Ef að Twitter væri partí Þórarinn Hjartarson skrifar 28. mars 2022 09:01 Ef Twitter væri partí væri það býsna leiðinlegt samkvæmi. Þrátt fyrir ágætis hóp gesta gengi um gólf manneskja með fýlusvip og vökult auga. Það er Twittermanneskjan. Twittermanneskjan hlerar samskipti gestanna í von um að finna eitthvað til þess að verða móðguð yfir. Það þarf ekki að vera eitthvað sem hún sjálf móðgast yfir heldur er twittermanneskjan reiðubúin að móðgast fyrir hönd hinna ýmsu hópa. Twittermanneskjan hvetur til umræðu en með ákveðnum fyrirvara. Hún dreifir bæklingum meðal gesta um það hverskonar umræða sé leyfileg. Þetta gerir hún í þágu þess að ef fólki er gefið frjálst orðið gætu átti sér stað óásættanleg samskipti. Hún passar upp á að samskipti kynjanna lúti ramma réttlætisins og báðir aðilar þannig á nálum yfir því að þau séu einu feilspori frá því að vera rekin úr partíinu. Twittermanneskjan beinir kastljósinu að sjálfri sér með því að benda á hamfarir út í heimi og lýsa því yfir hvað henni þykir það miður. Það afsakar aðgerðarleysi en gerir hana samtímis að hetju. Það er mikilvægt fyrir gesti að vera á tánum. Reglur þessa samkvæmis taka sífelldum breytingum. Það sem var í lagi í einu sinni getur varðað brottvísun hvenær sem er. Grínistinn David Chapelle segir að Twitter sé ekki raunverulegur staður. Það er rétt. En miðillinn hefur raunverulegar afleiðingar. Almenningur á í þversagnakenndu sambandi við twittermanneskjuna. Fólki er haldið nauðugu í þessu samkvæmi og twittermanneskjan stýrir því hvað megi segja og hvað megi ekki segja, iðulega án þess að heil brú sé í hennar eigin afstöðu. Nýlega var athygli twittermanneskjunnar beint að útvarpsmanni. Hann var ekki gerður að kaffistofusmjatti fyrir það sem hann gerði, heldur fyrir það sem að hann er. Að hann hafi tjáð sína sannfæringu opinberlega og myndað sér aðra skoðun en þá sem twittermanneskjan telur ásættanlega er ástæðan fyrir því að kafað var ofan í fortíð hans. Það er ekki merkilegt í sjálfu sér. Allir hafa gert mistök um ævina og margur oftar en einu sinni. En nú lá holdgervingur feðraveldisins vel við höggi og þrátt fyrir afsökunarbeiðni er krafan sú að hann þurfi að hverfa úr kastljósinu. Baráttan gegn kynferðisofbeldi er twittermanneskjunni huglæg. Baráttan eins og hún er háð á twitter virðist ganga minna út á ofbeldið og meira út á það að ná til þeirra sem eru frægir eða í kastljósinu. Ellegar myndum við sjá fleiri mál hrottalegra árása kaldrifjaðra síafbrotamanna dúkka upp. Í stað þess sjáum við baráttufólkið smyrja lagið þunnt með því að halda okkur uppteknum af því að fyrrum fíkill var skíthæll á meðan á fíkninni stóð fyrir um rúmum áratug. Þversögnin er sú að twittermanneskjan talar einnig fyrir skaðaminnkandi úrræðum fyrir fíkla og að þeir sem að leiðist út í neyslu fái viðeigandi aðstoð til þess að vinna úr sínum málum. Þeim skal hins vegar ekki fyrirgefið að hafa komið ömurlega fram við maka sinn fyrir rúmum áratug. Undirritaður gerir ráð fyrir því að ofangreindur útvarpsmaður hafi verið skíthæll á meðan hann var í neyslu. Þetta atvik vekur þó upp heimspekilegar spurningar um það hvers konar afstöðu við höfum til fyrrum fíkla. Ef kafað er ofan í fortíð þeirra allra er líklegt að hægt sé að finna eitthvað sem samrýmist ekki ríkjandi samfélagsgildum, hvað þá stöðlum twittermanneskjunnar. Það virðist aldrei ætla að hætta að koma fólki á óvart að einungis hávær minnihluti er sammála twittermanneskjunni þegar til kastanna kemur. Twittermanneskjan hefur rangt fyrir sér um afstöðu fólks. Bæði á hinu pólitíska sviði sem og hinu samfélagslega. Á einhliða sögum skal land byggja. Stjórnmálamenn gerðu mistök með því að hlusta á twittermanneskjuna og móta sínar áherslur eftir hennar höfði í síðustu alþingiskosningum. Vinstriflokkarnir reyndu að dansa í takt við lýgilega lélega tónlist og uppskáru afhroð. Það er löngu tímabært að fjölmiðlar, stjórnmála- og áhrifafólk hætti að hlusta á twittermanneskjuna. Við horfum með hræðslu og háðung til félagsstigakerfa einræðisríkja en virðumst þó vilja skapa slíkt fyrir okkur sjálf. Augljós lausn er vandfundin. En fyrsta skrefið er að vinstriflokkarnir skipti um tónlist, hætti að taka hitastigið fyrir kosningar á twitter og biðja öfgaöfl samfélagsins afsökunar í hvert skipti sem þau stíga í vitlausan fót. Höfundur er stjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Ef Twitter væri partí væri það býsna leiðinlegt samkvæmi. Þrátt fyrir ágætis hóp gesta gengi um gólf manneskja með fýlusvip og vökult auga. Það er Twittermanneskjan. Twittermanneskjan hlerar samskipti gestanna í von um að finna eitthvað til þess að verða móðguð yfir. Það þarf ekki að vera eitthvað sem hún sjálf móðgast yfir heldur er twittermanneskjan reiðubúin að móðgast fyrir hönd hinna ýmsu hópa. Twittermanneskjan hvetur til umræðu en með ákveðnum fyrirvara. Hún dreifir bæklingum meðal gesta um það hverskonar umræða sé leyfileg. Þetta gerir hún í þágu þess að ef fólki er gefið frjálst orðið gætu átti sér stað óásættanleg samskipti. Hún passar upp á að samskipti kynjanna lúti ramma réttlætisins og báðir aðilar þannig á nálum yfir því að þau séu einu feilspori frá því að vera rekin úr partíinu. Twittermanneskjan beinir kastljósinu að sjálfri sér með því að benda á hamfarir út í heimi og lýsa því yfir hvað henni þykir það miður. Það afsakar aðgerðarleysi en gerir hana samtímis að hetju. Það er mikilvægt fyrir gesti að vera á tánum. Reglur þessa samkvæmis taka sífelldum breytingum. Það sem var í lagi í einu sinni getur varðað brottvísun hvenær sem er. Grínistinn David Chapelle segir að Twitter sé ekki raunverulegur staður. Það er rétt. En miðillinn hefur raunverulegar afleiðingar. Almenningur á í þversagnakenndu sambandi við twittermanneskjuna. Fólki er haldið nauðugu í þessu samkvæmi og twittermanneskjan stýrir því hvað megi segja og hvað megi ekki segja, iðulega án þess að heil brú sé í hennar eigin afstöðu. Nýlega var athygli twittermanneskjunnar beint að útvarpsmanni. Hann var ekki gerður að kaffistofusmjatti fyrir það sem hann gerði, heldur fyrir það sem að hann er. Að hann hafi tjáð sína sannfæringu opinberlega og myndað sér aðra skoðun en þá sem twittermanneskjan telur ásættanlega er ástæðan fyrir því að kafað var ofan í fortíð hans. Það er ekki merkilegt í sjálfu sér. Allir hafa gert mistök um ævina og margur oftar en einu sinni. En nú lá holdgervingur feðraveldisins vel við höggi og þrátt fyrir afsökunarbeiðni er krafan sú að hann þurfi að hverfa úr kastljósinu. Baráttan gegn kynferðisofbeldi er twittermanneskjunni huglæg. Baráttan eins og hún er háð á twitter virðist ganga minna út á ofbeldið og meira út á það að ná til þeirra sem eru frægir eða í kastljósinu. Ellegar myndum við sjá fleiri mál hrottalegra árása kaldrifjaðra síafbrotamanna dúkka upp. Í stað þess sjáum við baráttufólkið smyrja lagið þunnt með því að halda okkur uppteknum af því að fyrrum fíkill var skíthæll á meðan á fíkninni stóð fyrir um rúmum áratug. Þversögnin er sú að twittermanneskjan talar einnig fyrir skaðaminnkandi úrræðum fyrir fíkla og að þeir sem að leiðist út í neyslu fái viðeigandi aðstoð til þess að vinna úr sínum málum. Þeim skal hins vegar ekki fyrirgefið að hafa komið ömurlega fram við maka sinn fyrir rúmum áratug. Undirritaður gerir ráð fyrir því að ofangreindur útvarpsmaður hafi verið skíthæll á meðan hann var í neyslu. Þetta atvik vekur þó upp heimspekilegar spurningar um það hvers konar afstöðu við höfum til fyrrum fíkla. Ef kafað er ofan í fortíð þeirra allra er líklegt að hægt sé að finna eitthvað sem samrýmist ekki ríkjandi samfélagsgildum, hvað þá stöðlum twittermanneskjunnar. Það virðist aldrei ætla að hætta að koma fólki á óvart að einungis hávær minnihluti er sammála twittermanneskjunni þegar til kastanna kemur. Twittermanneskjan hefur rangt fyrir sér um afstöðu fólks. Bæði á hinu pólitíska sviði sem og hinu samfélagslega. Á einhliða sögum skal land byggja. Stjórnmálamenn gerðu mistök með því að hlusta á twittermanneskjuna og móta sínar áherslur eftir hennar höfði í síðustu alþingiskosningum. Vinstriflokkarnir reyndu að dansa í takt við lýgilega lélega tónlist og uppskáru afhroð. Það er löngu tímabært að fjölmiðlar, stjórnmála- og áhrifafólk hætti að hlusta á twittermanneskjuna. Við horfum með hræðslu og háðung til félagsstigakerfa einræðisríkja en virðumst þó vilja skapa slíkt fyrir okkur sjálf. Augljós lausn er vandfundin. En fyrsta skrefið er að vinstriflokkarnir skipti um tónlist, hætti að taka hitastigið fyrir kosningar á twitter og biðja öfgaöfl samfélagsins afsökunar í hvert skipti sem þau stíga í vitlausan fót. Höfundur er stjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun