Valieva snýr aftur á svellið í fyrsta sinn eftir skandalinn í Peking Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2022 07:16 Kamila Valieva brotnaði saman eftir frjálsu æfingarnar í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. getty/Nikolay Muratkin Rússneska skautakonan Kamila Valieva snýr aftur á svellið um helgina og keppir í fyrsta sinn síðan á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Hin fimmtán ára Valieva var einn umtalaðasti keppandi Vetrarólympíuleikanna. Eftir að hafa hjálpað rússnesku ólympíunefndinni að vinna gull í liðakeppni í listdansi á skautum kom í ljós að hún hafði fallið á lyfjaprófi á meistaramóti Rússlands um jólin. Hjartalyfið trimetazidine fannst í sýni hennar. Þrátt fyrir það var Valievu leyft að keppa í einstaklingskeppninni. Hún var efst eftir skylduæfingarnar en náði sér engan veginn á strik í frjálsu æfingunum og endaði í 4. sæti. Mikla athygli vakti þegar þjálfari Valievu úthúðaði henni eftir keppnina. Heimsmeistaramótið í listdansi á skautum hefst í Montpellier í Frakklandi dag og stendur yfir fram á sunnudag. Rússum var bannað að taka þátt vegna innrásarinnar í Úkraínu og því skipulögðu þeir sitt eigið mót. Og þar snýr Valieva aftur á svellið. Lyfjaprófið sem hún féll á er samt enn hangandi yfir henni en rússneska lyfjaeftirlitið á eftir að ákveða hvort hún fái einhvers konar refsingu. Þar í landi eru menn þó ekki beint þekktir fyrir að taka hart á ólöglegri lyfjaneyslu íþróttafólks eins og dæmin sanna. Skautaíþróttir Lyfjamisferli Rússa Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira
Hin fimmtán ára Valieva var einn umtalaðasti keppandi Vetrarólympíuleikanna. Eftir að hafa hjálpað rússnesku ólympíunefndinni að vinna gull í liðakeppni í listdansi á skautum kom í ljós að hún hafði fallið á lyfjaprófi á meistaramóti Rússlands um jólin. Hjartalyfið trimetazidine fannst í sýni hennar. Þrátt fyrir það var Valievu leyft að keppa í einstaklingskeppninni. Hún var efst eftir skylduæfingarnar en náði sér engan veginn á strik í frjálsu æfingunum og endaði í 4. sæti. Mikla athygli vakti þegar þjálfari Valievu úthúðaði henni eftir keppnina. Heimsmeistaramótið í listdansi á skautum hefst í Montpellier í Frakklandi dag og stendur yfir fram á sunnudag. Rússum var bannað að taka þátt vegna innrásarinnar í Úkraínu og því skipulögðu þeir sitt eigið mót. Og þar snýr Valieva aftur á svellið. Lyfjaprófið sem hún féll á er samt enn hangandi yfir henni en rússneska lyfjaeftirlitið á eftir að ákveða hvort hún fái einhvers konar refsingu. Þar í landi eru menn þó ekki beint þekktir fyrir að taka hart á ólöglegri lyfjaneyslu íþróttafólks eins og dæmin sanna.
Skautaíþróttir Lyfjamisferli Rússa Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira