„Varnarleikurinn í seinni hálfleik ekki til fyrirmyndar“ Andri Már Eggertsson skrifar 24. mars 2022 20:25 Helgi Magnússon ræddi við Kristinn Óskarsson, dómara, í leiknum. Vísir/Vilhelm KR tapaði fyrir Þór Þorlákshöfn á heimavelli með 16 stigum 84-100. Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var svekktur með tap kvöldsins. „Sóknarfráköst Þórs Þorlákshafnar fóru illa með okkur. Varnarleikurinn hjá okkur í seinni hálfleik var ekki til fyrirmyndar en þessi leikur tapast á sóknarfráköstum og síðan setti Massarelli tvö stór skot,“ sagði Helgi Magnússon, eftir leik. KR spilaði vel í þriðja leikhluta og saxaði forskot Þórs niður í tvö stig sem Helgi var ánægður með. „Vörnin var góð og við hreyfðum boltann vel í sókninni. Þetta var síðan mjög einhæft hjá okkur, Þór er með gott lið en við verðum að geta fundið betri lausnir heldur en við gerðum.“ „Við létum það fara í taugarnar á okkur í fyrri hálfleik hvað leikurinn var hægur en ég reyndi að segja við mína menn að það væri okkur í hag. Ég þekki það sjálfur að maður getur verið pirraður þegar leikurinn er hægur og maður snertir ekki boltann en mér fannst að við hefðum átt að halda haus á þeim tímapunkti.“ Helgi viðurkenndi að það hafi farið mikil orka í að saxa niður forskot Þórs og þegar heimamenn minnkuðu forskotið niður í tvö stig var tankurinn tómur og Þór Þorlákshöfn gekk á lagið. Isaiah Joseph Manderson, Bandaríkjamaður KR, lék sinn þriðja leik með liðinu og fannst Helga hann eiga mikið inni. „Mér finnst hann koma ágætlega inn í liðið, það eru hlutir sem hann þarf að bæta og gera betur. Mér fannst hann standa sig ágætlega í leiknum og ekkert sérstakt út á hann að setja,“ sagði Helgi og taldi síðan upp það sem Manderson þarf að bæta. „Ég væri til í að sjá hann rúlla betur á körfuna, gefa betri hindranir og þá getur hann búið til vandræði þar sem við erum með leikmenn fyrir utan sem geta refsað. Það eru fullt af hlutum sem þarf að laga og á það ekki bara við um hann,“ sagði Helgi að lokum. KR Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
„Sóknarfráköst Þórs Þorlákshafnar fóru illa með okkur. Varnarleikurinn hjá okkur í seinni hálfleik var ekki til fyrirmyndar en þessi leikur tapast á sóknarfráköstum og síðan setti Massarelli tvö stór skot,“ sagði Helgi Magnússon, eftir leik. KR spilaði vel í þriðja leikhluta og saxaði forskot Þórs niður í tvö stig sem Helgi var ánægður með. „Vörnin var góð og við hreyfðum boltann vel í sókninni. Þetta var síðan mjög einhæft hjá okkur, Þór er með gott lið en við verðum að geta fundið betri lausnir heldur en við gerðum.“ „Við létum það fara í taugarnar á okkur í fyrri hálfleik hvað leikurinn var hægur en ég reyndi að segja við mína menn að það væri okkur í hag. Ég þekki það sjálfur að maður getur verið pirraður þegar leikurinn er hægur og maður snertir ekki boltann en mér fannst að við hefðum átt að halda haus á þeim tímapunkti.“ Helgi viðurkenndi að það hafi farið mikil orka í að saxa niður forskot Þórs og þegar heimamenn minnkuðu forskotið niður í tvö stig var tankurinn tómur og Þór Þorlákshöfn gekk á lagið. Isaiah Joseph Manderson, Bandaríkjamaður KR, lék sinn þriðja leik með liðinu og fannst Helga hann eiga mikið inni. „Mér finnst hann koma ágætlega inn í liðið, það eru hlutir sem hann þarf að bæta og gera betur. Mér fannst hann standa sig ágætlega í leiknum og ekkert sérstakt út á hann að setja,“ sagði Helgi og taldi síðan upp það sem Manderson þarf að bæta. „Ég væri til í að sjá hann rúlla betur á körfuna, gefa betri hindranir og þá getur hann búið til vandræði þar sem við erum með leikmenn fyrir utan sem geta refsað. Það eru fullt af hlutum sem þarf að laga og á það ekki bara við um hann,“ sagði Helgi að lokum.
KR Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira