Vottaður sérfræðingur, hvað þýðir það? Sigríður Halla Magnúsdóttir skrifar 28. mars 2022 08:30 Undanfarna mánuði hafa Samtök um endómetríósu og sjúklingar með sjúkdóminn reynt að vekja athygli á sjúkdómnum og mikilvægi þess að við séum meðhöndluð af vottuðum sérfræðingum. En hvað þýðir vottaður sérfræðingur? Hinn almenni leikmaður heldur eflaust að kvensjúkdómalæknir ætti að þekkja vel til endómetríósu enda sérfræðimenntaður læknir í kvensjúkdómum. Það er hins vegar ekki raunin þegar kemur að endómetríósu. Að þekkja allar birtingamyndir sjúkdómsins og gera aðgerðir sem krefjast þess að skera burt endómetríósufrumur sem hafa komið sér fyrir á röngum stöðum, krefst mikillar þjálfunar. Þegar nægri þekkingu er náð þarf að viðhalda henni með því að framkvæma að lágmarki 12 aðgerðir á endómetríósu á ári. Hjá lækni sem starfar sem almennur kvensjúkdóma,- og fæðingalæknir er erfitt að verða við þeim kröfum. Þjónustan við fólk með endómetríósu hefur lengi verið slæm víða og hafa margir kvartað undan því að fá lítinn eða jafnvel engan létti eftir aðgerðir. Dr. Saeid Gholami varð þess var og ákvað að búa til sérstakt vottunarferli til þess að sporna við þessu vandamáli. Með vottunarferlinu vildi hann fækka þeim tilfellum þar sem fólk færi í aðgerðir hjá læknum óreyndum í sjúkdómnum. Vottunarferlið er blint á báða vegu sem þýðir að umsækjandi veit ekki hverjir fara yfir sína umsókn og þeir sérfræðingar sem meta hana vita ekki hver umsækjandinn er. Þegar læknir sækir um vottun þarf hann að skila inn starfsferilskrá, kynningu á eigin starfsreglum hvað varðar meðhöndlun á sjúkdómnum og þremur myndböndum úr mismunandi aðgerðum. Hvert myndband þarf að sýna heila aðgerð og hafi verið átt við myndbandið á einhvern hátt er það ekki tekið gilt. Að auki þarf umsækjandi að skila inn aðgerðarlýsingum og niðurstöðum vefjarannsóknar fyrir hverja aðgerð. Þrír sérfræðingar fara svo yfir aðgerðirnar og dæma meðal annars hvernig skurðtækni er notuð og hvort læknirinn nái að fjarlægja allar endómetríósu frumur án þess að skemma heilbrigða vefi í kring. Frammistaða umsækjanda er metin með sérstökum spurningalista á bilinu 1-10. Til þess að fá vottun þarf umsækjandi að fá að lágmarki 7 í einkunn fyrir hvert skref sem tekið er í öllum aðgerðunum. Það hefur varla farið framhjá neinum sem fylgist með baráttu okkar hjá Samtökum um endómetríósu og sjúklingum með endómetríósu að Jón Ívar Einarsson hefur hlotið vottun sem sérfræðingur í endómetríósu og er farinn að bjóða upp á aðgerðir á Klíníkinni. Enn sem komið er geta sjúklingar ekki fengið þessar aðgerðir niðurgreiddar af Sjúkratryggingum en við höfum fulla trú á að nú verði gerðar breytingar þar á. Það á enginn að þurfa að greiða fúlgu fjár úr eigin vasa til þess að lifa verkjalitlu lífi. Ég skora á alla þá sem starfa í heilbrigðisþjónustu að kynna sér sjúkdóminn því hann kemur öllum við. Eins og staðan er í dag er ekki hægt að segja við séum að njóta heilbrigðisþjónustu, við búum því miður við þjónustuskort og því verður ekki breytt fyrr en allir þeir sem veita heilbrigðisþjónustu eru tilbúnir til að fræðast um endómetríósu. Það eru mannréttindi en ekki forréttindi að fá fullnægjandi læknisþjónustu. Höfundur er varaformaður Samtaka um endómetríósu, greindist með sjúkdóminn 38 ára gömul, þurfti að leita erlendis til að fá frekari greiningu og gengur enn á veggi innan heilbrigðiskerfisins. Hér (www.icarebetter.com) er hægt að lesa betur um ferlið og þá sérfræðinga sem hlotið hafa vottun í sjúkdómnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa Samtök um endómetríósu og sjúklingar með sjúkdóminn reynt að vekja athygli á sjúkdómnum og mikilvægi þess að við séum meðhöndluð af vottuðum sérfræðingum. En hvað þýðir vottaður sérfræðingur? Hinn almenni leikmaður heldur eflaust að kvensjúkdómalæknir ætti að þekkja vel til endómetríósu enda sérfræðimenntaður læknir í kvensjúkdómum. Það er hins vegar ekki raunin þegar kemur að endómetríósu. Að þekkja allar birtingamyndir sjúkdómsins og gera aðgerðir sem krefjast þess að skera burt endómetríósufrumur sem hafa komið sér fyrir á röngum stöðum, krefst mikillar þjálfunar. Þegar nægri þekkingu er náð þarf að viðhalda henni með því að framkvæma að lágmarki 12 aðgerðir á endómetríósu á ári. Hjá lækni sem starfar sem almennur kvensjúkdóma,- og fæðingalæknir er erfitt að verða við þeim kröfum. Þjónustan við fólk með endómetríósu hefur lengi verið slæm víða og hafa margir kvartað undan því að fá lítinn eða jafnvel engan létti eftir aðgerðir. Dr. Saeid Gholami varð þess var og ákvað að búa til sérstakt vottunarferli til þess að sporna við þessu vandamáli. Með vottunarferlinu vildi hann fækka þeim tilfellum þar sem fólk færi í aðgerðir hjá læknum óreyndum í sjúkdómnum. Vottunarferlið er blint á báða vegu sem þýðir að umsækjandi veit ekki hverjir fara yfir sína umsókn og þeir sérfræðingar sem meta hana vita ekki hver umsækjandinn er. Þegar læknir sækir um vottun þarf hann að skila inn starfsferilskrá, kynningu á eigin starfsreglum hvað varðar meðhöndlun á sjúkdómnum og þremur myndböndum úr mismunandi aðgerðum. Hvert myndband þarf að sýna heila aðgerð og hafi verið átt við myndbandið á einhvern hátt er það ekki tekið gilt. Að auki þarf umsækjandi að skila inn aðgerðarlýsingum og niðurstöðum vefjarannsóknar fyrir hverja aðgerð. Þrír sérfræðingar fara svo yfir aðgerðirnar og dæma meðal annars hvernig skurðtækni er notuð og hvort læknirinn nái að fjarlægja allar endómetríósu frumur án þess að skemma heilbrigða vefi í kring. Frammistaða umsækjanda er metin með sérstökum spurningalista á bilinu 1-10. Til þess að fá vottun þarf umsækjandi að fá að lágmarki 7 í einkunn fyrir hvert skref sem tekið er í öllum aðgerðunum. Það hefur varla farið framhjá neinum sem fylgist með baráttu okkar hjá Samtökum um endómetríósu og sjúklingum með endómetríósu að Jón Ívar Einarsson hefur hlotið vottun sem sérfræðingur í endómetríósu og er farinn að bjóða upp á aðgerðir á Klíníkinni. Enn sem komið er geta sjúklingar ekki fengið þessar aðgerðir niðurgreiddar af Sjúkratryggingum en við höfum fulla trú á að nú verði gerðar breytingar þar á. Það á enginn að þurfa að greiða fúlgu fjár úr eigin vasa til þess að lifa verkjalitlu lífi. Ég skora á alla þá sem starfa í heilbrigðisþjónustu að kynna sér sjúkdóminn því hann kemur öllum við. Eins og staðan er í dag er ekki hægt að segja við séum að njóta heilbrigðisþjónustu, við búum því miður við þjónustuskort og því verður ekki breytt fyrr en allir þeir sem veita heilbrigðisþjónustu eru tilbúnir til að fræðast um endómetríósu. Það eru mannréttindi en ekki forréttindi að fá fullnægjandi læknisþjónustu. Höfundur er varaformaður Samtaka um endómetríósu, greindist með sjúkdóminn 38 ára gömul, þurfti að leita erlendis til að fá frekari greiningu og gengur enn á veggi innan heilbrigðiskerfisins. Hér (www.icarebetter.com) er hægt að lesa betur um ferlið og þá sérfræðinga sem hlotið hafa vottun í sjúkdómnum.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun