Hreppamjólk á flöskum hefur slegið í gegn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. mars 2022 10:04 Anna Kristín (t.v.) og Margrét Hrund í vinnslunni í Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýrnar á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi hafa varla undan að framleiða mjólk í nýja mjólkurvinnslu á bænum þar sem gerilsneytt ófitusprengd mjólk er sett á flöskur og seld í sjálfsölum í gleri. Þegar mjólkin er búin úr glerflöskunni er hægt að endurnýta flöskurnar aftur og aftur og fá áfyllingar á þær. Í Gunnbjarnarholti er eitt stærst fjós landsins með um 200 kúm. Fjórir mjaltabásar eru í fjósinu þar sem kýrnar fara í til að láta mjólka sig fyrir nýju mjólkurvinnsluna á bænum. Þar inni er Anna Kristín Lárusdóttir, matvælafræðingur að setja ófitusprengda mjólk í glerflöskur þar sem hægt er að fá þrjár mismunandi bragðtegundir. Einnig er Hreppajógúrt framleitt í vinnslunni, sem fer í glerkrukkur. „Allir límmiðar eru handlímdir á flöskurnar og það er helt í þær úr könnu, þannig að það er mikið handverk við hverja flösku. Þetta er mjög spennandi og skemmtilegt verkefni,“ segir Anna Kristín. Nýja verkefnið í Gunnbjarnarholti er að fá mjög góðar viðtökur. „Já, hingað til höfum við bara fengið jákvæðar móttökur og við erum ótrúlega ánægð með hvað fólk tekur vel í þetta. Sumum finnst þetta líkjast við gamla tímann, að fá mjólk í glerflösku og svo átappar þú feitri mjólk. Fólk er bara virkilega ánægt með þetta og sérstaklega hvað þetta er umhverfisvænna heldur en fernumjólkin að því að við ætlumst til þess að fólk nýti flöskurnar aftur,“ segir Margrét Hrund Arnarsdóttir framkvæmdastjóri Hreppamjólkur. Jógúrtin frá Gunnbjarnarholti nýtur mikilla vinsælda en hún er í glerkrukkum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag er hægt að fá Hreppamjólkina í þremur sjálfsölum í verslunum Krónunnar, þ.e. í Lindum, úti á Granda og á Selfossi. Í sumar verður settur sjálfsali við Gunnbjarnarholt þar sem hægt verður að fá vörurnar úr heimavinnslunni. En það er ekki bara mjólkin sem fer í flöskurnar því í heimavinnsluna er líka verið að framleiða bakaða Hreppa jógúrt með engum viðbættum sykri, sem er líka í sjálfsölunum, sem hefur slegið í gegn. Hægt er að fá mjólkina í þremur mismunandi bragðtegundum í sjálfsölum í þremur verslunum Krónunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Nýsköpun Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Í Gunnbjarnarholti er eitt stærst fjós landsins með um 200 kúm. Fjórir mjaltabásar eru í fjósinu þar sem kýrnar fara í til að láta mjólka sig fyrir nýju mjólkurvinnsluna á bænum. Þar inni er Anna Kristín Lárusdóttir, matvælafræðingur að setja ófitusprengda mjólk í glerflöskur þar sem hægt er að fá þrjár mismunandi bragðtegundir. Einnig er Hreppajógúrt framleitt í vinnslunni, sem fer í glerkrukkur. „Allir límmiðar eru handlímdir á flöskurnar og það er helt í þær úr könnu, þannig að það er mikið handverk við hverja flösku. Þetta er mjög spennandi og skemmtilegt verkefni,“ segir Anna Kristín. Nýja verkefnið í Gunnbjarnarholti er að fá mjög góðar viðtökur. „Já, hingað til höfum við bara fengið jákvæðar móttökur og við erum ótrúlega ánægð með hvað fólk tekur vel í þetta. Sumum finnst þetta líkjast við gamla tímann, að fá mjólk í glerflösku og svo átappar þú feitri mjólk. Fólk er bara virkilega ánægt með þetta og sérstaklega hvað þetta er umhverfisvænna heldur en fernumjólkin að því að við ætlumst til þess að fólk nýti flöskurnar aftur,“ segir Margrét Hrund Arnarsdóttir framkvæmdastjóri Hreppamjólkur. Jógúrtin frá Gunnbjarnarholti nýtur mikilla vinsælda en hún er í glerkrukkum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag er hægt að fá Hreppamjólkina í þremur sjálfsölum í verslunum Krónunnar, þ.e. í Lindum, úti á Granda og á Selfossi. Í sumar verður settur sjálfsali við Gunnbjarnarholt þar sem hægt verður að fá vörurnar úr heimavinnslunni. En það er ekki bara mjólkin sem fer í flöskurnar því í heimavinnsluna er líka verið að framleiða bakaða Hreppa jógúrt með engum viðbættum sykri, sem er líka í sjálfsölunum, sem hefur slegið í gegn. Hægt er að fá mjólkina í þremur mismunandi bragðtegundum í sjálfsölum í þremur verslunum Krónunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Nýsköpun Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira