Grét af gleði þegar Kanada komst loksins á HM: „Draumurinn hefur ræst“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. mars 2022 16:31 Alphonso Davies leyfði aðdáendum sínum að fylgjast með þegar hann komst að því að Kandamenn væru öruggir með sæti á HM. Kanadíski landsliðsmaðurinn Alphonso Davies gat ekki haldið aftur af tárunum þegar Kanada komst á HM í fyrsta sinn í 36 ár. Kanadamenn tryggðu sér farseðilinn á HM í Katar með 4-0 sigur á Jamaíkumönnum í Toronto í gær. Cyle Larin, Tajon Buchanan og Junior Hoilett skoruðu í rétt mark og Andrian Mariappa í rangt mark. Kanadamenn fögnuðu vel og innilega enda að komast á HM í fyrsta sinn síðan 1986. Kanada tapaði þá öllum þremur leikjunum sínum og skoraði ekki mark. Davies er skærasta fótboltastjarna Kanada en gat ekki tekið þátt í leiknum í gær. Hann hefur ekkert spilað undanfarna mánuði vegna hjartavandamála. Davies fylgdist samt að sjálfsögðu með leiknum í sjónvarpinu og leyfði aðdáendum sínum að fylgjast með á Twitch þegar lokaflautið gall. „Ég er á leiðinni á HM! Við erum á leiðinni á HM, maður! Ég trúi þessu ekki,“ gólaði Davies og grét af gleði. „Ég er að fara að gráta. Draumurinn hefur ræst.“ Alphonso Davies reaction for Canada is simply amazing. #Canada@OneSoccer pic.twitter.com/4TatxdDtVu— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 27, 2022 Davies, sem er 21 árs, hefur leikið þrjátíu landsleiki og skorað tíu mörk. Hann hefur leikið með Bayern München frá 2018. Foreldarar Davies eru frá Líberíu en hann fæddist í flóttamannabúðum í Gana. Þegar hann var fimm ára flutti fjölskyldan til Kanada og settist að í Edmonton. HM 2022 í Katar Kanada Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sjá meira
Kanadamenn tryggðu sér farseðilinn á HM í Katar með 4-0 sigur á Jamaíkumönnum í Toronto í gær. Cyle Larin, Tajon Buchanan og Junior Hoilett skoruðu í rétt mark og Andrian Mariappa í rangt mark. Kanadamenn fögnuðu vel og innilega enda að komast á HM í fyrsta sinn síðan 1986. Kanada tapaði þá öllum þremur leikjunum sínum og skoraði ekki mark. Davies er skærasta fótboltastjarna Kanada en gat ekki tekið þátt í leiknum í gær. Hann hefur ekkert spilað undanfarna mánuði vegna hjartavandamála. Davies fylgdist samt að sjálfsögðu með leiknum í sjónvarpinu og leyfði aðdáendum sínum að fylgjast með á Twitch þegar lokaflautið gall. „Ég er á leiðinni á HM! Við erum á leiðinni á HM, maður! Ég trúi þessu ekki,“ gólaði Davies og grét af gleði. „Ég er að fara að gráta. Draumurinn hefur ræst.“ Alphonso Davies reaction for Canada is simply amazing. #Canada@OneSoccer pic.twitter.com/4TatxdDtVu— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 27, 2022 Davies, sem er 21 árs, hefur leikið þrjátíu landsleiki og skorað tíu mörk. Hann hefur leikið með Bayern München frá 2018. Foreldarar Davies eru frá Líberíu en hann fæddist í flóttamannabúðum í Gana. Þegar hann var fimm ára flutti fjölskyldan til Kanada og settist að í Edmonton.
HM 2022 í Katar Kanada Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sjá meira