Stefnir allt í harða baráttu um toppsæti austurdeildar NBA Atli Arason skrifar 27. mars 2022 10:00 Kevin Durant , leikmaður Brooklyn Nets. AP Photo/Seth Wenig Það verður hart barist um síðustu sætin í úrslitakeppninni NBA nú þegar líður á seinni hluta deildarkeppninnar. Á nokkrum vígvöllum í töflunni í báðum deildum munar ekki nema einum sigri á milli sæta. Eftir fjórða tap Heat í röð munar einungis hálfum sigurleik á milli liðanna í efstu fjóru sætum austurdeildar. Brooklyn Nets 110-95 Miami Heat Kevin Durant var í stuði þegar Nets unnu 15 stiga sigur í Miami gegn Heat. Durant var stigahæstur með 23 stig. Tap Heat er þeirra fjórða í röð og missir liðið því toppsætið til 76ers. Nets er í áttunda sæti, þremur sigurleikjum á eftir Raptors í sjötta sæti. Sacramento Kings 114 - 110 Orlando Magic Kings heldur vonum sínum um sæti í úrslitakeppninni á lífi eftir sigur á Magic eftir framlengdan leik. Magic er í botnsæti austurdeildar og er það löngu ljóst að liðið á ekki möguleika á sæti úrslitakeppninni. Kings eru í 13. sæti vesturdeildar, fjórum sigurleikjum frá úrslitakeppninni. Davion Mitchell var besti leikmaður vallarins með 22 stig, sjö fráköst og níu stoðsendingar fyrir Kings. Mo Bamba hélt Magic á floti með 19 stigum ásmat því að taka 12 fráköst. Chicago Bulls 98-94 Cleveland Cavaliers Bulls sótti sigur í Cleveland gegn Cavs. Með sigrinum styrkir Bulls stöðu sína fimmta sæti deildarinnar en tapið er frekar grátlegt fyrir Cavaliers þar sem þeir missa bílstjórasætið til Raptors um síðasta örugga sætið í úrslitakeppninni. Cavaliers er nú í sjöunda sæti og gæti neyðst til að fara í undankeppni fyrir úrslitakeppnina. Zach LaVine var stigahæsti leikmaður Bulls með 25 stig en Darius Garland var stigahæsti leikmaður vallarins með 28 stig fyrir Cavaliers. Indiana Pacers 91-131 Toronto Raptors Raptors áttu ekki í vandræðum með Pacers á heimavelli en leikurinn tafðist aðeins vegna þess að rýma þurfti höllina í hálfleik þegar það kviknaði í hátalara á vellinum. Leikurinn gat svo haldið áfram eftir að slökkviliðsmenn náðu að drepa eldinn. Raptors er eftir sigurinn komið í sjötta sæti austurdeildar á meðan Pacers er í 13. sæti. Pascal Siakam gerði 23 stig fyrir Raptors á meðan Oshae Brissett var stigahæstur hjá Pacers með 21 stig. San Antonio Spurs 107 - 103 New Orleans Pelicans Spurs unnu nauðsynlegan fjögurra stiga sigur á Pelicans. Þetta var síðasta innbyrðis viðureign liðanna en Spurs hefur unnið þrjá af fjórum leikjum. Pelicans er í 10. og síðasta sæti sem veitir þátttökurétt í undankeppni úrslitakeppnirnar en Spurs er í 11. sæti einum sigri á eftir Pelicans þegar átta leikir eru eftir af tímabilinu. Dejounte Murray var með þrefalda tvennu hjá Spurs. 15 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar. CJ McCollum var stigahæsti leikmaður vallarins en hann gerði 32 stig fyrir Pelicans. Milwaukee Bucks 102-127 Memphis Grizzlies Grizzlies áttu ekki í vandræðum með meistara Bucks á heimavelli sínum í Memphis. Fimm leikmenn Grizzlies fóru yfir tveggja stafa tölu í stigaskori en stigahæstur þeirra var varamaðurinn De'Anthony Melton með 24 stig. Giannis Antetokounmpo var eins og oft áður allt í öllu í leik Bucks en Grikkinn gerði 30 stig og tók 11 fráköst. Bucks er nú dottið niður í fjórða sæti austurdeildar á eftir Celtics á meðan Grizzlies styrkir stöðu sína í öðru sæti vesturdeildarinnar. Oklahoma City Thunder 107-113 Denver Nuggets Það réði enginn við Nikola Jokić sem gerði 35 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í fimm stiga sigri Nuggets á Thunder. Theo Maledon var atkvæðamestur í liði Thunder með 20 stig. Nuggets er því áfram í sjötta sæti vesturdeildar sem gefur öruggt sæti í úrslitakeppninni. Liðið er þó einungis einum sigri á undan Timberwolves. Thunder er í 14. sæti vesturdeildarinnar. Houston Rockets 115-98 Portland Trail Blazers Eftir brösugt gengi og vera nánast fastir við botnsætið lengst af var Rockets að vinna sinn annan sigur í röð með 17 stiga sigri á Trail Blazers. Rockets er þó áfram í neðsta sæti vesturdeildarinnar en Trail Blazers eru þremur sætum ofar í því 12. Tapið hjá Trail Blazers í nótt var þeirra þriðja í röð og núna eru þeir fjórum sigrum frá 10. sætinu sem veitir þátttökurétt í undankeppni úrslitakeppninnar þegar átta leikir eru eftir. Varamaðurinn Alperen Sengun var stigahæsti leikmaður vallarins með 27 stig fyrir Rockets. Trendon Watford var besti leikmaður Trail Blazers með 15 stig og 10 fráköst. NBA Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Brooklyn Nets 110-95 Miami Heat Kevin Durant var í stuði þegar Nets unnu 15 stiga sigur í Miami gegn Heat. Durant var stigahæstur með 23 stig. Tap Heat er þeirra fjórða í röð og missir liðið því toppsætið til 76ers. Nets er í áttunda sæti, þremur sigurleikjum á eftir Raptors í sjötta sæti. Sacramento Kings 114 - 110 Orlando Magic Kings heldur vonum sínum um sæti í úrslitakeppninni á lífi eftir sigur á Magic eftir framlengdan leik. Magic er í botnsæti austurdeildar og er það löngu ljóst að liðið á ekki möguleika á sæti úrslitakeppninni. Kings eru í 13. sæti vesturdeildar, fjórum sigurleikjum frá úrslitakeppninni. Davion Mitchell var besti leikmaður vallarins með 22 stig, sjö fráköst og níu stoðsendingar fyrir Kings. Mo Bamba hélt Magic á floti með 19 stigum ásmat því að taka 12 fráköst. Chicago Bulls 98-94 Cleveland Cavaliers Bulls sótti sigur í Cleveland gegn Cavs. Með sigrinum styrkir Bulls stöðu sína fimmta sæti deildarinnar en tapið er frekar grátlegt fyrir Cavaliers þar sem þeir missa bílstjórasætið til Raptors um síðasta örugga sætið í úrslitakeppninni. Cavaliers er nú í sjöunda sæti og gæti neyðst til að fara í undankeppni fyrir úrslitakeppnina. Zach LaVine var stigahæsti leikmaður Bulls með 25 stig en Darius Garland var stigahæsti leikmaður vallarins með 28 stig fyrir Cavaliers. Indiana Pacers 91-131 Toronto Raptors Raptors áttu ekki í vandræðum með Pacers á heimavelli en leikurinn tafðist aðeins vegna þess að rýma þurfti höllina í hálfleik þegar það kviknaði í hátalara á vellinum. Leikurinn gat svo haldið áfram eftir að slökkviliðsmenn náðu að drepa eldinn. Raptors er eftir sigurinn komið í sjötta sæti austurdeildar á meðan Pacers er í 13. sæti. Pascal Siakam gerði 23 stig fyrir Raptors á meðan Oshae Brissett var stigahæstur hjá Pacers með 21 stig. San Antonio Spurs 107 - 103 New Orleans Pelicans Spurs unnu nauðsynlegan fjögurra stiga sigur á Pelicans. Þetta var síðasta innbyrðis viðureign liðanna en Spurs hefur unnið þrjá af fjórum leikjum. Pelicans er í 10. og síðasta sæti sem veitir þátttökurétt í undankeppni úrslitakeppnirnar en Spurs er í 11. sæti einum sigri á eftir Pelicans þegar átta leikir eru eftir af tímabilinu. Dejounte Murray var með þrefalda tvennu hjá Spurs. 15 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar. CJ McCollum var stigahæsti leikmaður vallarins en hann gerði 32 stig fyrir Pelicans. Milwaukee Bucks 102-127 Memphis Grizzlies Grizzlies áttu ekki í vandræðum með meistara Bucks á heimavelli sínum í Memphis. Fimm leikmenn Grizzlies fóru yfir tveggja stafa tölu í stigaskori en stigahæstur þeirra var varamaðurinn De'Anthony Melton með 24 stig. Giannis Antetokounmpo var eins og oft áður allt í öllu í leik Bucks en Grikkinn gerði 30 stig og tók 11 fráköst. Bucks er nú dottið niður í fjórða sæti austurdeildar á eftir Celtics á meðan Grizzlies styrkir stöðu sína í öðru sæti vesturdeildarinnar. Oklahoma City Thunder 107-113 Denver Nuggets Það réði enginn við Nikola Jokić sem gerði 35 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í fimm stiga sigri Nuggets á Thunder. Theo Maledon var atkvæðamestur í liði Thunder með 20 stig. Nuggets er því áfram í sjötta sæti vesturdeildar sem gefur öruggt sæti í úrslitakeppninni. Liðið er þó einungis einum sigri á undan Timberwolves. Thunder er í 14. sæti vesturdeildarinnar. Houston Rockets 115-98 Portland Trail Blazers Eftir brösugt gengi og vera nánast fastir við botnsætið lengst af var Rockets að vinna sinn annan sigur í röð með 17 stiga sigri á Trail Blazers. Rockets er þó áfram í neðsta sæti vesturdeildarinnar en Trail Blazers eru þremur sætum ofar í því 12. Tapið hjá Trail Blazers í nótt var þeirra þriðja í röð og núna eru þeir fjórum sigrum frá 10. sætinu sem veitir þátttökurétt í undankeppni úrslitakeppninnar þegar átta leikir eru eftir. Varamaðurinn Alperen Sengun var stigahæsti leikmaður vallarins með 27 stig fyrir Rockets. Trendon Watford var besti leikmaður Trail Blazers með 15 stig og 10 fráköst.
NBA Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum