Í tilkynningu segir að framboðsliðinn hafi nú verið samþykktur. Bæjarlistinn bauð einnig fram í síðustu kosningum og náði þá inn einum manni.
„Bæjarlistinn í Hafnarfirði er óflokksbundið og óháð framboð sem hefur eingöngu hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Listann skipar kröftugt fólk með mikla reynslu og þekkingu sem hefur mikinnn áhuga á að vinna að framfaramálum í bæjarfélaginu.
Framboðslisti Bæjarlistans hefur verið samþykktur. Efstu 10 á listanum eru eftirfarandi:
- Sigurður P. Sigmundsson, hagfræðingur
- Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, íþróttafræðingur
- Árni Þór Finnsson, gönguleiðsögumaður og lögfræðingur
- Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi og verkefnisstjóri
- Arnbjörn Ólafsson, framkvæmdastjóri
- Klara Guðrún Guðmundsdóttir, tilsjónaraðili
- Jón Gunnar Ragnarsson, viðskiptastjóri
- Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir, viðskiptafræðinemi
- Lilja Eygerður Kristjánsdóttir, lýðheilsufræðingur
- Einar P. Guðmundsson, járniðnaðarmaður“