Grunnvatn – hin falda auðlind Jórunn Harðardóttir skrifar 22. mars 2022 07:00 Í dag 22. mars halda Sameinuðu þjóðirnar upp á alþjóðlegan dag vatnsins þrítugasta árið í röð. Meginmarkmið dagsins er að hvetja alþjóðasamfélagið til að beina sjónum sínum að heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna nr. 6, þ.e. að tryggja hreint vatn og hreinlætisaðstöðu fyrir alla jarðarbúa fyrir árið 2030. Í ár beinist athyglin að grunnvatni, sem er aðalundirstaða drykkjarvatns á jörðinni auk þess sem það er notað í matvælaframleiðslu, iðnaði og uppbyggingu hreinlætisaðstöðu um heim allan. Eru þetta sjálfsögð gæði sem við getum gengið að sem vísu? Er alltaf nóg, sama hvað af er tekið, og er í öllum tilfellum á vísan að róa með gæði vatnsins? Ein af mikilvægari auðlindum Íslands er sá fjársjóður sem býr í heitu og köldu grunnvatni. Gæði vatnsins eru forsenda heilbrigðs lífs, bætir aðstæður og líðan og er undirstaða mikilvægra framleiðsluferla hér á landi. Grunnvatn er sömuleiðis undirstaða heilbrigðra vistkerfa s.s. vatnsfalla og votlendis og ofnotkun þess eða álag getur haft í för með sér ófyrirséðar afleiðingar. Grunnvatn er því mikilvæg auðlind hér á landi og nauðsynlegt að tryggja gæði þess og aðgengi. Á Íslandi er talið að um 20% af afrennsli landsins, eða 1000 m3/s, renni fram sem grunnvatn. Hér eins og annars staðar í heiminum er grunnvatn langstærstur hluti neysluvatns og er að auki einn af grunnþáttum stöðugleika í orkuframleiðslu margra vatnsaflsvirkjana. Gott vatn í nægilegu magni er ekki sjálfsagt. Aðeins í fyrrasumar léku þurrkar bændu illa á Norður- og Austurlandi. Þekkt eru hér á landi mun fleiri tilfelli þar sem vatn hefur haft veruleg áhrif á lífsgæði okkar en menn gera sér grein fyrir allt fram á daginn í dag. Í nóvember 1906 kom upp taugaveiki í Reykjavík og varð að faraldri á skömmum tíma. Í kjölfarið var lögð mikil áhersla á því að bæta neysluvatn Reykvíkinga og fljótlega var lagst í gerð vatnsveitu. Í dag er 95% af neysluvatni okkar grunnvatn og yfirleitt dreift til notenda án sérstakrar meðhöndlunar eða hreinsunar. Hér á landi hefur lengi vel verið horft til grunnvatns sem ótakmarkaðrar auðlindar og hafa Íslendingar löngum verið stoltir af hinu hreina vatni sem vellur fram í uppsprettum á hálendisbrúninni sem og úr krönunum heima við. Er þá ótalið heita grunnvatnið sem notað hefur verið til hitaveitu um land allt. En er grunnvatnið í raun ótakmarkað og jafn hreint og tært og ímynd þess segir til um? Hvert er raunverulegt álag á grunnvatn? Hversu mikið vitum við í raun um þessa földu auðlind? Álag á vatn er margskonar og er skilgreint í lögum um stjórn vatnamála sem allt sem hefur áhrif á ástand og aðgengi vatns. Í þessu sambandi má nefna álag vegna mengunar, nýtingar og breytinga á aðstæðum vegna framkvæmda. Mikil vatnstaka getur breytt náttúrulegri grunnvatnsstöðu sem getur rýrt gæði vatnsins, t.d. orsakað það að sjór eða mengun fari inn í grunnvatnið. Einnig getur magn vatns verið takmarkandi fyrir þá notkun sem áætluð er. Þetta á einkum við þar sem vatnstaka er mikil s.s. í grennd við höfuðborgarsvæðið en einnig þar sem veitirinn er viðkvæmur fyrir röskun, eins og t.d. víða á Reykjanesskaganum þar sem ferskvatnið liggur sem linsa ofan á sjó. Með meiri umsvifum í vatnsfrekum iðnaði, t.d. fiskeldi, ylrækt og annarri matvælaframleiðslu er ljóst að álag á magnstöðu grunnvatns fer sífellt vaxandi. Sömuleiðis eykst hættan á mengun grunnvatns með útbreiðslu byggðar inn á landsvæði nálægt stórum grunnvatnsstraumum, auknum ferðalögum inn á viðkvæm grunnvatnssvæði sem áður voru utan alfaraleiðar og vatnstöku, og/eða -breytinga tengdum vatnsafls- og jarðhitavirkjunum. Þá er ónefnd ógnin sem getur stafað af breyttu veðurfari með hærri tíðni aftakaúrkomu og þurrkatímabila sem hefur þegar sýnt sig að getur haft veruleg áhrif á bæði mengun og magnstöðu grunnvatns. En hvaða gögn höfum við í höndunum til að stýra álagi á grunnvatn? Umsóknum um leyfi vegna vatnstöku fjölgar frá ári til árs samtímis og mælingum sem gefa upplýsingar um mengun og magn grunnvatnsauðlindarinnar fækkar jafnt og þétt. Verulegt fjármagn vantar til að gera heildrænt mat á grunnvatnsauðlindinni, og til að meta breytingar á grunnvatni í tíma og rúmi, bæði vegna nýtingar og náttúrulegra breytinga. Á sama tíma eru sífellt gerðar meiri kröfur um sjálfbærni vatnstöku sem og vottun og upprunamerkingu. Á degi vatnsins hvetur Íslenska vatnafræðinefndin til umræðu um þessa mikilvægu auðlind Íslendinga og áréttar að horfa þurfi til framtíðar í skipulagi og nýtingu til að hægt verði að tryggja gæði og aðgengi að þessari mikilvægu en földu auðlind til framtíðar. Gæði hennar eru ekki sjálfgefin. Íslenska vatnafræðinefndin fer með alþjóðasamstarf á sviði vatnafræði innan vébanda UNESCO og er skipuð fulltrúum frá helstu stofnunum og hagaðilum sem tengjast vatni á einn eða annan hátt, þ.e., Hafrannsóknastofnun, Háskóla Íslands, Íslenska vatnafræðifélaginu, Landsvirkjun, Orkustofnun, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Umhverfisstofnun, og Veðurstofu Íslands. Fyrir hönd Íslensku vatnafræðinefndarinnar, Jórunn Harðardóttir Höfundur er formaður Íslensku vatnafræðinefndarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í dag 22. mars halda Sameinuðu þjóðirnar upp á alþjóðlegan dag vatnsins þrítugasta árið í röð. Meginmarkmið dagsins er að hvetja alþjóðasamfélagið til að beina sjónum sínum að heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna nr. 6, þ.e. að tryggja hreint vatn og hreinlætisaðstöðu fyrir alla jarðarbúa fyrir árið 2030. Í ár beinist athyglin að grunnvatni, sem er aðalundirstaða drykkjarvatns á jörðinni auk þess sem það er notað í matvælaframleiðslu, iðnaði og uppbyggingu hreinlætisaðstöðu um heim allan. Eru þetta sjálfsögð gæði sem við getum gengið að sem vísu? Er alltaf nóg, sama hvað af er tekið, og er í öllum tilfellum á vísan að róa með gæði vatnsins? Ein af mikilvægari auðlindum Íslands er sá fjársjóður sem býr í heitu og köldu grunnvatni. Gæði vatnsins eru forsenda heilbrigðs lífs, bætir aðstæður og líðan og er undirstaða mikilvægra framleiðsluferla hér á landi. Grunnvatn er sömuleiðis undirstaða heilbrigðra vistkerfa s.s. vatnsfalla og votlendis og ofnotkun þess eða álag getur haft í för með sér ófyrirséðar afleiðingar. Grunnvatn er því mikilvæg auðlind hér á landi og nauðsynlegt að tryggja gæði þess og aðgengi. Á Íslandi er talið að um 20% af afrennsli landsins, eða 1000 m3/s, renni fram sem grunnvatn. Hér eins og annars staðar í heiminum er grunnvatn langstærstur hluti neysluvatns og er að auki einn af grunnþáttum stöðugleika í orkuframleiðslu margra vatnsaflsvirkjana. Gott vatn í nægilegu magni er ekki sjálfsagt. Aðeins í fyrrasumar léku þurrkar bændu illa á Norður- og Austurlandi. Þekkt eru hér á landi mun fleiri tilfelli þar sem vatn hefur haft veruleg áhrif á lífsgæði okkar en menn gera sér grein fyrir allt fram á daginn í dag. Í nóvember 1906 kom upp taugaveiki í Reykjavík og varð að faraldri á skömmum tíma. Í kjölfarið var lögð mikil áhersla á því að bæta neysluvatn Reykvíkinga og fljótlega var lagst í gerð vatnsveitu. Í dag er 95% af neysluvatni okkar grunnvatn og yfirleitt dreift til notenda án sérstakrar meðhöndlunar eða hreinsunar. Hér á landi hefur lengi vel verið horft til grunnvatns sem ótakmarkaðrar auðlindar og hafa Íslendingar löngum verið stoltir af hinu hreina vatni sem vellur fram í uppsprettum á hálendisbrúninni sem og úr krönunum heima við. Er þá ótalið heita grunnvatnið sem notað hefur verið til hitaveitu um land allt. En er grunnvatnið í raun ótakmarkað og jafn hreint og tært og ímynd þess segir til um? Hvert er raunverulegt álag á grunnvatn? Hversu mikið vitum við í raun um þessa földu auðlind? Álag á vatn er margskonar og er skilgreint í lögum um stjórn vatnamála sem allt sem hefur áhrif á ástand og aðgengi vatns. Í þessu sambandi má nefna álag vegna mengunar, nýtingar og breytinga á aðstæðum vegna framkvæmda. Mikil vatnstaka getur breytt náttúrulegri grunnvatnsstöðu sem getur rýrt gæði vatnsins, t.d. orsakað það að sjór eða mengun fari inn í grunnvatnið. Einnig getur magn vatns verið takmarkandi fyrir þá notkun sem áætluð er. Þetta á einkum við þar sem vatnstaka er mikil s.s. í grennd við höfuðborgarsvæðið en einnig þar sem veitirinn er viðkvæmur fyrir röskun, eins og t.d. víða á Reykjanesskaganum þar sem ferskvatnið liggur sem linsa ofan á sjó. Með meiri umsvifum í vatnsfrekum iðnaði, t.d. fiskeldi, ylrækt og annarri matvælaframleiðslu er ljóst að álag á magnstöðu grunnvatns fer sífellt vaxandi. Sömuleiðis eykst hættan á mengun grunnvatns með útbreiðslu byggðar inn á landsvæði nálægt stórum grunnvatnsstraumum, auknum ferðalögum inn á viðkvæm grunnvatnssvæði sem áður voru utan alfaraleiðar og vatnstöku, og/eða -breytinga tengdum vatnsafls- og jarðhitavirkjunum. Þá er ónefnd ógnin sem getur stafað af breyttu veðurfari með hærri tíðni aftakaúrkomu og þurrkatímabila sem hefur þegar sýnt sig að getur haft veruleg áhrif á bæði mengun og magnstöðu grunnvatns. En hvaða gögn höfum við í höndunum til að stýra álagi á grunnvatn? Umsóknum um leyfi vegna vatnstöku fjölgar frá ári til árs samtímis og mælingum sem gefa upplýsingar um mengun og magn grunnvatnsauðlindarinnar fækkar jafnt og þétt. Verulegt fjármagn vantar til að gera heildrænt mat á grunnvatnsauðlindinni, og til að meta breytingar á grunnvatni í tíma og rúmi, bæði vegna nýtingar og náttúrulegra breytinga. Á sama tíma eru sífellt gerðar meiri kröfur um sjálfbærni vatnstöku sem og vottun og upprunamerkingu. Á degi vatnsins hvetur Íslenska vatnafræðinefndin til umræðu um þessa mikilvægu auðlind Íslendinga og áréttar að horfa þurfi til framtíðar í skipulagi og nýtingu til að hægt verði að tryggja gæði og aðgengi að þessari mikilvægu en földu auðlind til framtíðar. Gæði hennar eru ekki sjálfgefin. Íslenska vatnafræðinefndin fer með alþjóðasamstarf á sviði vatnafræði innan vébanda UNESCO og er skipuð fulltrúum frá helstu stofnunum og hagaðilum sem tengjast vatni á einn eða annan hátt, þ.e., Hafrannsóknastofnun, Háskóla Íslands, Íslenska vatnafræðifélaginu, Landsvirkjun, Orkustofnun, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Umhverfisstofnun, og Veðurstofu Íslands. Fyrir hönd Íslensku vatnafræðinefndarinnar, Jórunn Harðardóttir Höfundur er formaður Íslensku vatnafræðinefndarinnar.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun