Prófessorarnir Tinna Laufey Ásgeirsdóttir og Gylfi Zoega kynna skýrslu sem unnin var fyrir Velferðarsjóð um ójöfnuð meðal íslenskra barna en málþingið er haldið til minningar um Valgerði Ólafsdóttur þroskasálfræðing, stofnanda og fyrrverandi framkvæmdastjóra Velferðarsjóðs barna sem féll frá í nóvember í fyrra.
Öllum er velkomið að mæta á staðinn en þingið fer fram í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8 í Reykjavík.
Hér er hægt að nálgast beint streymi frá viðburðinum.
Dagskráin er eftirfarandi:
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir og Gylfi Zoega prófessorar við HÍ: Ójöfnuður meðal íslenskra barna – staða og mögulegar leiðir
Ásta Þórdís Skjalddal samhæfingarstjóri PEPP: Að alast upp í fátækt
Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar: Tómstundir barna – mismunun hvert leiðir hún
Kolbeinn Stefánsson dósent við félagsráðgjafadeild HÍ: Eru börn fjárfesting eða útgjöld?
Pallborð – Kári Stefánsson stjórnarformaður Velferðarsjóðs barna stýrir umræðum: Viljum við að öll börn fái jöfn tækifæri? Og hvað má það kosta?
Þátttakendur í Pallborði:
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir prófessor
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði