Fylgdist með ferðum Nemtsovs í heilt ár fyrir banatilræðið Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2022 08:05 Boris Nemtsov var skotinn til bana úti á götu í Mosktu þann 27. febrúar 2015, ekki langt frá Kreml. EPA Útsendari með tengsl við rússnesku leyniþjónustuna FSB fylgdist með ferðum stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsov í nærri heilt ár áður en hann var skotinn til bana í Moskvu árið 2015. Þetta er niðurstaða rannsóknar Bellingcat, The Insider og BBC. Nemtsov var harður andstæðingur Vladimírs Pútín Rússlands, en stjórnvöld í Rússlandi hafa alla tíð neitað því að hafa komið að morðinu á Nemtsov. Nemtsov var áberandi í rússneskum stjórnmálum á tíunda áratugnum þar sem hann gegndi embætti aðstoðarforsætisráðherra í stjórnartíð Borisar Jeltsín, þáverandi Rússlandsforseta, og var hann á þeim tíma af mörgum talinn líklegur arftaki Jeltsíns í stóli forseta. Pútín tók hins vegar við embættinu þegar árið 2000 gekk í garð og var Nemtsov bolað úr framlínu rússneskra stjórnvalda. Hann hóf þá baráttu fyrir því að opinbera spillingu í landinu og talaði hann gegn aðgerðum rússneskra stjórnvalda í austurhluta Úkraínu árið 2014. Nemtsov var skotinn til bana úti á götu í Moskvu þann 27. febrúar 2015, ekki langt frá Kreml. Fimm menn af téténskum uppruna voru handteknir vegna morðsins og þeir fangelsaðir. Í frétt BBC segir að rannsókn rússneskra yfirvalda hafi hins vegar ekki tekið á því hver eða hverjir hafi raunverulega staðið að baki árásinni. Samkvæmt rannsókninni nú liggja fyrir sönnunargögn sem sýni fram á að útsendari ríkisstjórarinnar, með tengsl við aftökusveit á vegum leyniþjónustunnar, hafi fylgst með ferðum Nemtsov mánuðina fyrir aftökuna. Þannig sýni gögn um lestar- og flugferðir fram á að maðurinn hafi elt Nemtsov í þrettán ferðir hið minnsta. Síðasta slíka skiptið hafi verið tíu dögum fyrir banatilræðið. Ráku einnig slóðir manna sem fylgdu eftir Navalní Rannsakendur Bellingcat, í samstarfi við Insider, Spiegel og CNN notuðu sömu gögn árið 2020 til að sýna fram á að menn á vegum FSB hafi elt Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, um árabil áður en eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. Navalní sjálfur birti svo í kjölfarið myndband þar sem hann átti að hafa verið að ræða við tvo af mönnunum sem eitruðu fyrir honum um eitrunina. Þá þóttist Navalní vera aðstoðarmaður háttsetts herforingja hjá FSB. Rússland Morðið á Boris Nemtsov Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Þetta er niðurstaða rannsóknar Bellingcat, The Insider og BBC. Nemtsov var harður andstæðingur Vladimírs Pútín Rússlands, en stjórnvöld í Rússlandi hafa alla tíð neitað því að hafa komið að morðinu á Nemtsov. Nemtsov var áberandi í rússneskum stjórnmálum á tíunda áratugnum þar sem hann gegndi embætti aðstoðarforsætisráðherra í stjórnartíð Borisar Jeltsín, þáverandi Rússlandsforseta, og var hann á þeim tíma af mörgum talinn líklegur arftaki Jeltsíns í stóli forseta. Pútín tók hins vegar við embættinu þegar árið 2000 gekk í garð og var Nemtsov bolað úr framlínu rússneskra stjórnvalda. Hann hóf þá baráttu fyrir því að opinbera spillingu í landinu og talaði hann gegn aðgerðum rússneskra stjórnvalda í austurhluta Úkraínu árið 2014. Nemtsov var skotinn til bana úti á götu í Moskvu þann 27. febrúar 2015, ekki langt frá Kreml. Fimm menn af téténskum uppruna voru handteknir vegna morðsins og þeir fangelsaðir. Í frétt BBC segir að rannsókn rússneskra yfirvalda hafi hins vegar ekki tekið á því hver eða hverjir hafi raunverulega staðið að baki árásinni. Samkvæmt rannsókninni nú liggja fyrir sönnunargögn sem sýni fram á að útsendari ríkisstjórarinnar, með tengsl við aftökusveit á vegum leyniþjónustunnar, hafi fylgst með ferðum Nemtsov mánuðina fyrir aftökuna. Þannig sýni gögn um lestar- og flugferðir fram á að maðurinn hafi elt Nemtsov í þrettán ferðir hið minnsta. Síðasta slíka skiptið hafi verið tíu dögum fyrir banatilræðið. Ráku einnig slóðir manna sem fylgdu eftir Navalní Rannsakendur Bellingcat, í samstarfi við Insider, Spiegel og CNN notuðu sömu gögn árið 2020 til að sýna fram á að menn á vegum FSB hafi elt Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, um árabil áður en eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. Navalní sjálfur birti svo í kjölfarið myndband þar sem hann átti að hafa verið að ræða við tvo af mönnunum sem eitruðu fyrir honum um eitrunina. Þá þóttist Navalní vera aðstoðarmaður háttsetts herforingja hjá FSB.
Rússland Morðið á Boris Nemtsov Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira