Úkraínuforseti kallar rússneska hermenn áróðursþræla Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2022 19:21 Volodymyr Zelenskyy hvatti Vesturlönd til að herða á refsiaðgerðum sínum gegn Rússum og auka stuðninginn við Úkraínu í ávarpi til ítalska þingsins í dag. AP/Roberto Monaldo Forseti Úkraínu hvetur Vesturlönd til að herða enn á refsiaðgerðum sínum og auka stuðning þeirra við Úkraínu. Hann kallar rússneska hermenn þræla sem skjóti að frjálsu fólki í borgum sem þeir hafi hertekið. Barist er á götum Mariupol þar sem talið er að hersveitir Téténa leggi Rússum lið. Um eða yfir tíu milljónir manna hafa verið flæmdar á flótta frá heimilunum sínum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Af þeim hafa rúmlega 3,5 milljónir flúið yfir landamærin til nágrannaríkja í vestri, aðallega Póllands. Í dag var hin 49 ára Angela Martyn frá Dnipro héraði meðal þeirra sem komu til Przemyśl í Póllandi. „Það er mjög ógnvekjandi að yfirgefa heimilið sitt. Ég tók áhættuna og flúði með dóttur mína en ættingjar mínir eru of hræddir til að fara að heiman. Eldri dóttir mín með barnið sitt var of hrædd til að fara. Hvernig á hún að komast af? Drengurinn hennar er bara fjögurra ára. En það er ekki bara ógnvekjandi þar heldur líka hérna í Póllandi. Við vitum ekki hvert við eigum að fara núna,“ sagði Angela ný komin til Póllands. Þótt flóttamannastraumurinn frá Úkraínu sé sá mesti sem þekkst hefur í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar er aðeins farið að draga úr honum. Meirihluti 3,5 milljóna flóttamanna eru konur og börn.AP/Sergei Grits Borgarstjórinn í Przemyśl segir ástandið þó hafa verið rólegt síðustu daga þar sem aðeins átta þúsund flóttamenn hafi komið á degi hverjum. Íbúar borga sem Rússar hafa hernumið hafa haldið uppi mótmælum gegn setuliðinu. Rússar dreifðu mótmælendum á Frelsistorginu í Kherson í gær með því að varpa höggsprengjum og táragasi og hleypa af byssuskotum að fólkinu, eins og sést í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu kallar rússnesku hermennina þræla sem skjóti á frjálst fólk. Rússneska innrásarliðið skilur eftir sig mikla eyðileggingu í Karkiv sem sætt hefur eldflauga- og loftárásum undanfarin tæpan mánuð.AP/Andrew Marienko „Þeir eru þrælar áróðurs sem hefur breytt vitund þeirra. Þeir eru þrælar sem hafa vanist því að troða fólki í lögreglurútur, jafnvel ömmum með hvíta borða eða stúlkum með pappírsblöð með orðinu friður,“ sagði Zelensky í daglegu sjónvarpsávarpi til þjóðar sinnar og hvatti alla til að berjast gegn innrásarliðinu með öllum tiltækum ráðum. Rússar birtu sjálfir í dag myndir af árásarþyrlum sínum og herflutningalest með skriðdrekum og vörubílum með Grad sprengjuvörpur. Þær eru þróuð útgáfa af Stalin orgelum frá seinni heimsstyrjöldinni. Þótt framrás þeirra í innrásinni hafi verið stöðvuð þá eru þeir enn að valda mann- og eignatjóni með flugskeytum og loftárásum á Kænugarð og aðrar borgir. Þær eru ekki margar stundirnar milli stríða í bókstaflegri merkingu hjá úkraínskum hermönnum sem haldið hafa aftur af innrásarliði Rússa undanfarna 27 daga.AP/Andrew Marienko Frá því Úkraínskir hermenn komu fréttamanni og myndatökumanni AP frá Mariupol í síðustu viku sem myndað höfðu hryllinginn þar í hálfan mánuð, er fátt um fréttir þaðan. Myndir með sjónvarpsfréttinni eru þó sagðar vera af Téténeskum málaliðum sem hertekið hafi borgina ásamt Rússum. Barist er á götum borgarinnar. Zelenskyy ávarpaði ítalska þingið í dag eftir fjarfund með Fransis páfa. „Innrásin hefur nú staðið í 27 daga, næstum því einn mánuð. Þess vegna þurfum við meiri refsiaðgerðir, enn meiri þrýsting svo Rússar hætti að leita að frekari liðsafla eða málaliðum einhvers staðar í Sýrlandi eða Líbíu og fari að leita að friði,“ sagði Zelenskyy meðal annars í ávarpi sínu til ítalska þingsins. Þar var honum heitið stuðningi ítölsku þjóðarinnar. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Segir ekkert eftir af Mariupol og kallar eftir aðgerðum Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði ítalska þingið í dag en hann sagði ekkert eftir af borginni Mariupol, sem Rússar hafa setið um í þrjár vikur. Selenskí sagði rússneskar hersveitir hafa varpað tveimur stórum sprengjum á borgina í dag en mannfall eftir þær árásir liggur ekki fyrir. Að sögn Selenskí vilja rússneskar hersveitir aðeins skilja borgina eftir í rústum. 22. mars 2022 18:06 Svíar gætu sniðgengið HM ef Rússum og Hvít-Rússum verður ekki bannað að keppa Svíar hafa bæst í hóp þjóða sem hóta að sniðganga HM í sundi í Rúmeníu í sumar ef íþróttafólki frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi verður heimilað að keppa þar. 22. mars 2022 17:00 Hernaður Pútíns fjármagnaður af ESB Helztu útflutningstekjur Rússlands koma til vegna sölu á olíu og gasi. Einkum til ríkja Evrópusambandsins. 22. mars 2022 15:01 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Um eða yfir tíu milljónir manna hafa verið flæmdar á flótta frá heimilunum sínum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Af þeim hafa rúmlega 3,5 milljónir flúið yfir landamærin til nágrannaríkja í vestri, aðallega Póllands. Í dag var hin 49 ára Angela Martyn frá Dnipro héraði meðal þeirra sem komu til Przemyśl í Póllandi. „Það er mjög ógnvekjandi að yfirgefa heimilið sitt. Ég tók áhættuna og flúði með dóttur mína en ættingjar mínir eru of hræddir til að fara að heiman. Eldri dóttir mín með barnið sitt var of hrædd til að fara. Hvernig á hún að komast af? Drengurinn hennar er bara fjögurra ára. En það er ekki bara ógnvekjandi þar heldur líka hérna í Póllandi. Við vitum ekki hvert við eigum að fara núna,“ sagði Angela ný komin til Póllands. Þótt flóttamannastraumurinn frá Úkraínu sé sá mesti sem þekkst hefur í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar er aðeins farið að draga úr honum. Meirihluti 3,5 milljóna flóttamanna eru konur og börn.AP/Sergei Grits Borgarstjórinn í Przemyśl segir ástandið þó hafa verið rólegt síðustu daga þar sem aðeins átta þúsund flóttamenn hafi komið á degi hverjum. Íbúar borga sem Rússar hafa hernumið hafa haldið uppi mótmælum gegn setuliðinu. Rússar dreifðu mótmælendum á Frelsistorginu í Kherson í gær með því að varpa höggsprengjum og táragasi og hleypa af byssuskotum að fólkinu, eins og sést í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu kallar rússnesku hermennina þræla sem skjóti á frjálst fólk. Rússneska innrásarliðið skilur eftir sig mikla eyðileggingu í Karkiv sem sætt hefur eldflauga- og loftárásum undanfarin tæpan mánuð.AP/Andrew Marienko „Þeir eru þrælar áróðurs sem hefur breytt vitund þeirra. Þeir eru þrælar sem hafa vanist því að troða fólki í lögreglurútur, jafnvel ömmum með hvíta borða eða stúlkum með pappírsblöð með orðinu friður,“ sagði Zelensky í daglegu sjónvarpsávarpi til þjóðar sinnar og hvatti alla til að berjast gegn innrásarliðinu með öllum tiltækum ráðum. Rússar birtu sjálfir í dag myndir af árásarþyrlum sínum og herflutningalest með skriðdrekum og vörubílum með Grad sprengjuvörpur. Þær eru þróuð útgáfa af Stalin orgelum frá seinni heimsstyrjöldinni. Þótt framrás þeirra í innrásinni hafi verið stöðvuð þá eru þeir enn að valda mann- og eignatjóni með flugskeytum og loftárásum á Kænugarð og aðrar borgir. Þær eru ekki margar stundirnar milli stríða í bókstaflegri merkingu hjá úkraínskum hermönnum sem haldið hafa aftur af innrásarliði Rússa undanfarna 27 daga.AP/Andrew Marienko Frá því Úkraínskir hermenn komu fréttamanni og myndatökumanni AP frá Mariupol í síðustu viku sem myndað höfðu hryllinginn þar í hálfan mánuð, er fátt um fréttir þaðan. Myndir með sjónvarpsfréttinni eru þó sagðar vera af Téténeskum málaliðum sem hertekið hafi borgina ásamt Rússum. Barist er á götum borgarinnar. Zelenskyy ávarpaði ítalska þingið í dag eftir fjarfund með Fransis páfa. „Innrásin hefur nú staðið í 27 daga, næstum því einn mánuð. Þess vegna þurfum við meiri refsiaðgerðir, enn meiri þrýsting svo Rússar hætti að leita að frekari liðsafla eða málaliðum einhvers staðar í Sýrlandi eða Líbíu og fari að leita að friði,“ sagði Zelenskyy meðal annars í ávarpi sínu til ítalska þingsins. Þar var honum heitið stuðningi ítölsku þjóðarinnar.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Segir ekkert eftir af Mariupol og kallar eftir aðgerðum Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði ítalska þingið í dag en hann sagði ekkert eftir af borginni Mariupol, sem Rússar hafa setið um í þrjár vikur. Selenskí sagði rússneskar hersveitir hafa varpað tveimur stórum sprengjum á borgina í dag en mannfall eftir þær árásir liggur ekki fyrir. Að sögn Selenskí vilja rússneskar hersveitir aðeins skilja borgina eftir í rústum. 22. mars 2022 18:06 Svíar gætu sniðgengið HM ef Rússum og Hvít-Rússum verður ekki bannað að keppa Svíar hafa bæst í hóp þjóða sem hóta að sniðganga HM í sundi í Rúmeníu í sumar ef íþróttafólki frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi verður heimilað að keppa þar. 22. mars 2022 17:00 Hernaður Pútíns fjármagnaður af ESB Helztu útflutningstekjur Rússlands koma til vegna sölu á olíu og gasi. Einkum til ríkja Evrópusambandsins. 22. mars 2022 15:01 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Segir ekkert eftir af Mariupol og kallar eftir aðgerðum Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði ítalska þingið í dag en hann sagði ekkert eftir af borginni Mariupol, sem Rússar hafa setið um í þrjár vikur. Selenskí sagði rússneskar hersveitir hafa varpað tveimur stórum sprengjum á borgina í dag en mannfall eftir þær árásir liggur ekki fyrir. Að sögn Selenskí vilja rússneskar hersveitir aðeins skilja borgina eftir í rústum. 22. mars 2022 18:06
Svíar gætu sniðgengið HM ef Rússum og Hvít-Rússum verður ekki bannað að keppa Svíar hafa bæst í hóp þjóða sem hóta að sniðganga HM í sundi í Rúmeníu í sumar ef íþróttafólki frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi verður heimilað að keppa þar. 22. mars 2022 17:00
Hernaður Pútíns fjármagnaður af ESB Helztu útflutningstekjur Rússlands koma til vegna sölu á olíu og gasi. Einkum til ríkja Evrópusambandsins. 22. mars 2022 15:01