ESA vísar þremur málum gegn Íslandi til EFTA-dómstólsins Eiður Þór Árnason skrifar 23. mars 2022 12:46 Skrifstofur EFTA eru til húsa í Brussel. EFTA Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ætlar að vísa þremur málum gegn Íslandi til EFTA-dómstólsins vegna tafa á innleiðingu 37 gerða á sviði fjármálaþjónustu. Gerðirnar eru hluti regluverks á sviði banka- og verðbréfamarkaðar. Fram kemur í tilkynningu frá ESA að gerðirnar séu hluti regluverðs innri markaðar fyrir fjármálaþjónustu sem Íslandi bar skylda til að innleiða í lög innan tilskilinna tímamarka til að tryggja að sömu reglur gildu á öllu EES-svæðinu. Frestir Íslands til að tryggja að gerðirnar yrðu hluti íslensks réttar runnu út 3. desember 2019, 1. janúar 2020 og 7. febrúar 2020. Um er að ræða 22 gerðir á sviði regluverks fyrir markaði fyrir fjármálagerninga, 14 gerðir á sviði bankamarkaðar og eina gerð sem fellur undir regluverk um skilameðferð banka. Sendu álit síðasta sumar Að sögn ESA sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstudd álit sumarið 2021 þar sem farið var fram á að Ísland innleiddi viðkomandi gerðir. Ákveðið hafi verið að vísa þremur málum vegna þeirra til EFTA-dómstólsins í ljósi þess að innleiðing þeirra hafi ekki enn átt sér stað. „Innleiðing EES-reglna í landsrétt innan tímamarka skiptir miklu máli fyrir innri markaðinn og stuðlar að traustari, gagnsærri og skilvirkari fjármálaþjónustu. Það er hlutverk ESA að tryggja að EES EFTA ríkin sinni þessari skyldu svo að fólk og fyrirtæki geti notið þess ávinnings sem fylgir Evrópska efnahagssvæðinu,“ er haft eftir Stefan Barriga, stjórnarmanni ESA. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að áætlanir séu um að búið verði að ljúka innleiðingu gerðanna um mitt þetta ár. Íslensk stjórnvöld hafi ekki efnislegar athugasemdir við Evrópugerðirnar en innleiðing hafi dregist af ólíkum ástæðum. Uppfært kl. 17.35 með tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Utanríkismál Íslenskir bankar EFTA Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá ESA að gerðirnar séu hluti regluverðs innri markaðar fyrir fjármálaþjónustu sem Íslandi bar skylda til að innleiða í lög innan tilskilinna tímamarka til að tryggja að sömu reglur gildu á öllu EES-svæðinu. Frestir Íslands til að tryggja að gerðirnar yrðu hluti íslensks réttar runnu út 3. desember 2019, 1. janúar 2020 og 7. febrúar 2020. Um er að ræða 22 gerðir á sviði regluverks fyrir markaði fyrir fjármálagerninga, 14 gerðir á sviði bankamarkaðar og eina gerð sem fellur undir regluverk um skilameðferð banka. Sendu álit síðasta sumar Að sögn ESA sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstudd álit sumarið 2021 þar sem farið var fram á að Ísland innleiddi viðkomandi gerðir. Ákveðið hafi verið að vísa þremur málum vegna þeirra til EFTA-dómstólsins í ljósi þess að innleiðing þeirra hafi ekki enn átt sér stað. „Innleiðing EES-reglna í landsrétt innan tímamarka skiptir miklu máli fyrir innri markaðinn og stuðlar að traustari, gagnsærri og skilvirkari fjármálaþjónustu. Það er hlutverk ESA að tryggja að EES EFTA ríkin sinni þessari skyldu svo að fólk og fyrirtæki geti notið þess ávinnings sem fylgir Evrópska efnahagssvæðinu,“ er haft eftir Stefan Barriga, stjórnarmanni ESA. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að áætlanir séu um að búið verði að ljúka innleiðingu gerðanna um mitt þetta ár. Íslensk stjórnvöld hafi ekki efnislegar athugasemdir við Evrópugerðirnar en innleiðing hafi dregist af ólíkum ástæðum. Uppfært kl. 17.35 með tilkynningu frá Stjórnarráðinu.
Utanríkismál Íslenskir bankar EFTA Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira