„Varnarleikurinn í seinni hálfleik ekki til fyrirmyndar“ Andri Már Eggertsson skrifar 24. mars 2022 20:25 Helgi Magnússon ræddi við Kristinn Óskarsson, dómara, í leiknum. Vísir/Vilhelm KR tapaði fyrir Þór Þorlákshöfn á heimavelli með 16 stigum 84-100. Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var svekktur með tap kvöldsins. „Sóknarfráköst Þórs Þorlákshafnar fóru illa með okkur. Varnarleikurinn hjá okkur í seinni hálfleik var ekki til fyrirmyndar en þessi leikur tapast á sóknarfráköstum og síðan setti Massarelli tvö stór skot,“ sagði Helgi Magnússon, eftir leik. KR spilaði vel í þriðja leikhluta og saxaði forskot Þórs niður í tvö stig sem Helgi var ánægður með. „Vörnin var góð og við hreyfðum boltann vel í sókninni. Þetta var síðan mjög einhæft hjá okkur, Þór er með gott lið en við verðum að geta fundið betri lausnir heldur en við gerðum.“ „Við létum það fara í taugarnar á okkur í fyrri hálfleik hvað leikurinn var hægur en ég reyndi að segja við mína menn að það væri okkur í hag. Ég þekki það sjálfur að maður getur verið pirraður þegar leikurinn er hægur og maður snertir ekki boltann en mér fannst að við hefðum átt að halda haus á þeim tímapunkti.“ Helgi viðurkenndi að það hafi farið mikil orka í að saxa niður forskot Þórs og þegar heimamenn minnkuðu forskotið niður í tvö stig var tankurinn tómur og Þór Þorlákshöfn gekk á lagið. Isaiah Joseph Manderson, Bandaríkjamaður KR, lék sinn þriðja leik með liðinu og fannst Helga hann eiga mikið inni. „Mér finnst hann koma ágætlega inn í liðið, það eru hlutir sem hann þarf að bæta og gera betur. Mér fannst hann standa sig ágætlega í leiknum og ekkert sérstakt út á hann að setja,“ sagði Helgi og taldi síðan upp það sem Manderson þarf að bæta. „Ég væri til í að sjá hann rúlla betur á körfuna, gefa betri hindranir og þá getur hann búið til vandræði þar sem við erum með leikmenn fyrir utan sem geta refsað. Það eru fullt af hlutum sem þarf að laga og á það ekki bara við um hann,“ sagði Helgi að lokum. KR Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira
„Sóknarfráköst Þórs Þorlákshafnar fóru illa með okkur. Varnarleikurinn hjá okkur í seinni hálfleik var ekki til fyrirmyndar en þessi leikur tapast á sóknarfráköstum og síðan setti Massarelli tvö stór skot,“ sagði Helgi Magnússon, eftir leik. KR spilaði vel í þriðja leikhluta og saxaði forskot Þórs niður í tvö stig sem Helgi var ánægður með. „Vörnin var góð og við hreyfðum boltann vel í sókninni. Þetta var síðan mjög einhæft hjá okkur, Þór er með gott lið en við verðum að geta fundið betri lausnir heldur en við gerðum.“ „Við létum það fara í taugarnar á okkur í fyrri hálfleik hvað leikurinn var hægur en ég reyndi að segja við mína menn að það væri okkur í hag. Ég þekki það sjálfur að maður getur verið pirraður þegar leikurinn er hægur og maður snertir ekki boltann en mér fannst að við hefðum átt að halda haus á þeim tímapunkti.“ Helgi viðurkenndi að það hafi farið mikil orka í að saxa niður forskot Þórs og þegar heimamenn minnkuðu forskotið niður í tvö stig var tankurinn tómur og Þór Þorlákshöfn gekk á lagið. Isaiah Joseph Manderson, Bandaríkjamaður KR, lék sinn þriðja leik með liðinu og fannst Helga hann eiga mikið inni. „Mér finnst hann koma ágætlega inn í liðið, það eru hlutir sem hann þarf að bæta og gera betur. Mér fannst hann standa sig ágætlega í leiknum og ekkert sérstakt út á hann að setja,“ sagði Helgi og taldi síðan upp það sem Manderson þarf að bæta. „Ég væri til í að sjá hann rúlla betur á körfuna, gefa betri hindranir og þá getur hann búið til vandræði þar sem við erum með leikmenn fyrir utan sem geta refsað. Það eru fullt af hlutum sem þarf að laga og á það ekki bara við um hann,“ sagði Helgi að lokum.
KR Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira