Hernaður Pútíns fjármagnaður af ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 22. mars 2022 15:01 Helztu útflutningstekjur Rússlands koma til vegna sölu á olíu og gasi. Einkum til ríkja Evrópusambandsins. Ljóst má vera að ekki sízt vegna þessarra tekna hafi rússnesk stjórnvöld getað fjármagnað hernaðaruppbyggingu sína á liðnum árum, innlimun Krímskagans árið 2014 og loks innrás sína í Úkraínu í lok febrúar með öllum þeim miklu hörmungum sem hún hefur haft í för með sér fyrir íbúa landsins. Ráðamenn Evrópusambandsins ákváðu að halda þessum viðskiptum við Rússland áfram eins og ekkert hefði í skorizt eftir innlimun Krímskagans og voru þau fyrir vikið ekki hluti af viðskiptaþvingunum sambandsins gagnvart landinu. Í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hefur Evrópusambandið að sama skapi ekki viljað skrúfa fyrir kaup á olíu og gasi frá Rússlandi og ekki viljað að þvinganir næðu til þeirra. Þegar til stóð að útiloka rússneska banka frá alþjóðlega millifærslukerfinu SWIFT mætti það verulegri andstöðu frá Evrópusambandinu. Skýringin er sú að kerfið er notað í olíu- og gasviðskiptum sambandsins við Rússland. Loks lét Evrópusambandið undan þrýstingi og lokaði á sjö rússneska banka en undanskildi hins vegar stærsta banka landsins, Sberbank, sem og fleiri banka sem koma að þessum viðskiptum. Varnaðarorð hunzuð og gefið í Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa lokað fyrir innflutning á rússneskri olíu og gasi og Bretar stefna að því að verða algerlega óháðir Rússlandi í þeim efnum síðar á þessu ári. Evrópusambandið kynnti upphaflega áform um að verða ekki lengur háð rússneskri olíu og gasi fyrir árið 2030. Vegna harðrar gagnrýni á þau áform tilkynnti sambandið að stefnt væri að því að draga úr notkun að miklu leyti fyrir næstu áramót. Hvort þessi áform Evrópusambandsins eiga eftir að ganga eftir kemur í ljós en sambandið hefur ekki beinlínis verið þekkt fyrir það til þessa að setja sér raunhæfar tímaáætlanir. Ekki sízt í efnahagsmálum. Hins vegar er furðulegt að ekki hafi verið hlustað á ítrekuð varnaðarorð og fyrir löngu gripið til aðgerða til þess að gera ríki Evrópusambandsins minna háð rússneskri olíu og gasi. Áður en barnið datt í brunninn. Hluti af ástæðunni fyrir því hversu háð ófá ríki Evrópusambandsins eru olíu og gasi frá Rússlandi er arfur frá árum kalda stríðsins þegar austurevrópsk ríki, sem nú eru í sambandinu, voru flest undir járnhæl Sovétríkjanna. Hins vegar hefur á liðnum árum, í stað þess að draga úr í þessum efnum, þvert á móti verið bætt verulega í og þannig meðal annars verið lagðar nýjar gasleiðslur frá Rússlandi til Þýzkalands. Féllu kylliflatir í gildru Pútíns Fjallað hefur verið um það í fjölmiðlum að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi markvisst unnið að því að gera Evrópusambandið meira háð rússneskri olíu og gasi til þess að verjast mögulegum viðskiptaþvingunum gegn helztu útflutningsgreinum landsins og um leið fjármagna hernaðaruppbyggingu hans og fyrirhuguð hernaðaráform. Forystumenn sambandsins hafi fallið kylliflatir í þá gildru hans. Við þetta bætist síðan að ítök kínverskra stjórnvalda í efnahagsmálum Evrópusambandsins hafa aukizt verulega á liðnum árum og beinlínis fyrir hvatningu forystumanna sambandsins í kjölfar alþjóðlegu efnahagskrísunnar á sínum tíma. Er nú svo komið að ráðamönnum í Brussel er hætt að lítast á blikuna í þeim efnum. Þá hafa ríki Evrópusambandsins sem kunnugt er vanrækt alvarlega varnir sínar árum saman. Fyrir vikið er ótrúlegt að hlýða á yfirlýsingar harðra stuðningsmanna inngöngu Íslands í Evrópusambandið þess efnis að innganga í sambandið sé til þess fallin að tryggja öryggi okkar gagnvart stjórnvöldum í Kína og Rússlandi. Gefur framganga forystumanna þess virkilega tilefni til þess að ætla að þeim sé treystandi fyrir öryggi okkar þegar þeir hafa svo berlega ekki kunnað sínum eigin fótum forráð í þeim efnum? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Helztu útflutningstekjur Rússlands koma til vegna sölu á olíu og gasi. Einkum til ríkja Evrópusambandsins. Ljóst má vera að ekki sízt vegna þessarra tekna hafi rússnesk stjórnvöld getað fjármagnað hernaðaruppbyggingu sína á liðnum árum, innlimun Krímskagans árið 2014 og loks innrás sína í Úkraínu í lok febrúar með öllum þeim miklu hörmungum sem hún hefur haft í för með sér fyrir íbúa landsins. Ráðamenn Evrópusambandsins ákváðu að halda þessum viðskiptum við Rússland áfram eins og ekkert hefði í skorizt eftir innlimun Krímskagans og voru þau fyrir vikið ekki hluti af viðskiptaþvingunum sambandsins gagnvart landinu. Í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hefur Evrópusambandið að sama skapi ekki viljað skrúfa fyrir kaup á olíu og gasi frá Rússlandi og ekki viljað að þvinganir næðu til þeirra. Þegar til stóð að útiloka rússneska banka frá alþjóðlega millifærslukerfinu SWIFT mætti það verulegri andstöðu frá Evrópusambandinu. Skýringin er sú að kerfið er notað í olíu- og gasviðskiptum sambandsins við Rússland. Loks lét Evrópusambandið undan þrýstingi og lokaði á sjö rússneska banka en undanskildi hins vegar stærsta banka landsins, Sberbank, sem og fleiri banka sem koma að þessum viðskiptum. Varnaðarorð hunzuð og gefið í Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa lokað fyrir innflutning á rússneskri olíu og gasi og Bretar stefna að því að verða algerlega óháðir Rússlandi í þeim efnum síðar á þessu ári. Evrópusambandið kynnti upphaflega áform um að verða ekki lengur háð rússneskri olíu og gasi fyrir árið 2030. Vegna harðrar gagnrýni á þau áform tilkynnti sambandið að stefnt væri að því að draga úr notkun að miklu leyti fyrir næstu áramót. Hvort þessi áform Evrópusambandsins eiga eftir að ganga eftir kemur í ljós en sambandið hefur ekki beinlínis verið þekkt fyrir það til þessa að setja sér raunhæfar tímaáætlanir. Ekki sízt í efnahagsmálum. Hins vegar er furðulegt að ekki hafi verið hlustað á ítrekuð varnaðarorð og fyrir löngu gripið til aðgerða til þess að gera ríki Evrópusambandsins minna háð rússneskri olíu og gasi. Áður en barnið datt í brunninn. Hluti af ástæðunni fyrir því hversu háð ófá ríki Evrópusambandsins eru olíu og gasi frá Rússlandi er arfur frá árum kalda stríðsins þegar austurevrópsk ríki, sem nú eru í sambandinu, voru flest undir járnhæl Sovétríkjanna. Hins vegar hefur á liðnum árum, í stað þess að draga úr í þessum efnum, þvert á móti verið bætt verulega í og þannig meðal annars verið lagðar nýjar gasleiðslur frá Rússlandi til Þýzkalands. Féllu kylliflatir í gildru Pútíns Fjallað hefur verið um það í fjölmiðlum að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi markvisst unnið að því að gera Evrópusambandið meira háð rússneskri olíu og gasi til þess að verjast mögulegum viðskiptaþvingunum gegn helztu útflutningsgreinum landsins og um leið fjármagna hernaðaruppbyggingu hans og fyrirhuguð hernaðaráform. Forystumenn sambandsins hafi fallið kylliflatir í þá gildru hans. Við þetta bætist síðan að ítök kínverskra stjórnvalda í efnahagsmálum Evrópusambandsins hafa aukizt verulega á liðnum árum og beinlínis fyrir hvatningu forystumanna sambandsins í kjölfar alþjóðlegu efnahagskrísunnar á sínum tíma. Er nú svo komið að ráðamönnum í Brussel er hætt að lítast á blikuna í þeim efnum. Þá hafa ríki Evrópusambandsins sem kunnugt er vanrækt alvarlega varnir sínar árum saman. Fyrir vikið er ótrúlegt að hlýða á yfirlýsingar harðra stuðningsmanna inngöngu Íslands í Evrópusambandið þess efnis að innganga í sambandið sé til þess fallin að tryggja öryggi okkar gagnvart stjórnvöldum í Kína og Rússlandi. Gefur framganga forystumanna þess virkilega tilefni til þess að ætla að þeim sé treystandi fyrir öryggi okkar þegar þeir hafa svo berlega ekki kunnað sínum eigin fótum forráð í þeim efnum? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar