Unnur tilkynnti fæðinguna á Facebook í kvöld og segir hjörtu þeirra Travis vera gjörsamlega að springa.
Hamingjuóskum hefur eðli málsins samkvæmt rignt yfir fjölskylduna og tekur Vísir að sjálfsögðu undir það.
Athygli vakti á dögunum þegar Unnur leyfði fylgjendum sínum á Instagram að giska á kyn ófædds barnsins en yfirgnæfandi meirihluti þeirra, 65 prósent, giskaði rétt.
Unnur og Travis eru um þessar mundir búsett á tveimur stöðum, hér á Íslandi og í New York í Bandaríkjunum. Unnur ræddi lífið í Stóra eplinu í viðtalsliðnum Stökkinu hér á Vísi nýverið.