Stefán Teitur hrósaði hugarfari frænda síns: Hefur ekki einu sinni vælt í mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2022 14:30 Stefán Teitur Þórðarson er í góðu sambandi við frænda sinn og hrósar hinum tvítuga Oliver Stefánssyni hvernig hann hefur tekist á við allt þetta mótlæti. Samsett/Vísir/Getty Oliver Stefánsson, leikmaður Norrköping, verður á láni hjá ÍA í Bestu deildinni í sumar en frændi hans Stefán Teitur Þórðarson hrósaði honum á blaðamannafundi hjá íslenska karlalandsliðinu. Oliver hefur lengi verið í hópi efnilegustu fótboltastráka landsins sem sést á því að hann var kominn á samning hjá sænska stórliðinu. Hann hefur aftur á móti verið afar óheppinn með meiðsli á fyrstu árum ferils síns. Til að reyna koma ferlinum aftur á stað þá hefur Oliver komið á láni til ÍA fyrir komandi sumar og fær þar tækifæri til að hjálpa æskufélaginu og um leið reyna að spila sig í gang. Stefán Teitur fékk spurningu um frænda sinn á blaðamannafundinum í dag og hvort að það væri ekki erfitt að fylgjast með frænda sínum aldrei náð að koma sér almennilega í gang eftir öll þessi meiðsli. „Það er ömurlegt. Drengurinn er búinn að ganga í gegnum allt of mikið fyrir svona ungan stráka í fótbolta. Að fá blóðtappa þarna og svo allt þetta vesen með meiðslin í mjöðminni og aðgerðina,“ sagði Stefán Teitur Þórðarson. „Ég vona svo innilega að hann komi sér í gang aftur og fái allan tíma sem hann þarf. Ég veit að hann á mikla möguleika. Við tölum saman á hverjum einasta degi og erum mjög góðir vinir. Ég vona innilega að hann komi sér í gang og fari að standa sig,“ sagði Stefán Teitur. Hvernig hefur verið að fylgjast með honum í þessari endurkomu og þá sérstaklega hugarfarslega? „Bara frábært og ótrúlegt finnst mér hvernig hann hugsar um þetta. Hann hefur ekki einu sinni vælt í mér eða neitt. Þetta hafa auðvitað verið erfiðir tímar fyrir hann. Hann var nýkominn til baka úr meiðslunum og þá kemur þessi blóðtappi og hann þarf að fara í þessa risaaðgerð,“ sagði Stefán Teitur. „Hann tók því bara virkilega vel. Ég er mjög stoltur af því hvernig hann hefur tæklað þetta,“ sagði Stefán. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira
Oliver hefur lengi verið í hópi efnilegustu fótboltastráka landsins sem sést á því að hann var kominn á samning hjá sænska stórliðinu. Hann hefur aftur á móti verið afar óheppinn með meiðsli á fyrstu árum ferils síns. Til að reyna koma ferlinum aftur á stað þá hefur Oliver komið á láni til ÍA fyrir komandi sumar og fær þar tækifæri til að hjálpa æskufélaginu og um leið reyna að spila sig í gang. Stefán Teitur fékk spurningu um frænda sinn á blaðamannafundinum í dag og hvort að það væri ekki erfitt að fylgjast með frænda sínum aldrei náð að koma sér almennilega í gang eftir öll þessi meiðsli. „Það er ömurlegt. Drengurinn er búinn að ganga í gegnum allt of mikið fyrir svona ungan stráka í fótbolta. Að fá blóðtappa þarna og svo allt þetta vesen með meiðslin í mjöðminni og aðgerðina,“ sagði Stefán Teitur Þórðarson. „Ég vona svo innilega að hann komi sér í gang aftur og fái allan tíma sem hann þarf. Ég veit að hann á mikla möguleika. Við tölum saman á hverjum einasta degi og erum mjög góðir vinir. Ég vona innilega að hann komi sér í gang og fari að standa sig,“ sagði Stefán Teitur. Hvernig hefur verið að fylgjast með honum í þessari endurkomu og þá sérstaklega hugarfarslega? „Bara frábært og ótrúlegt finnst mér hvernig hann hugsar um þetta. Hann hefur ekki einu sinni vælt í mér eða neitt. Þetta hafa auðvitað verið erfiðir tímar fyrir hann. Hann var nýkominn til baka úr meiðslunum og þá kemur þessi blóðtappi og hann þarf að fara í þessa risaaðgerð,“ sagði Stefán Teitur. „Hann tók því bara virkilega vel. Ég er mjög stoltur af því hvernig hann hefur tæklað þetta,“ sagði Stefán. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira