Vatnið – Lífæð þjóðar Jón Trausti Kárason skrifar 22. mars 2022 09:00 22. mars er alþjóðlegur dagur vatnsins. Þema dagsins í ár er grunnvatn. Vatn er ein grundvallarforsenda þess að líf geti þrifist hér á jörðu, sem og annarsstaðar ef út í það er farið. Aðgengi og gæðum vatns er mjög misskipt eftir því hvar niður er borið á jarðkringlunni en hér á landi búum við ansi hreint vel þar sem meginþorri þjóðar býr við góðan vatnsforða og heilnæmi neysluvatns er almennt með allra besta móti. Það má því segja að við sem hér byggjum land, séum í þeirri forréttindastöðu að við búum, og höfum búið, við allsnægtir þegar kemur að aðgengi að hreinu vatni. Afar mikilvægt er að við sem samfélag áttum okkur á því að umrædd forréttindi eru ekki sjálfgefin. Við höfum komist á þann stað sem við erum á með mikilli framsýni og fyrirhöfn. Það er hlutverk okkar sem kyndilberar nútíðarinnar að horfa fram á veginn og skila af okkur þeirri dýrmætu auðlind sem kalda vatnið er til komandi kynslóða í sama, eða betra, ástandi en við tókum við henni. Breytingar á loftslagi jarðar hafa og munu breyta leiknum þegar kemur að því að tryggja þau lífsgæði sem vatninu fylgja. Samfélagið fékk áminningu síðasta sumar þegar gróðureldar kviknuðu í Heiðmörk eftir langvarandi þurrka. Þrátt fyrir að betur hafi farið en á horfðist mátti ekki mikið út af bera til þess að raunin hefði orðið önnur. Í samhengi þessara atburða, þá er mikilvægt að átta sig á því að Heiðmörk er vatnsverndarsvæði og því karfan sem geymir fjöregg höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að vatnsöflun. Það var fumlausu og samstilltu átaki þeirra sem hafa almannavarnir á sínu forræði að þakka að ekki fór verr. Fari eitthvað úrskeiðis sem ógnað gæti þeim vatnsbólunum sem þar er að finna, er aðgengi stórs hluta þjóðarinnar að neysluvatni sett í uppnám. Við hjá Veitum tökum alvarlega það hlutverk okkar að hlúa að og nýta auðlindina með sjálfbærni og almannahagsmuni að leiðarljósi og erum sífellt á varðbergi þegar kemur að því að leita leiða til þess að vernda og tryggja þessa lífnauðsynlegu innviði. Þrátt fyrir að ábyrgðin á vatnsverndinni hvíli formlega á herðum skilgreindra aðila er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir að hún liggur í raun hjá hverju og einu okkar þegar stóra samhengi hlutanna er skoðað. Boðskapur minn á Degi vatnsins til okkar sem þjóðar er eftirfarandi. Á meðan við njótum á ábyrgan hátt þeirra gjafa sem náttúra okkar hefur upp á að bjóða skulum við sífellt hafa það í huga að forréttindi okkar eru ekki sjálfgefin og að samheldni og samstillt átak þjóðar þarf til þess að þeirra verði áfram notið um ókomin ár. Höfundur er forstöðumaður vatnsveitu Veitna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
22. mars er alþjóðlegur dagur vatnsins. Þema dagsins í ár er grunnvatn. Vatn er ein grundvallarforsenda þess að líf geti þrifist hér á jörðu, sem og annarsstaðar ef út í það er farið. Aðgengi og gæðum vatns er mjög misskipt eftir því hvar niður er borið á jarðkringlunni en hér á landi búum við ansi hreint vel þar sem meginþorri þjóðar býr við góðan vatnsforða og heilnæmi neysluvatns er almennt með allra besta móti. Það má því segja að við sem hér byggjum land, séum í þeirri forréttindastöðu að við búum, og höfum búið, við allsnægtir þegar kemur að aðgengi að hreinu vatni. Afar mikilvægt er að við sem samfélag áttum okkur á því að umrædd forréttindi eru ekki sjálfgefin. Við höfum komist á þann stað sem við erum á með mikilli framsýni og fyrirhöfn. Það er hlutverk okkar sem kyndilberar nútíðarinnar að horfa fram á veginn og skila af okkur þeirri dýrmætu auðlind sem kalda vatnið er til komandi kynslóða í sama, eða betra, ástandi en við tókum við henni. Breytingar á loftslagi jarðar hafa og munu breyta leiknum þegar kemur að því að tryggja þau lífsgæði sem vatninu fylgja. Samfélagið fékk áminningu síðasta sumar þegar gróðureldar kviknuðu í Heiðmörk eftir langvarandi þurrka. Þrátt fyrir að betur hafi farið en á horfðist mátti ekki mikið út af bera til þess að raunin hefði orðið önnur. Í samhengi þessara atburða, þá er mikilvægt að átta sig á því að Heiðmörk er vatnsverndarsvæði og því karfan sem geymir fjöregg höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að vatnsöflun. Það var fumlausu og samstilltu átaki þeirra sem hafa almannavarnir á sínu forræði að þakka að ekki fór verr. Fari eitthvað úrskeiðis sem ógnað gæti þeim vatnsbólunum sem þar er að finna, er aðgengi stórs hluta þjóðarinnar að neysluvatni sett í uppnám. Við hjá Veitum tökum alvarlega það hlutverk okkar að hlúa að og nýta auðlindina með sjálfbærni og almannahagsmuni að leiðarljósi og erum sífellt á varðbergi þegar kemur að því að leita leiða til þess að vernda og tryggja þessa lífnauðsynlegu innviði. Þrátt fyrir að ábyrgðin á vatnsverndinni hvíli formlega á herðum skilgreindra aðila er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir að hún liggur í raun hjá hverju og einu okkar þegar stóra samhengi hlutanna er skoðað. Boðskapur minn á Degi vatnsins til okkar sem þjóðar er eftirfarandi. Á meðan við njótum á ábyrgan hátt þeirra gjafa sem náttúra okkar hefur upp á að bjóða skulum við sífellt hafa það í huga að forréttindi okkar eru ekki sjálfgefin og að samheldni og samstillt átak þjóðar þarf til þess að þeirra verði áfram notið um ókomin ár. Höfundur er forstöðumaður vatnsveitu Veitna.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun