple jump, 14.74m) #StandWithUkraine pic.twitter.com/kspL7AK6N4— Euromaidan Press (@EuromaidanPress) March 21, 2022 Auðvitað hjálpaði það Yaroslavu að þurfa ekki að keppa við hina rússnesku Mariya Lasitskene. Rússum var bannað að taka þátt í heimsmeistaramótinu vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Lasitskene var ríkjandi heims- og Ólympíumeistari. Frjálsar íþróttir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira
Yaroslava Mahuchikh clears 2.02m to win an emotional #WorldIndoorChamps high jump gold for Ukraine — World Athletics (@WorldAthletics) March 19, 2022 Mahuchikh tryggði sér heimsmeistaratitilinn í hástökki kvenna með því að stökkva 2,02 metra og gera betur en Ástralinn Eleanor Patterson (2,00 metrar) og Kasakinn Nadezhda Dubovitskaya (1,98 metrar). Þessi tvítuga úkraínska frjálsíþróttakona er nefnilega búin að upplifa afar erfiða tíma síðustu vikur eftir að hún þurfti að flýja heimili sitt í Dnipro eftir innrás Rússa í Úkraínu. Fyrir þremur vikum þá flúði hún heimaborga sína og ferðaðist um tvö þúsund kílómetra leið í bíl til Belgrad í Serbíu. Ferðalagið tók þrjá daga en hún þurfti meðal annars að fela sig í kjallara á leiðinni. The world was cheering on Yaroslava Mahuchikh Gold in the women s high jump for Ukraine at the #WorldIndoorChamps after a long journey to even get to the start (h/t @KatharineMerry) pic.twitter.com/TJo1dlZ6k5— CITIUS MAG (@CitiusMag) March 19, 2022 Hún ferðaðist alla þessa leið með það markmið að ná því að keppa á heimsmeistaramótinu. Ekki beint draumaundirbúningur fyrir íþróttamann en henni tókst engu að síður að stökkva hærra en allir í hástökkskeppninni. Hún var ekki að ná góðum árangri í fyrsta sinn því hún varð önnur á HM 2019 og í þriðja sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. Úkraína eignaðist tvo verðlaunahafi á heimsmeistaramótinu í ár því Maryna Bekh-Romanchuk vann silfurverðlaun í þrístökkinu þar sem Yulimar Rojas frá Venesúela setti heimsmet og vann gull. Congratulations girls! In an amazing moment, Ukrainian athletes won 2 medals at the World Indoor Athletics Championships in Belgrade! Gold:Yaroslava Mahuchikh (high jump, 2.02m) Silver:Maryna Bekh-Romanchuk (triple jump, 14.74m) #StandWithUkraine pic.twitter.com/kspL7AK6N4— Euromaidan Press (@EuromaidanPress) March 21, 2022 Auðvitað hjálpaði það Yaroslavu að þurfa ekki að keppa við hina rússnesku Mariya Lasitskene. Rússum var bannað að taka þátt í heimsmeistaramótinu vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Lasitskene var ríkjandi heims- og Ólympíumeistari.
Frjálsar íþróttir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira