Verstappen háði harða baráttu við Ferrari ökuþórana Charles Leclerc og Carlos Sainz en með góðum lokakafla tryggði Verstappen, sem ekur fyrir Red Bull, sér sigurinn eftir að Leclerc hafði haft forystu lengi.
Sainz endaði þriðji og Sergio Perez, liðsfélagi Verstappen, kom fjórði í mark en Perez var á ráspól.
Bretinn sigursæli, Lewis Hamilton, hafnaði í 10.sæti en hann háði harða baráttu við Verstappen um heimsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð.
Keppnin í Jeddah var annar kappakstur tímabilsins en Verstappen náði ekki að klára fyrstu keppni tímabilsins í Barein á dögunum.
The points scorers in our second race of 2022 #SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/HNYOi09t76
— Formula 1 (@F1) March 27, 2022