Ekki sama krafa á Ísland innan NATO og á önnur ríki um hækkun framlaga Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2022 12:53 Katrín Jakobsdóttir segir að alltaf hafi ríkt skilningur á því meðal bandalagsþjóða NATO að ekki væru gerðar sömu kröfur til Íslands sem einu herlausu þjóðarinnar innan bandalagsins um framlög og til hinna ríkjanna. Hér er forsætisráðherra á fundi með Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO í Brussel 2018. Getty Images/Dursun Aydemir Forsætis- og utanríkisráðherra segja koma til greina að Íslendingar auki framlög sín til NATO þegar komi að verkefnum eins og vörnum gegn netárásum. Alltaf hafi ríkt skilningur á því innan NATO að framlög Íslendinga taki mið af því að þjóðin hafi engan her. Undanfarin misseri hefur verið þrýstingur á aðbandalagsþjóðir Atlantshafsbandalagsins auki framlög sín til hernaðarmála og hefur sá þrýstingur aukist eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Þjóðverjar hafa til að mynda ákveðið að verða við kröfunni um að auka framlögin upp í 2 prósent af landsframleiðslu sem verða þá mestu útgjöld þeirra til hermála frá því eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir þetta hafa verið rætt lauslega í ríkisstjórn. „Við erum í raun og veru eina landið þar sem þetta á ekki við. Vegna þess að við erum eina landið (innan NATO) sem er herlaust. En það breytir ekki því að það kann að vera pólitísk ákvörðun að leggja meira í varnartengd verkefni. Sem gætu til að mynda verið netöryggismál, svona nýrri verkefni sem samrýmast því þar sem við höfum eitthvað fram að færa,“ segir Þórdís Kolbrún. Enda væru Íslendingar hvorki að framleiða vopn né fjölga hermönnum. Síðan gætu ýmis verefni eins og viðhaldsverkefni á vegum NATO ratað til Íslands í ljósi aukinna umsvifa bandalagsins sem væri þá ýmist fjármagnað af bandalaginu eða Bandaríkjunum. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hafa ríki NATO ákveðið að auka enn frekar framlög sín til bandalagsins og til aðstoðar Úkraínumönnum.Vísir/AP Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í svipaðan streng. „Innan Atlantshafsbandalagsins hefur alltaf ríkt mikill skilningur á okkar sérstöðu sem herlausrar þjóðar. Það hefur alltaf komið fram á öllum þeim fundum sem ég hef setið og átt með bæði forsvarsmönnum Atlantshafsbandalagsins og á leiðtogafundum. Það ríkir fullur skilningur á þeirri sérstöðu,“ segir forsætisráðherra. Hins vegar hafi Íslendingar lagt sitt að mörkum til bandalagsins en þá alltaf á borgaralegum forsendum. Hún og utanríkisráðherra hafi aftur á móti rætt hvernig mæta mætti því sem kallað væri fjölþátta ógnir. „Þar bera netöryggismálin kannski hæst til að mynda um þessar mundir.Þar sem við höfum aðeins verið að gefa í og höfum áhuga á að gera betur og auka okkar framlög til þessa málaflokks. Væri það í samstarfi við NATO, værum við að leggja eitthvað inn ísambandið sjálft eða erum við bara að hugsa um okkur í þessu samhengi? „Hluti af því væri ísamstarfi við Atlantshafsbandalagið því það rekur auðvitað miðlægar miðstöðvar í netöryggismálum. Þar sem við höfum verið að taka aukinn þátt á síðustu árum og höfum hug á að gera meira af því,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í viðtali við Óttar Kolbeinsson Proppé að loknum ríkisstjórnarfundi nú fyrir hádegi. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Netöryggi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sjá meira
Undanfarin misseri hefur verið þrýstingur á aðbandalagsþjóðir Atlantshafsbandalagsins auki framlög sín til hernaðarmála og hefur sá þrýstingur aukist eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Þjóðverjar hafa til að mynda ákveðið að verða við kröfunni um að auka framlögin upp í 2 prósent af landsframleiðslu sem verða þá mestu útgjöld þeirra til hermála frá því eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir þetta hafa verið rætt lauslega í ríkisstjórn. „Við erum í raun og veru eina landið þar sem þetta á ekki við. Vegna þess að við erum eina landið (innan NATO) sem er herlaust. En það breytir ekki því að það kann að vera pólitísk ákvörðun að leggja meira í varnartengd verkefni. Sem gætu til að mynda verið netöryggismál, svona nýrri verkefni sem samrýmast því þar sem við höfum eitthvað fram að færa,“ segir Þórdís Kolbrún. Enda væru Íslendingar hvorki að framleiða vopn né fjölga hermönnum. Síðan gætu ýmis verefni eins og viðhaldsverkefni á vegum NATO ratað til Íslands í ljósi aukinna umsvifa bandalagsins sem væri þá ýmist fjármagnað af bandalaginu eða Bandaríkjunum. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hafa ríki NATO ákveðið að auka enn frekar framlög sín til bandalagsins og til aðstoðar Úkraínumönnum.Vísir/AP Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í svipaðan streng. „Innan Atlantshafsbandalagsins hefur alltaf ríkt mikill skilningur á okkar sérstöðu sem herlausrar þjóðar. Það hefur alltaf komið fram á öllum þeim fundum sem ég hef setið og átt með bæði forsvarsmönnum Atlantshafsbandalagsins og á leiðtogafundum. Það ríkir fullur skilningur á þeirri sérstöðu,“ segir forsætisráðherra. Hins vegar hafi Íslendingar lagt sitt að mörkum til bandalagsins en þá alltaf á borgaralegum forsendum. Hún og utanríkisráðherra hafi aftur á móti rætt hvernig mæta mætti því sem kallað væri fjölþátta ógnir. „Þar bera netöryggismálin kannski hæst til að mynda um þessar mundir.Þar sem við höfum aðeins verið að gefa í og höfum áhuga á að gera betur og auka okkar framlög til þessa málaflokks. Væri það í samstarfi við NATO, værum við að leggja eitthvað inn ísambandið sjálft eða erum við bara að hugsa um okkur í þessu samhengi? „Hluti af því væri ísamstarfi við Atlantshafsbandalagið því það rekur auðvitað miðlægar miðstöðvar í netöryggismálum. Þar sem við höfum verið að taka aukinn þátt á síðustu árum og höfum hug á að gera meira af því,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í viðtali við Óttar Kolbeinsson Proppé að loknum ríkisstjórnarfundi nú fyrir hádegi.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Netöryggi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sjá meira