Segja Rússa beita efnavopnum í Austur-Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2022 12:32 Rússar hafa verið sakaðir um að beita efnavopnum í Austur-Úkraínu. AP Photo/Nariman El-Mofty Bandaríkjaforseti var harðorður í garð forseta Rússlands í ávarpi sem hann flutti í Varsjá í Póllandi í gærkvöldi. Hann kallaði Vladimír Pútín slátrara og lýsti því yfir að hann gæti ekki setið lengur á valdastóli. „Í Guðs bænum, þessi maður getur ekki verið lengur við völd.“ Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti í ávarpi sem hann flutti í Póllandi í gærkvöldi. Yfirlýsingar hans um Pútín hafa valdið miklu fjaðrafoki innan bandaríska stjórnkerfisins. Anthony Blinken utanríkisráðherra og Hvíta húsið hafa síðan lýst því yfir að Biden hafi ekki verið að hvetja til þess að Pútín verði steypt af stóli. Hart hefur verið barist í Úkraínu í nótt og í morgun og Rússar gerðu fjórar árásir á borgina Lvív í vesturhluta Úkraínu í nótt, sem eru mestu árásir á borgina frá upphafi stríðsins. Rússar beina nú spjótum sínum sérstaklega að eldsneytis- og matargeymslum og úkraínsk stjórnvöld keppast nú við að færa birgðir sínar til að fela þær frá Rússum. Varnarmálaráðuneyti Bretlands lýsti því í morgun að Rússar virðist nú einbeita sér að hernaðaraðgerðum í austurhluta Úkraínu en Rússar lýstu því yfir fyrir helgi að meginmarkmið aðgerðanna sé nú að frelsa Donbas-héruðin undan oki úkraínskra stjórnvalda. Yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins sagði þá í morgun að ráðist verði í skæruliðahernað gegn rússneskum hersveitium í héruðunum tveimur á næstu dögum. Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Luhansk tilkynnti það í morgun að stefnt sé á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu sem allra fyrst um það hvort héraðið sameinist Rússlandi. Úkraínska leyniþjónustan telur að Rússar vilji skipta Úkraínu í tvennt og mynda eins konar Suður- og Norður-Kóreu í Úkraínu. Rússar hafa þá enn eina ferðina hótað að beita kjarnorkuvopnum í stríðinu í Úkraínu en Dmitri Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og formaður þjóðaröryggisráðsins, sagði í gær að Moskva myndi ekki hika við að beita slíkum vopnum. this isn't White Phosphorus, these are thermite incendiary submunitions which are in fact even worse. we've seen similar footage of these unguided 9M22S incendiary Grad rockets in use by the Russians in Syria countless times before https://t.co/szTtXQkGPy— Samir (@obretix) March 24, 2022 Úkraínskar hersveitir hafa þá haldið því fram um helgina að rússneski herinn hafi beitt efnavopninu fosfór gegn þeim nærri borginni Avdiivka í austurhluta Úkraínu. Ekki hefur tekist að staðfesta þær staðhæfingar en Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur haldið þessu sama fram. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Bein útsending: Innrás Rússa í Úkraínu, salan á Íslandsbanka og orkuskipti Málefni Úkraínu verða fyrst á dagskrá í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag. Brynja Huld Óskarsdóttir sérfræðingur í varnar- og öryggismálum ræða málin ásamt Jóni Ólafssyni prófessor og einum helsta sérfræðingi í málefnum Rússlands. 27. mars 2022 10:01 Vaktin: Biden segir Pútín „slátrara“ sem megi ekki halda völdum Joe Biden Bandaríkjaforseti var harðorður í garð kollega síns í Rússlandi í ávarpi sem hann flutti í Varsjá í gærkvöldi. Hann flutti ávarpið eftir að hafa heimsótt úkraínska flóttamenn í Póllandi. 27. mars 2022 09:23 Rússar sprengdu upp eldsneytisgeymslu í Lviv Rússar sprengdu upp vöruhús úkraínska hersins í borginni Lviv í nótt, sem er í vesturhluta landsins. Rússneska varnarmálaráðuneytið gaf það út í morgun að hárnákvæmar stýriflaugar hafi verið notaðar til verksins. 27. mars 2022 07:56 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
„Í Guðs bænum, þessi maður getur ekki verið lengur við völd.“ Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti í ávarpi sem hann flutti í Póllandi í gærkvöldi. Yfirlýsingar hans um Pútín hafa valdið miklu fjaðrafoki innan bandaríska stjórnkerfisins. Anthony Blinken utanríkisráðherra og Hvíta húsið hafa síðan lýst því yfir að Biden hafi ekki verið að hvetja til þess að Pútín verði steypt af stóli. Hart hefur verið barist í Úkraínu í nótt og í morgun og Rússar gerðu fjórar árásir á borgina Lvív í vesturhluta Úkraínu í nótt, sem eru mestu árásir á borgina frá upphafi stríðsins. Rússar beina nú spjótum sínum sérstaklega að eldsneytis- og matargeymslum og úkraínsk stjórnvöld keppast nú við að færa birgðir sínar til að fela þær frá Rússum. Varnarmálaráðuneyti Bretlands lýsti því í morgun að Rússar virðist nú einbeita sér að hernaðaraðgerðum í austurhluta Úkraínu en Rússar lýstu því yfir fyrir helgi að meginmarkmið aðgerðanna sé nú að frelsa Donbas-héruðin undan oki úkraínskra stjórnvalda. Yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins sagði þá í morgun að ráðist verði í skæruliðahernað gegn rússneskum hersveitium í héruðunum tveimur á næstu dögum. Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Luhansk tilkynnti það í morgun að stefnt sé á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu sem allra fyrst um það hvort héraðið sameinist Rússlandi. Úkraínska leyniþjónustan telur að Rússar vilji skipta Úkraínu í tvennt og mynda eins konar Suður- og Norður-Kóreu í Úkraínu. Rússar hafa þá enn eina ferðina hótað að beita kjarnorkuvopnum í stríðinu í Úkraínu en Dmitri Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og formaður þjóðaröryggisráðsins, sagði í gær að Moskva myndi ekki hika við að beita slíkum vopnum. this isn't White Phosphorus, these are thermite incendiary submunitions which are in fact even worse. we've seen similar footage of these unguided 9M22S incendiary Grad rockets in use by the Russians in Syria countless times before https://t.co/szTtXQkGPy— Samir (@obretix) March 24, 2022 Úkraínskar hersveitir hafa þá haldið því fram um helgina að rússneski herinn hafi beitt efnavopninu fosfór gegn þeim nærri borginni Avdiivka í austurhluta Úkraínu. Ekki hefur tekist að staðfesta þær staðhæfingar en Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur haldið þessu sama fram.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Bein útsending: Innrás Rússa í Úkraínu, salan á Íslandsbanka og orkuskipti Málefni Úkraínu verða fyrst á dagskrá í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag. Brynja Huld Óskarsdóttir sérfræðingur í varnar- og öryggismálum ræða málin ásamt Jóni Ólafssyni prófessor og einum helsta sérfræðingi í málefnum Rússlands. 27. mars 2022 10:01 Vaktin: Biden segir Pútín „slátrara“ sem megi ekki halda völdum Joe Biden Bandaríkjaforseti var harðorður í garð kollega síns í Rússlandi í ávarpi sem hann flutti í Varsjá í gærkvöldi. Hann flutti ávarpið eftir að hafa heimsótt úkraínska flóttamenn í Póllandi. 27. mars 2022 09:23 Rússar sprengdu upp eldsneytisgeymslu í Lviv Rússar sprengdu upp vöruhús úkraínska hersins í borginni Lviv í nótt, sem er í vesturhluta landsins. Rússneska varnarmálaráðuneytið gaf það út í morgun að hárnákvæmar stýriflaugar hafi verið notaðar til verksins. 27. mars 2022 07:56 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Bein útsending: Innrás Rússa í Úkraínu, salan á Íslandsbanka og orkuskipti Málefni Úkraínu verða fyrst á dagskrá í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag. Brynja Huld Óskarsdóttir sérfræðingur í varnar- og öryggismálum ræða málin ásamt Jóni Ólafssyni prófessor og einum helsta sérfræðingi í málefnum Rússlands. 27. mars 2022 10:01
Vaktin: Biden segir Pútín „slátrara“ sem megi ekki halda völdum Joe Biden Bandaríkjaforseti var harðorður í garð kollega síns í Rússlandi í ávarpi sem hann flutti í Varsjá í gærkvöldi. Hann flutti ávarpið eftir að hafa heimsótt úkraínska flóttamenn í Póllandi. 27. mars 2022 09:23
Rússar sprengdu upp eldsneytisgeymslu í Lviv Rússar sprengdu upp vöruhús úkraínska hersins í borginni Lviv í nótt, sem er í vesturhluta landsins. Rússneska varnarmálaráðuneytið gaf það út í morgun að hárnákvæmar stýriflaugar hafi verið notaðar til verksins. 27. mars 2022 07:56